Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 64
hugmynda sem krauma undir sléttu og felldu yfirborði kristninnar. Islend-
ingasögurnar rísa upp milli alvörugefins raunsæis og sprellfjörugs hug-
myndaflugs, þær eru vitnisburður um að galsafengið talmálið getur gengið
í samband við gangverk hins ritaða máls. Og í mínum draumum segja
sögurnar einkum að hver einasta eyja sé opin. Þess vegna voru þær frelsandi
afl fyrir undirokaða íslendinga.)
Ég hef alltaf undrast lýsingar meginlandsrithöfundarins Hector Bianciotti
á gresjum Argentínu, la patnpa. Sú tilfmning sem menn eigna yfirleitt
eyjaskeggjum (ofurþrengsli, einsemd, tími sem stendur í stað) gýs magn-
þrungin upp í honum frammi fyrir endalausri gresjunni, eins og raunar var
einnig með Borges. Eftir að ég öðlaðist frelsi fyrir tilstilli draumsins og fór
að skoða sjálfan mig hef ég hins vegar aldrei fundið til þessarar kenndar
andspænis hafinu. Kreólamálið á ekki til orð yfir eyju, orðið sem notað er
lilét þýðir örlítið, nánast óbyggilegt sker þar sem enginn drepur niður fæti
utan stórvaxnir sjófuglar. Kreólskan lítur svo á að eyjan sé ekki til, hún sé
endalaust land, land sem er tengt heiminum um stórkostlegt, ólgandi haf.
Allt er opið: dásemdir sjávarins, vindar sem sveipast milli staða, hópar
farfugla sem hnita hringi. Hver einasta strönd er skartgripaskrín undir hluti
sem sjórinn færir henni, drukknuð dýr, rústir þorpa sem hafa sokkið í sæ.
Þannig snertir maður heiminn að framan, aftan, til hliðar, alls staðar: þetta
er að vera reiðubúinn svo langt sem augað eygir. Engin fjöll, engin eyðimörk
éta hugarheiminn innan. Ogforsenda þess að skynja alltþetta er að andinn sé
ekki í útlegð.í gegnum drauma mína fór ég að sjá allt í nýju ljósi, og vera
reiðubúinn að taka á móti og skynja annars konar skilning á eyjunni. Gamli
skilningurinn, sá sem er allsráðandi, kom mér ekki lengur við.
Skrifa Land, skrifa ekki eyja til að verjast betur þeirri merkingu sem orðið er
hlaðið. Hugsa Land og sjá Land: lifa djúpt í landi sínu og í ósýnilegri óreiðu
hvers kyns bergmála. Auka við þau þykku lög sem hefja okkur yfir jarðlögin,
þær víddir sem eru handan við sjóndeildarhring okkar og verða til í lífi okkar
þegar gæfan brosir við okkur. Við erum lifandi! Við erum lifandi!... Það að
skrifa á að svifta hulunni af því sem ráðandi öfl leitast við að láta okkur kalla
eyju (eða smáþjóðeða jaðarþjóð, eða jjarlœgaþjóð) með þeim þrengslum sem
þau tengja því. íbúar þessara landa, þeir sem lofa svo mjög og prísa fjarskiptin
og boðskiptatæknina, eru svo uppteknir af þeirri eyjaeinangrun sem hin
hljóðu yfirráð fyrirskipa, að þeim er ómögulegt að fá neitt meira út úr henni
en þetta. Þeir eru hættir að láta sér detta í hug hvernig samskiptanetin, sem
eru orðin hluti af lífi okkar, gætu hjálpað okkur (eins og hafið fyrir þann sem
kann á það) að líta á heiminn sem eina heild. Hin hljóðu yfirráð búa menn
ekki undir að samtengja Heimsbyggðina; þau kjósa heldur á táknrænan hátt
54
TMM 1996:1