Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 69
Lakis Proguidis
Augu, eyru, minni
Um gríska sagnaskáldið Alexander Papadíamandis
1. Punktar úr ævi rithöfundarins
Gríski rithöfundurinn Alexander Papadíamandis fæddist árið 1851 á eynni
Skíaþos í Eyjahafi norðvestanverðu, og hann lést einnig þar, árið 1911.
Hann lauk menntaskóla fremur seint, tuttugu og þriggja ára að aldri,
einkum vegna bágs ljárhags ijölskyldunnar. Árið 1873 fór hann til Aþenu,
sótti öðru hverju tíma í bókmenntum við háskólann þar og byrjaði að skrifa.
Fyrsta sagan hans, Útlcega kotiati, birtist sem framhaldssaga í dagblaði í
Konstantínópel árið 1879. Auk þess birtust eftir hann tvær aðrar sögur sem
framhaldssögur árið 1884. Eftir að hafa birt þessi þrjú verk hóf Papadíam-
andis að skrifa styttri texta — frá þremur og upp í hundrað blaðsíður að
lengd — og hann hélt sig við þá lengd það sem eftir var ævinnar. Meðan
hann var á lífi voru verk hans einungis birt í dagblöðum og tímaritum, en
heildarverk hans komust ekki á bók fyrr en árið 1954, þá í fimm bindum.
19. öldin var erfitt tímabil í grískum bókmenntum. Grikkir háðu hetjulega
sjálfstæðisbaráttu gegn heimsveldi Ósmana (1821), en menntamenn hins
nýfædda þjóðríkis urðu fljótlega fyrir sárum vonbrigðum þegar þeir áttuðu
sig á þeirri hyldýpisgjá sem hafði opnast milli þeirra og afgangsins af Evrópu.
Fyrst ekki var hægt að sækja neitt í samtímann gripu menn til annarra ráða.
Afleiðingin var sú að menn lentu inn í hverri blindgötunni af annarri.
Nýklassisisminn náði sér nokkuð á flug um tíma en brotlenti brátt, enda áttu
stúlkur á þessum tíma ekki lengur neitt skylt við þær meyjar sem höggnar
eru í fornar súlur. Rómantíkin var þó hálfu verri: minningin um Býsanska
heimsveldið var allsráðandi, bæði í bókmenntum og þjóðmálaumræðunni
yfirleitt. Grikkland átti ekki heima í samtímanum en leitaði ákaft í fortíð sem
það sá í dýrðarljóma, en sú fortíð var í rauninni harla þokukennd og
afmynduð. Það var í þessu samhengi sem Papadíamandis kom fram í sviðs-
ljósið. Hann var eini gríski rithöfundur sinhar aldar sem slapp bæði undan
heimsku þjóðernisrembings og sveitamennsku, og leit einfaldlega í kringum
sig. Þannig byrjaði hann, rétt eins og annar Gogol, að skrifa kaflann um list
prósans inn í grískar bókmenntir. Sköpunarferill hans stóð yfir í þrjátíu og
TMM 1996:1
59