Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 64
hugmynda sem krauma undir sléttu og felldu yfirborði kristninnar. Islend- ingasögurnar rísa upp milli alvörugefins raunsæis og sprellfjörugs hug- myndaflugs, þær eru vitnisburður um að galsafengið talmálið getur gengið í samband við gangverk hins ritaða máls. Og í mínum draumum segja sögurnar einkum að hver einasta eyja sé opin. Þess vegna voru þær frelsandi afl fyrir undirokaða íslendinga.) Ég hef alltaf undrast lýsingar meginlandsrithöfundarins Hector Bianciotti á gresjum Argentínu, la patnpa. Sú tilfmning sem menn eigna yfirleitt eyjaskeggjum (ofurþrengsli, einsemd, tími sem stendur í stað) gýs magn- þrungin upp í honum frammi fyrir endalausri gresjunni, eins og raunar var einnig með Borges. Eftir að ég öðlaðist frelsi fyrir tilstilli draumsins og fór að skoða sjálfan mig hef ég hins vegar aldrei fundið til þessarar kenndar andspænis hafinu. Kreólamálið á ekki til orð yfir eyju, orðið sem notað er lilét þýðir örlítið, nánast óbyggilegt sker þar sem enginn drepur niður fæti utan stórvaxnir sjófuglar. Kreólskan lítur svo á að eyjan sé ekki til, hún sé endalaust land, land sem er tengt heiminum um stórkostlegt, ólgandi haf. Allt er opið: dásemdir sjávarins, vindar sem sveipast milli staða, hópar farfugla sem hnita hringi. Hver einasta strönd er skartgripaskrín undir hluti sem sjórinn færir henni, drukknuð dýr, rústir þorpa sem hafa sokkið í sæ. Þannig snertir maður heiminn að framan, aftan, til hliðar, alls staðar: þetta er að vera reiðubúinn svo langt sem augað eygir. Engin fjöll, engin eyðimörk éta hugarheiminn innan. Ogforsenda þess að skynja alltþetta er að andinn sé ekki í útlegð.í gegnum drauma mína fór ég að sjá allt í nýju ljósi, og vera reiðubúinn að taka á móti og skynja annars konar skilning á eyjunni. Gamli skilningurinn, sá sem er allsráðandi, kom mér ekki lengur við. Skrifa Land, skrifa ekki eyja til að verjast betur þeirri merkingu sem orðið er hlaðið. Hugsa Land og sjá Land: lifa djúpt í landi sínu og í ósýnilegri óreiðu hvers kyns bergmála. Auka við þau þykku lög sem hefja okkur yfir jarðlögin, þær víddir sem eru handan við sjóndeildarhring okkar og verða til í lífi okkar þegar gæfan brosir við okkur. Við erum lifandi! Við erum lifandi!... Það að skrifa á að svifta hulunni af því sem ráðandi öfl leitast við að láta okkur kalla eyju (eða smáþjóðeða jaðarþjóð, eða jjarlœgaþjóð) með þeim þrengslum sem þau tengja því. íbúar þessara landa, þeir sem lofa svo mjög og prísa fjarskiptin og boðskiptatæknina, eru svo uppteknir af þeirri eyjaeinangrun sem hin hljóðu yfirráð fyrirskipa, að þeim er ómögulegt að fá neitt meira út úr henni en þetta. Þeir eru hættir að láta sér detta í hug hvernig samskiptanetin, sem eru orðin hluti af lífi okkar, gætu hjálpað okkur (eins og hafið fyrir þann sem kann á það) að líta á heiminn sem eina heild. Hin hljóðu yfirráð búa menn ekki undir að samtengja Heimsbyggðina; þau kjósa heldur á táknrænan hátt 54 TMM 1996:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.