Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 28

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 28
 kjafti og klóm á fuglafylgjur annarra sjamana. Örninn er einn grunnþátta í stílfræðilegri og myndfræðilegri list frá yngri járnöld, oftlega í fylgd með úlfi og svíni eða manni, og á sinn sess í mannanafnahefðinni eins og áður segir einn eða í samsetningum við svín, úlf eða orm. Á hjálmum frá vendeltíma sjást myndir af hermönnum með hjálma skrýddum hornlaga og ormslegum rán- fuglshöfðum, og það sama er að segja um málmþrykkið frá Þórslundi. Eins og áður segir var fuglinn hluti af á- kveðnum samsetningum hjálmanna frá vendeltíma með því að breiðast yfir andlitið, vængirnir yfir og utan um augun, með annaðhvort fugla eða svín á vængbroddum fyrir gagnauga, við- kvæmasta blettinum á manni. Fugls- hamur var þó ekki séreign karlmanna, konur áttu það til að klæðast fuglshami, eins og sést á myndvefnaðinum frá Ásubergi (mynd 4). Gölturinn Svínið hefur verið harðgerast, bardaga- fúsast og þrjóskast dýra sem þekkt var á járnöld í Evrópu og því fullkomið tákn fyrir örlagatrú stríðsmanna, sem gefast aldrei upp, jafnvel gegn ofurefli og renna blint í dauðann. Gölturinn er til staðar í mannanöfnum (eofor) og prýðir hjálmkamba frá vendeltíma. Tacitus segir á 1. öld um bretóna, að stríðsmenn þeirra „beri myndir af svínum til merkis um trú sína, og er þetta vopn og verjur gegn öllu“ (Tacitus 45). Í túlkun sjamanismans færist táknrænn kraftur sem tengist dýrinu yfir á berandann. Fyrir stríðsmanninn þýðir þetta að honum er gert kleift að berjast í líki þessa dýrs. Þegar t.d. Bjólfur ber svínshjálm gefur að skilja að svínið á kambinum sýnir hinn yfirnáttúrulega kraft sem fylgir hjálminum: nánar til getið að gölturinn er fylgja þess er hann ber í orrustu (Glosecki 1989, bls. 190 o.áfr.; 2000, bls. 9 o.áfr.). Gölturinn er þar með ekki einungis tákn eða merki þess hvaða ætt eða konungi viðkomandi stríðsmaður fylgir, eins og tillaga sumra hefur hljóðað, þ.á m. Karenar Høilunds Nielsens (1999, bls. 332). Engu að síður virðist gölturinn tengjast Uppsala- konungum öðrum fremur; gullbaugur- inn Svíagrís átti Aðils konungur ef marka má Snorra og hefur hann tilheyrt erfðagripum eða konungsgripum Yng- linga; svínshjálmar eins og sá sem nefndur hefur verið Hildissvín (bar- daga-grís), auk svínshjálma sem sýndir eru á plötunum frá Vindli, og allt þetta má ef til vill líta í samhengi við Gullinbursta gölt Freys, og þá staðreynd að Ynglingar álitu sig komna af Yngva- Frey (Davidson 1988, bls. 49; Simek 1996, bls. 122, 147 og 306). Gullgrísinn sýnist líka holdgervast á hjálmunum frá Benty Grange; burstir hans eru úr gulli (Davidson 1988, bls. 50). Hermaður með svín á hjálmi sínum VAR fylgja sín, þ.e.a.s. að hann VAR villisvín þegar hann gekk til orrustu og tók á sig skaphöfn svínsins, eins og einmitt norrænir og fornenskir textar segja frá því; m.a. Bjólfur gekk í dauðann gegn ofurefli. Göltur tengist líka orrustu með öðrum hætti í orðinu svínfylking, sem lýsir oddmyndun herfylkja í orrustu (Davidson 1988, bls. 50). Í myndfræði Norðurlanda birtist svínsfylgjan með ótvíræðum hætti, þar sem hermenn á hjálmplötunum frá Vindli skrýðast svínshjálmum og eins og það sé ekki nóg, þá gefur þar líka að líta gölt með gríðarlegar vígtennur (mynd 3), ásamt einnig á einum vefnaði frá Ásubergi, aukreitis stílfært mjög á sylgjunni frá Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.