Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 83
sárabætur þegar yfir er komið? Heldur Guð frá plássi fyrir hana og tryggir
henni frið? Veitir ríki hans öruggt skjól gegn þessari plágu, hnýsninni, sem
herjar á heimsbyggðina alla?
Skyndilega breytist allt. Úthverfið í Aþenu missir sitt sérstaka vægi, „sér-
einkenni staðarins“, verður efnislaust og tekur á sig mynd almennra kring-
umstæðna, mannlegra kringumstæðna. Skyndilega birtist Grikkland í ljósi
sem enginn mannfræðingur, enginn félagsfræðingur, enginn sagnfræðingur,
enginn vísindamaður hefði getað séð það í: staður þar sem maðurinn smitar
heiminn fyrir handan með sjúklegri forvitni sinni.
Papadíamandis er fulltrúi „þess Grikklands sem ekki er undir áhrifum frá
Evrópu“, sagði Michel Saunier, og allir gagnrýnendur átu þessi orð hans upp
eftir honum. En í rauninni sýnir Papadíamandis okkur hvernig heimurinn,
sá heimur sem við nú lifum í, verður sífellt „grískari“.
Grein þessi birtist ífranska bókmenntatímaritinu La Nouvelle
Revue Frangaise vorið 1994.
Friðrik Rafnsson þýddi úrfrönsku.
TMM 1996:1
73