Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Qupperneq 90
Sjaldan hefur neinum manni legið jafn mikið á hjarta og Haraldi Clayton. Og þótt hann væri tæpast nema einn og hálfur metri á hæð hefur varla neinn maður átt stærri tálsýn en Haraldur Clayton * * * Veturinn 1979 var rétt að byrja og sumarið hafði verið svo stutt að í úthverfunum snjóaði í skaflana frá vetrinum áður. í blöðunum stóð að innan tíu ára yrðu allir íslendingar komnir í vinnu í skipasmíðastöð í Svíþjóð. Ef fannst hundur í Reykjavík var honum skutlað yfir borg- armörkin eða hann skotinn án málalenginga. Erlend blöð birtu stund- um skoplegar smáfréttir af verðbólgu á íslandi. Einfeldningslæti hippatímans heyrðu nánast sögunni til; hafi verið til einhver tíska sem orð er á gerandi, fólst hún helst í því að vera full og svartklæddur. En samt fundu menn frísklegan andblæ breytinga; svokölluð léttvínsbylt- ing var gengin í garð. Ég kynntist Haraldi Clayton í Stúdentakjallaranum sem á þessum tíma var prýðilegt athvarf fyrir drykkfellda gáfumenn og unglinga sem voru að stíga sín fyrstu skref á menningar- og drykkjubrautinni. Það var skrítinn en þægilegur félagsskapur sem þarna hittist flest kvöld: Sífullur óbóleikari sem hafði áhyggjur af því að hann væri að verða náttúrulaus en taldi ólíklegt að það stafaði af ofdrykkju, heldur líklega af því að hann hefði byrjað of ungur að vera með konum; Olav hinn norski, hlédrægur Norðmaður sem starfaði við að tálga trébrúður á heimili sínu, háalofti Farfúglaheimilisins við Laufásveg, drakk sig rænulausan öll kvöld og var óskiljanlegur eins og krossgáta sem enginn vildi gefa sér tíma til að ráða; Mario, launmontinn ítali sem sagðist kunna öll heimsins tungumál nema íslensku sem honum veittist fjarskalega örðugt að læra á námskeiði fyrir erlenda stúdenta við Háskólann; andlega sinnaður og með eindæmum kurteis heim- spekinemi að norðan sem var kallaður Hómer og var í framan eins og Biblíumynd; miðaldra bítskáld sem var búið að yrkja sig út á ystu nöf tungumálsins þar sem engin orð voru lengur nothæf og allt var hálfgert bull, og var núorðið handgengnari málaralistinni en bók- menntum; og svo við, ungu gáfnaljósin og bóhemarnir, rétt nýskriðnir úr menntaskóla, og höfðum enga afstöðu í lífinu nema hvað við vorum staðráðnir í að vera á móti öllu. 80 TMM 1996:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.