Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 19

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Side 19
 um viðhorf til dýra og um hvaða merkingu þeim var lagt til (Morphy 1989, bls. 2). Norrænt dýraskreyti felur ekki bara í sér dýramyndir, heldur samanstendur einvörðungu af dýrum og er gagngert umritun á margþættu samsafni dýra- mynda. Þar gefur að líta bæði dýrin í heilu og hálfu lagi, dýrin stór og smá, í pörtum eða líffræðilega samhangandi dýr og jafnframt dýrahöfuð án líkama og höfuðlausa dýralíkama. Flókin mynstur tengjast hvort öðru og umlykja, og mynda með þeim hætti þéttriðna myndskreytingu. Þessi flókna birtingar- mynd, sem liggur óravegu frá því sem kalla mætti náttúrulega eftirhermun, afhjúpar þar með að stíltegundirnar eru ekki að reyna að herma dýrin sjálf. Öllu heldur verður myndin að skiljast sem andlegt birtingarform skepnanna, þ.e.a.s. að merkingin sem þær hafa til að bera sé falin í hinni listrænu tjáningu. Dýr sem eru samsett með flóknum hætti, geta tjáð veruleika sem er meira nákvæmur, afhjúpandi og vísar til fleiri heima en náttúrubundin myndbirting myndi nokkru sinni gera. Þar skapast tegundir sem skerast úr flokki með því að skara mörk þess „náttúrulega“ (Morphy 1989, bls. 5; Ingold 2000, bls. 130), til dæmis blend- ingar eins og fuglar með ormslíkama, fjórfætlingar með fugls höfuð, og í því getur verið um að ræða tengingu við tvo heima. Hin tvítengda framsetning speglar dulda merkingu, þegar mynd reynist vera birtingarform einhvers annars og eitt yfirborð svo að segja hylur annað. Fjölvísun þessi ljáir stílnum meiri kraft en gengur og gerist í rit- eða talmáli (Kristoffersen 2000, bls. 265; Lindstrøm & Kristoffersen 2002) og mætti sem sérstakur tjáningarmáti og merkingarbær stíltegund skoðast sem sjónræn hliðstæða háttar dróttkvæða (Andrén 2000, bls. 26). Það einkennir norrænan dýrastíl hvað hann er margslunginn og samfelldur um langan aldur (sjá t.d. Sahlin 1904; Roth 1979, 1986; Haseloff 1981, 1984) og jafnframt að hann er nátengdur yfir- stéttinni alla járnöldina, þ.m.t. víkinga- öld, en það bendir til þess að hann hafi verið þungamiðja menningarinnar. Sú staðreynd hve stíltegundirnar eru flóknar og margslungnar, gefur til kynna að þær feli í byggingu sinni æðri og óhlutlæg lögmál sem spegla félags- lega reglu og að öllum líkindum, en ef til vill ómeðvitað, undirstöðu alheims- ins (Roe 1995, bls. 58). Þrátt fyrir að vera formlegt mál á háu stigi stílfræðilega og óhlutbundið er samt hægt að greina náttúrulegar dýrategundir og flokka í stílfærðri mynd. Fuglinn, þ.e. ránfugl með bogið nef sitt, er ríkjandi fram að stíl víkingaaldar, en ormurinn einnig, sem tengist þó helst víkingatímanum (þó hafa dýrin í Stíl II ormslag). Þar fyrir utan sjást úlfur og svín, en sjaldnar þó (2). Sérlega tengist vopnabúnaði í Stíl II þrenningin: úlfur, svín og örn (Høilund Nielsen 1999). Stíltegundir víkingaaldar herma almennt séð síður náttúruna; ormslag („bandlaga dýr“) og „stóra dýrið“ ásamt „gripdýrum“ verða þá ríkjandi sem myndfræðilegar persónur (sjá t.d. Klindt-Jensen & Wilson 1965; Fuglesang 1982). Dýrin í skreytilistinni, hvort heldur unnt sé að bera kennsl á þau eða um sé að ræða ímyndaðar skepnur, koma alltaf fyrir sjónir sem ógnvænleg og árásargjörn, þ.e.a.s. að um er að ræða villidýr, oftast rándýr og ránfugla, enn alla jafna dýr valds og máttar. Af þeim dýrum sem teljast til Lotte Hedeager __________ 19 (2) Vendelstíll er venjulega notaður sem viðmið um dýra- skreyti þessa tíma- bils en sömu dýr er líka að finna í Stíl II frá Suður-Skandina- víu (Ørsnes 1966, tafla 1).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.