Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 74
— Þvílík ógnarleg mannmergð!
— Já, þarna er kestulokið; þarna eru skriðbytturnar; og þarna er Krossinn!
— Og þarna eru prestarnir!
— Hvar er kestan?
— Ó, öll þessi blóm; sko þarna, og þarna!
— Hvar eru þau, mamma? hvar eru þau?
Og litla stúlkan klifraði efst uppá veggbrúnina, hallaði sér fram í miklum
ákafa og stofnaði sér í fallhættu.
— Það sést ekki vel; það er fólk fyrir framan ... æi! getur það ekki dregið
sig til hleðar!
— Þið þarna, standiði til hliðar! ...
— Sko, þeir eru að fara með hann inní kirkjuna!...
— Nú já, við sáum hann varla.
— Ég sá ekkert, mamma! ...
— Við sjáum hann rétt á eftir þegar þeir fara með hann út! þeir fara neðri
leiðina ...
— Þeir fara ekki með hann í neðri grafretinn?
— Það getur alveg eins verið þeir fari með hann í efri reitinn; en þeir eru
alltaf að skipta um leið ...
— Allur þessi fjöldi sem fer inní kirkjuna!
— Nú, þarna er bróðir hans, með tveimur venum sem styðja hann.
— Hvar er hann, mamma, hvar er hann?
— Þarna, núna er hann að fara inn ...
— Allir fara inn; og við sáum ekki mömmu hans.
— Hvernig er hægt að sjá í öllu þessu mannhafi!
— Æi! vesalings blessuð móðirin! . . . hvernig gat hann látið æsku sína
lönd og leið!...
— Faðirinn er fjarstaddur, er sagt, hann er ekki hér.
— Aumingja móðirin að þurfa að þola þetta allt!
Útum dyrnar heyrðist barnsgrátur úr herberginu handanvið flatþakið.
— Það er hann sonur þinn sem er að gráta, Stamatúla!
— Hvað get ég gert? hann svemar þegar ég halla honum frammaf þakinu;
ég kem ekki til með að sjá neitt; látum hann bara gráta!
Alltíeinu varð hreyfing á manngrúanum við báðar dyrnar á helgidóminum,
vesturdyrnar og dyrnar við hliðina; menn fóru inn eða út í miklu óðagoti.
— Hvað er á seyði, góða? hvað er á seyði?
— Etthvað er á hlaupum; hvað atli það geti verið?
— Ekki er faðirinn kominn og allir þessvegna á hlaupum?
— En atli þau hafi sent honum sketið? Og hefði hann þá komist í tæka
tíð?
64
TMM 1996:1