Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 92
„Hvert ástand er ástand af einhverju allt öðru ástandi, sem þó er skylt því ástandi sem á undan var, því ástandi sem var í upphafi og því ástandi sem verður framvegis.“ „Einmitt! Þetta er kenningin um fiðrildið sem blakaði vængjunum í skemmtigarði í Buenos Aires í fyrravetur, en annað kvöld verður fellibylur á Filippseyjum,“ æpti Haraldur sigri hrósandi. Klukkan hálfellefu opnaði Haraldur gamla og falska píanóið sem stóð nánast ósnert í dimmasta skoti Stúdentakjallarans. Hann lýsti því yfir að nú myndi hann impróvísera út frá tilfinningum sem leituðu á sig þetta kvöld. Og á móti því er ekki hægt að bera, tilfmningarnar voru falslausar og flutningurinn einstakur: Haraldur lagðist ofan á hljóðfærið, hvarf inn í það, skreið undir það, stökk ofan á það, faðmaði það eins og konu, barði það eins og versta óvin sinn, og hrópaði meðfram skrækri röddu mergjaðar særingar; það mátti greina orð einsog Snaefellsjokull, thegreat Geysir, the sunsetatLandmannalaugar, the lavafields ofHekla. Og þrátt fyrir að engum dyldist að Haraldur kynni ekki neitt að spila, heyrðu menn og sáu að hann gaf allt sem hann átti til, hann hélt engu eftir. Eftir hljóðfærasláttinn tók Olav hinn norski ffam hatt að beiðni Haralds og efndi til samskota meðal gestanna. Það reyndist nóg fyrir fimm flöskum af rósavíni. Það voru bestu kaupin. Veitingafólkið var svo hrifíð að það bætti tveimur rósavínsflöskum í púkkið. Haraldur deildi rósavíninu bróðurlega með hinum nýju vinum sínum. Það var glatt á hjalla. I kæti sinni hélt Haraldur áfram að útlista kenningar sínar: „Ég drekk mig fullan og pissa út fyrir setuna frammi á klósetti. Næsta vor farast tvö hundruð þúsund manns í flóðum í Bangladesh.“ Óbóleikarinn þóttist nú skilja og samsinnti: „Ég læt falla ógætileg orð og segi að Mario geti aldrei lært íslensku. Um jólin er miðaldra skrifstofumaður sleginn niður á götu í Istanbul.“ Klukkan eitt lokaði Stúdentakjallarinn og þá sagðist Haraldur ætla niður á Hjálpræðisher að leigja sér herbergi, nema þá hann legðist fyrir í kirkjugarðinum og æti morgunmat upp úr öskutunnu eins og hann væri alvanur. Þetta tók heimspekineminn að norðan ekki í mál og bauð Haraldi gistingu í bílskúr við Holtsgötu sem var heimili hans. Bítskáldið sem 82 TMM 1996:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.