Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 11

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 11
 Ólafía Einarsdóttir __________ 11 manninum og bauðst til þess að afhenda honum lyklavöldin, en vopnast í staðinn sjálf og leiða lið þeirra til víga. Frásögn í einni af Íslendingasögunum frá 10. öld (Laxdæla saga) lýsir vel, hve ginnheilög réttarstaða lyklakonunnar var. Maður, sem eiginlega var án fastrar búsetu en stundaði að nokkru fisk- veiðar, myrti vinnufélaga sinn án þess að til þess hefði legið bein ástæða. Hann leitaði því næst skjóls hjá fjar- skyldri konu, sem var húsfreyja á miðlungsstóru býli. Hún faldi manninn í læstu útihúsi á bænum án þess að nefna það einu orði við mann sinn, bóndann á bænum. Bóndinn varð felmtri sleginn, þegar hann komst að þessu, þar eð yfir honum vofði sök fyrir yfirhylmingu. Hér varð þó engu breytt: Konan hafði falið drápsmanninn bak við lás og slá og því fékk enginn hnekkt, ekki heldur bóndinn. Sögnin um Hjaðningavígin er lýsandi fyrir lyklavöld gyðjunnar Freyju, þar eð engum – ekki heldur Óðni – var auðið inngöngu í fagran bústað hennar í Ásgarði, ef hún lét loka dyrum og læsa. Af goðakvæðinu Völundarkviðu er jafnframt ljóst, að lykla skyldu menn ekki krefjast nema þeir eigi rétt til – að öðrum kosti mundu örlögin láta þeim hefnast fyrir. Í Eddukvæðum birtist enn fremur formleg staða lyklavalds eigin- konunnar. Í Rígsþulu, sem er mótuð af samfélagsmynstri um miðbik 10. aldar, nefnist verðandi eiginkona bóndans þannig „hanginlukla“ eða hin lykil- prýdda. Í Þrymskviðu frá miðri 11. öld er svo sagt frá því, að Þór skyldi ætíð skrýða hringlandi lyklakippu, þegar hann klæddist sem brúður. Einkennandi fyrir samfélagsmynstur á Norðurlöndum til forna er að þar endurspeglaðist gildi lyklavalds kvenna úr goðheimum. Á Íslandi höfðu konur svipuð lyklavöld og konur á öðrum Norðurlöndum. Á landnámsöld og öld- inni næst á eftir var samt sem áður rennt lagalegum stoðum undir stöðu húsfreyja á Íslandi, sem gáfu íslenskum húsfreyj- um umtalsvert meiri rétt en húsfreyjum annars staðar á Norðurlöndum. Á Íslandi var allsherjar löggjöf, þar eð lög voru borin upp til samþykktar á löggjafarsamkomu, sem fulltrúar allrar þjóðarinnar sóttu. Fyrsta lagasafn íslenska lýðveldisins, Grágás, var með verulegum breytingum og viðbótum grundvallað á Gulaþingslögum í Vestur-Noregi. Um miðja 10. öld höfðu þannig í stórum dráttum orðið til íslensk lög, en síðari viðbætur við þau lög kallast gjarnan „Nýmæli“. Þegar stuttu eftir 1100 voru þessi lög svo færð í letur. Í Grágás er auk velþekktra fyrir- mæla og banna, sem tekin eru eftir öðrum lögum, fjöldi alls kyns reglna um hegðun og leiðbeiningar, sem við gætu átt í margs konar hugsanlegum atvikum. Hinar margháttuðu leiðbeiningar, sem einkennandi eru fyrir Grágás, er einnig að finna í Festa-þætti en þar er fjallað um hjónabandslöggjöfina. Í þessum kafla Grágásar er fjöldi reglna, sem einungis eiga við eða snerta stöðu kvenna í hjónabandi. Með stoð í þessum reglum áttu íslenskar konur óvenjulega margra kosta völ til þess að ráða stöðu sinni. Konur gátu þannig frjálst valið milli séreignar og sameignar í hjóna- bandi. Veldu konur hið síðara og væru þær í sambýli við maka sinn, áttu þær kröfu til, ef þær svo vildu, að „ráða búráðum fyrir innan stokk“ og að auki ráða yfir mjólkinni úr mjólkurpeningi búsins. Hugtakið „innan stokks“ merkir fyrst og fremst innan húss, andstætt við „utan stokks“. Hliðstæð hugtök eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.