Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 116
Þannig lauk sem sé því ævintýri. Það hafði verið skemmtilegt, fjörlegt og fullt af áflogum þó afrakstur þess væri ekki mikill. Ein tíu mínútna svart/hvít dokúmentarmynd. Því nokkru síðar lagði ég bann við öllum opinberum sýningum á kvikmynd- um eftir mig, nema „Manni og verksmiðju“. Það fannst mörgum vera sérviskuleg ráðstöfun og röng, en við því er ekkert að gera. Það liggja bæði ljósar og duldar ástæður til þess að ég ákvað að verða „eins ljóðs höfundur“ á þessu sviði. „Maður og verksmiðja“ olli síður en svo neinum straumhvörfum. Myndin er því vissulega ekkert tímamótaverk. Hún bíður í sínum skammarkróki eins og hvert annað gleymt smáljóð. En stundum finnst mér, að hún gæti orðið tímamótamælir. Tækju menn hér þessa litlu kvikmynd síðar meir í sátt og færu að skoða hana og huga að þeim prinsípum, sem að baki henni liggja, væri það ótvírætt til marks um sinna- skipti. Það væri svo langt frá þeirri afstöðu, sem fólk nú hefur til dokúment- armynda. í þriðja bindi Eskju eftir Einar Braga, segir frá því, að Guðmundur Jóhann- esson kaupmaður (1887-1961) hafi fyrstur manna hafið kvikmyndasýning- ar á Eskifirði árið 1922. Þar er þess hins vegar ekki getið, að tveim árum seinna festi Guðmundur kaup á kvikmyndatökuvél, sem hann fékk Sveini Guðmundssyni myndasmið í hendur til þess að taka á kvikmyndir af at- vinnulífi staðarins og fleiru. Til er í Kvikmyndasafni íslands 3ja sekúndna myndskeið, sem Sveinn Guðmundsson tók árið 1924 úti á fiskreitum. Búturinn sýnir vinnuklæddar reitastúlkur flýja í oívæni undir stórt breiði. Sagan segir, að þær vildu ekki láta festa sig á kvikmynd í vinnugallanum. Sagan segir líka, að myndasmiðnum hafi verið gert það ljóst með ótvíræðum hætti, að vildi hann hafa vinnu af því framvegis að ljósmynda Eskfirðinga í sparifötunum yrði hann að láta af þeim sið að læðast að þeim í vinnutím- anum með kvikmyndavélina. Þessar þrjár sekúndur frá sumrinu 1924 eru því einu cinéma vérité upp- tökurnar, sem til eru af vinnandi fólki á Eskifirði, allt þar til einhvern tíma á sjöunda áratugnum. Ljósmyndir af Eskfirðingum í sparigalla eru hins vegar legíó. Ég gerði mér ferð núna um daginn upp á Kvikmyndasafn íslands og skoðaði þessar frægu þrjár sekúndur aftur og aftur. Og rnikill er tjáningarmáttur filmunnar. Á þrem sekúndum hefur Sveini Guðmundssyni myndasmið raunverulega 106 TMM 1996:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.