Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 125

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Síða 125
Að geta ekki elskað hvað sem er Eins og áður sagði er frásögnin af dvöl- inni í Dyrunum þröngu mun epískari og raunsærri en í öðrum verkum Krist- ínar Ómarsdóttur. I hugarástandssögu er þó auðvitað mikið um alls lags furður og flug hlutanna. Fantasían nýtur sín þó ekki almennilega nema í draumunum eða prósaljóðunum en þar frelsast lík- amsbútar frá týndu höfðinu og dansa á Torgi kyrrðarinnar (67). Eins er lýsingin á hugarrótinu við komuna á appel- sínugula ísbarinn skemmtileg en skærir litir eru áberandi í Dyrunum þröngu: Ágúst settist niður og appelsínuguli þjónninn og appelsínugula þernan nálg- uðust okkur en reyndar nálgaðist appel- sínuguli þjónninn mig og appelsínugula þernan nálgaðist Ágúst. Og appeslínuguli þjónninn beygði sig yfir mig, rak útúr sér appelsínugula tunguna með pínulítilli appelsínugulri ískúlu sem hann stakk á milli rauðra vara minna. Appelsínugula þernan gerði nákvæm- lega það sama við Ágúst. Ég öskraði uppyfir mig og hljóp á dyr. (28) Prósaljóðin, sem flest geta staðið sér, fjalla þegar best lætur um tilfmningar sem maður áttaði sig ekki á að væru til eða að fengjust með orðum (Að vera lítill ísér, bls. 70). Húmorinn er í samlíking- unum, sem Kristín er þekkt fyrir að hafa öðruvísi, t.a.m. er rödd „væmin eins og púðurdós í apóteki" og torg opnast „eins og stelpa sem lyftir pilsinu sínu í hnígandi síðdegissólinni“ enda er Krist- ín að reyna að ná fram hinu einstaka í öllum hlutum og tilfinningum. Skemmtilegar persónur eins og fröken Sonja Lísa Hrís eru fagnaðarefhi og tekst Kristínu að fá lesandann til að finna til með þeirri konu sem aldrei hefur verið elskuð af jafhingja. Fröken Hrís stýrir skóla Úthafsþrárinnar og telur sig hafa miklu hlutverki að gegna við að hafha allri bælingu. Önnur eftirminnileg per- sóna er einfaldleikinn sjálfur, Óskar, sem sífellt vitnar í móður sína: „Draumarnir verða alltaf að veruleika eins og mamma sagði alltaf. Þeir vakna til lífsins eins og dýr úr vetrardvala, þetta sagði hún, fyrst þeir eru á annað borð í hausnum á manni.“ (116) Aðalpersónan, Þórunn, er hins vegar ekki nægilega skýr og les- andanum finnst hún gefa lítið af sér á sama hátt og íbúum Dyranna þröngu fannst. Þetta kemur til vegna þess að samskipti Þórunnar við bæjarbúa eru of lík, þ.e. höfundur kallar ekki fram nýjar hliðar persónu sinnar við ólíkar aðstæð- ur eða þegar ólíkar manneskjur (tilfinn- ingar) eigast við. Höfundareinkenni Kristínar í fyrri verkum eru einfaldar mannlýsingar (ævintýrafólk) þar sem atburðarásin flæðir fram með hugmyndaflugi sögu- manns. 1 Dyrunum þröngu, vegna raun- sæisins sem er þrátt fyrir allt sterkur þráður sögunnar, virðast persónurnar ekki alveg ná takti við frásagnarháttinn. Bókin er forvitnileg en höfundur hefði mátt vinna textann betur því atburðir eru innbyrðis of líkir og aðalpersónan ekki nægjanlega skýr. Einnig hefði ég viljað sjá meira af umgjörð þessarar draumaveraldar þar sem klukkan í klukkuturninum: „tottaði snuð, felldi þung tár á meðan hún horfði á eftir þessum óteljandi barnavögnum. Svo sterk er þrá tímans eftir ungviðinu.“ (99) Marín G. Hrafnsdóttir TMM 1996:1 115
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.