Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Blaðsíða 117
tekist að segja allt það, sem ég er nú að basla við að koma í orð á níu
blaðsíðum.
Vilji Sigurjón Baldvin Hafsteinsson halda áfram að leita orsakanna fyrir
lítilþægni og heimóttaskap svokallaðra heimildamyndahöfunda, ráðlegg ég
honum að banka upp á hjá Böðvari Bjarka Péturssyni í Kvikmyndasafni
íslands og fá þar að skoða þessar þrjár sekúndur, sem eiga að geta sagt honum
allt, sem segja þarf í því samhengi.
Fólk vill vera sparibúið til sálar og líkama á myndum, sem geymast af því.
Til að forðast allan misskilning vil ég ítrekað þakka þér, Friðrik, og ritstjórn-
inni allri fyrir að hafa minnst hundrað ára afmælis kvikmyndanna með
tveim mætum greinum í riti þínu.
Þær hafa að nokkru blandast inn í þessa leiðréttingu mína á Molbúaspeki
stórskáldsins um kvikmyndasöguna. En þær eru engin Molbúaspeki.
Upphaflega spurði ég þig álits á þeirri furðulegu áráttu pressunnar að láta
frægt fólk einkum úttala sig um hluti, sem það kann engin skil á.
Ég ítreka þá spurningu hér í lokin og bæti annarri við: Getur það verið að
þessi árátta stafi af sömu þörfmni og allur annar veruleikaflótti?
Sannindi og réttlæti eru lofsungin almennum orðum, en þau eru hvergi
neinir aufúsugestir.
í þessu skrifi er vitnað til:
1 TMM, 3.h. 1995: Jón Kalman Stefánsson: „Spurningin um að komast af‘, viðtal
við Geirlaug Magnússon.
2 TMM, 4.h. 1995: Þorvarður Árnason: „Augans snarpa hugsun“, hugleiðing um
kvikuna í lifandi myndum.
3 TMM, 4.h. 1995: Sigurjón Baldur Hafsteinsson: „Vin í Eyðimörk fátæktarinnar“,
siðferði og kvikar myndir.
4 Eskja, bókin um Eskifjörð eftir Einar Braga, bls. 150.
TMM 1996:1
107