Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 106
elska það sem hann hafði unnað. Þetta gerðist áreynslulítið, því tilsvaranirn-
ar voru margar. Þannig tókst mér, að ég held, að gæða textann tilfmningu.
í fimmtán ár lifðum við saman, í gegnum þykkt og þunnt. Ég fann mér
staði vítt og breitt um landið, til að fá næði; en fjárstyrk til verksins var hvergi
að fá. Höfundurinn var óþekktur meðal landa minna. Ég viðaði að mér
öllum tiltækum bókum um ævi hans og tíðaranda. Bestur þótti mér Bahktine
... Og þó tekst honum ekki, fremur en öðrum, að gera viðhlítandi grein fyrir
háðinu og dularfullum sprengikrafti þess, sem endurnýjar mann hið innra.
Vonandi endurnýjar það líka samtíð mína sem er altekin af trylltri útþynn-
ingu! Bókin seldist vel!
1) Ég vísa til þýðingar minnar á Garantúa og Pantagrúli, Formála Fyrstu bókar, bls.
11. Slitin úr samhengi kynnu þessi orð að valda misskilningi á íslensku.
2) Eftir á að hyggja: franski rithöfundurinn Antoine de Saint-Exupéry kemst að líkri
niðurstöðu. í upphafi bókar sinnar „Terres des Hommes“ segir hann: „Jörðin
kennir okkur meira um það en allar bækur. Af því hún veitir okkur mótstöðu.
Maður uppgötvar sjálfan sig þegar hann glímir við hindranir....“ Saint-Exupéry
gat trútt um talað: hann var flugmaður.
Þetta greinarkorn er samiðfyrir Lakis Proguidis, ritstjóra
tímaritsins L’Atelier du Roman, og birtist í 5. hefti 1995.
Greinin er hér lítið eitt stytt, af velsœmisástæðum.
Verk Fran^ois Rabelais á íslensku: Gargantúi ogPantagrúll (Erlingur E. Halldórsson
þýddi. M&M 1993)
96
TMM 1996:1