Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 17

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 17
 __________ 17 Síðrómverskur útskurður, austurlenskt dýraskreyti og klassísk myndbygging bræðast þar saman í stíl sem hefur tæknilega og listræna yfirburði, svo og kraftinn og hugmyndafræðina til að bera fram að kristnitöku um aldamótin 1200. Um átta alda bil tekst honum að verja tilvist sína og tilgang, ekki með óbilgirni, heldur frekar með því að vera síbreytilegur, sogandi til sín nýja hluti en fúlsa við öðrum, þannig að elsta útlit hans í Nydamstíl og Stíl I er þó nokkuð frábrugðið því sem að lokum gefur að líta í Hringaríkisstíl og Úrnesstíl. Frá endalokum Vesturrómar við lok 5. aldar þar til rómversk-kaþólska kirkjan festir sig í sessi á Norðurlöndum undir lok 12. aldar, brýst norræn skreytilist fram af listrænum lífsþrótti, með flækjum og fegurð, sem enn á vorum dögum vekur aðdáun og undrun. Skreytilist, eins og venja er að tala um, er að finna á vopnum og menjum, rist í stein, ofið í efni, skorið í tré á vögnum, sleðum og rúmfjölum, og víðar. Á sínu síðasta skeiði gefur að líta hana á kristnum kirkjum. Hana hefur verið að sjá allsstaðar, á öllu, umhverfis fólk í starfi og leik, stríði og friði, lífi og dauða. Hún ryður sér til rúms á tímum þjóðfélagslegra og stjórnarfarslegra umbyltinga, sem þjóðflutningar ger- manskra þjóða fólu í sér og líður undir lok þegar kristindómur og konungsvald ná kjölfestu á grundvelli þjóðlegrar einingar. Á lokastigi sest hún að í nýjum höfuðstöðvum guðsdýrkunar- innar, þ.e. kirkjunum, en þá er bundinn endi á frekari þróun hennar, því að henni er þá ekki lengur gert kleift að bæta við sig nýjungum. Úrnesstíllinn heldur sínu striki um tíma eftir að kristni tekur við en er síðan úr sögunni á 12. öld. Nýr stíll, rómanskrar ættar, kemur í hans stað. Við fyrstu sýn er breytingin þó ekki áberandi frá hinu stóra dýri og list- rænum vafningum þess til flókinna gróðurvafninga í rómönsku kirkjunum. Þessi munur er engu að síður afgerandi, því að við kristnitöku missir hið frjálsa og lifandi dýraskreyti merkingu sína og Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum Dýraskreyti og yfirskilvitlegur veruleiki þess Lotte Hedeager Norrænt dýraskreyti á sér upphaf í því umróti sem fylgdi hruni Vesturrómverska ríkisins og þróaðist í þeim breytingum sem urðu á samfélagi, stjórnarfari og hugarfari víða meðal íbúa í Evrópu. Skyndilega braust út stílfræðilega margbreytilegt tjáningarform og um leið marghliða og jafnframt myndríkt formmál, án þess að það hafi verið gefið hvaðan það kom eða hvar á meginlandi Evrópu það átti sér upprunaland.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.