Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 21

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 21
 sem hafa að geyma þekkjanlegar goðsagnir eru aftur á móti sjáanleg í list járnaldar sem er náttúrugefin og veitir því frekar beinan aðgang að myndmáli sínu. Kingur hafa gegnum tíðina vakið athygli fyrir myndmál sitt og útlegg- ingar verið eftir því margvíslegar. Sögusvið þeirra virðist vera mynd- skreyting við helstu goðsögur nor- rænnar goðafræði, aðallega frásögnin af dauða Baldurs (sjá t.d. Ellmers 1970, bls. 210; Hauck 1978, bls. 210, 1994) og Tý sem – til að bjarga heiminum – gaf hægri hönd sína (sjá t.d. Oxen- stierna 1956, bls. 36; Ellmers 1970, bls. 202, 220; Hauck 1978, bls. 210). Þorri kinganna (C-brakteater) sýna það sem túlkað hefur verið sem konungur ásanna á hátindi sínum, þ.e.a.s. seiðmaður sem tengiliður tveggja heima (6) (sjá t.d. Hauck 1972, 1978, 1983; Hedeager 1997a, b, 1999). Hann er sýndur í fugls- hami, í fylgd stóra dýrsins sem virðist vera blendingur af hrossi og elgi (skeiðhestur með horn og skegg). Úr kjafti þess sést ósjaldan andatákn, þ.e. tákn þess að það hafi anda til að bera. Fuglinn er iðulega í hlutverki fylgdar- dýrs en auk þess ormur og enn sjaldnar er hægt að bera kennsl á fisk (7) (Hedeager 1999, bls. 229 o.áfr.). Hamskiptin, þ.e.a.s. persónur í fugls- mynd, eru ásamt fylgdardýrum grund- vallarþættir í samsetningu myndmáls- ins í hugmyndaheimi þessarar peninga- sláttu. Að sama skapi eru þau þunga- miðjan í þeirri trúarbragðasamsteypu sem mannfræði nútímans og trúar- bragðasagan kalla „sjamanismi“. En hugtakið mun héðan af einungis verða notað sem greiningartæki. Allt frá fólksflutningatímabilinu til víkingaaldar gefur að líta myndir af mönnum í dýrshami eða jafnvel dýrum í mannshami. Tengjast þessar myndir stríðsmenningu yfirstéttarinnar úr kuml- unum í Vindli á Upplandi, Valsgerði og Lotte Hedeager __________ 21 Mynd 2. Sprotar úr gulli frá Wurmlingen (Haseloff 1975). (6) Kathryn Starkey færir rök gegn túlkun Haucks á myndefn- inu frá C-mynd-flög- unum, að um sé að ræða Óðinn sem hug- lækni, og þykir henni ástæða til að draga í efa að yfirhöfuð sé um Óðinn að ræða (Starkey 1999). Hvort C-flögurnar birta mynd af Óðni sem huglækni eður ei, er ekki afgerandi í þessu samhengi, því að meginatriði þess- arar framsetningar er hamskipti og dýra- fylgja. (7) Ormslag eða slöngumynd sést m.a. á myntflögum (Hauck 1985-89, bls. 65, 94, 188, 286, 297 og 308); fiskur á mynd 33 og 37. Yngri myntflögur sýna oft uppleyst slöngu- mynstur. Og ormur er þar að auki á hjálmplötu frá Vals- gärde (mynd 19).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.