Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 95
framúrstefnumaður sem var orðinn handgenginn borgarastéttinni, hafði álpast til að svara í símann þegar hann hringdi. Framúrstefnu- maðurinn sá þann kost vænstan að kaupa sér frið með því að útvega Haraldi hljómleikasal. Haraldur bauð vinum sínum úr Stúdentakjall- aranum á tónleikana; endurgjaldslaust ætlaði hann að leyfa þeim að heyra einleiksverk þar sem hann fléttaði saman óhamdri frumorku íslenskrar náttúru og hughrifum sem hann hafði orðið fyrir á kvöldnámskeiði um zen-búddisma. Haraldur setti auglýsingu í Morg- unblaðið og leigði sér smókingföt, frekar við vöxt. Til að komast í réttan ham snæddi hann kvöldverð á Hótel Loftleiðum og drakk rauðvín með. Þvínæst pantaði hann stöðvarbíl og hélt upp á Kjarvals- staði að spila. Það kom enginn á tónleikana. Vinur hans, fræðimaðurinn með óskiljanlegu kenninguna, lá heima og gat ekki hreyft sig fyrir gigt. En Haraldur spilaði heilan konsert. Og þrátt fyrir að kaldir sem- entsveggirnir drykkju í sig tónaflóðið, þrátt fyrir að tónlistin rynni út í sandinn líkt og ónefnt stórfljót langt austur í Síberíu, getur maður varla komist hjá þeirri tilhugsun að þarna hafi Haraldur Clayton nálgast að vera tragísk hetja af umtalsverðri stærð; hann spilaði af lífs og sálar kröftum þrátt fyrir að enginn vildi hlusta og hann vissi að á endanum yrði sér alls staðar úthýst og allir menn í heiminum myndu daufheyrast. Og hver veit nema þetta hafi einmitt verið stundin þegar list Haralds reis hæst; þegar hann var best klæddur og hafði bundið á sig óaðfinnanlega slaufu, þegar hann var fullkomnastur og heilsteypt- astur og fallegastur í list sinni, einmitt þetta kvöld þegar enginn heyrði neitt. En á meðan sátu hinir væntanlegu tónleikagestir í Stúdentakjallar- anum og drukku rósavín í óbrotinni rósemd. Menn sögðu fátt, flest úr samhengi, og við ungu mennirnir vorum frekar á móti öllu, hvað lítið sagt var. Einhvers staðar einhvern tíma aftur, söng hátalarinn, allsendis metnaðarlaust. Lífið hafði aftur sinn ótruflaða vanagang. Nokkrum dögum síðar hitti ég Harald aftur. Hann stóð þarna í Bankastrætinu, mitt á milli almenningssalernanna, og gerði hvorki að ganga upp götuna né niður hana, hvað þá að heilsa eða taka undir TMM 1996:1 85 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.