Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 30

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 30
 gleði. Sem fylgjudýr vernda þau her- manninn, sem með vopnabúnaði sínum og verjum skrýddum listaverkum aug- lýsir návist þeirra, og með nafni sínu að auki auglýsir fyrir umheiminum að hann hafi sömu skaphöfn og styrk. Heimsskilningur animismans eða anda- trúar, sem myndræn list járnaldar ber ótvírætt vitni um, væri óhugsandi án einhverskonar sjamaniskra trúarhug- mynda og hugarfars, en fylgja og hamskipti vega þar þungt. En hvorki fylgja né hamskipti virðast vera álitinn merki um galdur í fornsögum þar sem þau þó eru algengust. Þetta gefur okkur veigamiklar upplýsingar um það hvernig háttað var hugmyndum um samband manns og dýrs á eldri miðöldum (Price 2002, bls. 364). Þjóðtrú breytist á löngum tíma og norræna „sálarhugtakið“ lifði góðu lífi að því er virðist lengi frameftir í kristnu samhengi miðalda 13. og 14. aldar (Mundal 1974, bls. 15). Fugl og úlfur eru sem áður segir hefðbundinn hluti af þeim hjálpar- öndum í sjamanisma, eins og hann þekkist frá mörgum svæðum Evrópu og Asíu. Norræn heimsfræði forn virðist þannig séð ekki vera ýkja frábrugðin, og varla er að fyrirlíta, að dýr Óðins eru einmitt tveir hrafnar, Huginn (hugur, hugsun) og Muninn (minni), þ.e. fulltrúar andlegra eiginleika Óðins, ásamt tveimur úlfum, Freki og Geri, þ.e. gráðugir og frekir. Á meðal þeirra 177 þekktra Óðins-kenninga úr norræn- um bókmenntum eru ellefu sem vísa til hamskipta: í tveimur felst örn, í fjórum björn (ein þeirra hestur-úlfur-björn) og í fimm þeirra hrafn (9) (yfirlit fengið frá Price 2002, bls. 101 o.áfr.). Fugl, úlfur og björn eru ríkjandi dýrakenningar sem tengjast Óðni. Af þeim eru bæði fugl og úlfur þættir sem ganga aftur í list- tjáningu frá yngri járnöld; en aftur á móti vantar helstu frummynd allra sjamaniskrar verndarvætta, en það er björninn. Bjarndýrið Björninn er sú skepna sem einna helst líkist manninum. Hann gengur með iljunum rétt eins og maðurinn og skilur því eftir sig fótspor frá hæli að tám, og sveiflar jafnframt hrömmunum þegar hann gengur uppréttur. Höfuðlag hans er hnöttótt eins og það sé mannlegt, og hann getur hallað sér upp að trjábol þegar hann situr, hann elskar hunang, húnarnir sjúga móður sína og vein þeirra hjóma eins og barnsgrátur. Tjáningargeta hans er talsverð og tilfinningalíf og athöfn háþróuð. Bjarn- dýrið sýnist því m.ö.o. hálft í hvoru mannlegt. Um leið er hann „sterkur eins og björn“ og getur ef svo vill verið hættulegastur allra dýra á norðurhveli jarðar. Maðurinn var herra ræktaðs lands en að sama skapi var björninn konungur skógarins. Og báðir veiddu á veiðilendum hvors annars. Þvílík opin- ber samkeppni jafningja býður heim bæði ótta og gagnkvæma virðingu (Glosecki 1989, bls. 198 o.áfr.; Byock 1998, bls. XXV o.áfr.). Öllum öðrum dýrum fremur hefur björninn samband við sjamanisma og bjarnardýrkun mun ávallt tengjast sjamanisma á einhverju stigi. Veiga- mesta atriði sjamanisma er eins og kunnugt er, að sjamaninn getur dáið og snúið aftur í tölu lifenda, og á meðan farið sálförum um langan veg til ríkis hinna dauðu og tilbaka með þekkingu og skilning. Eins og sjamaninn fer björninn líka millum þessa heims og annars, þá er hann leggst í dvala á Af mönnum og dýrum og þess konar skepnum __________ 30 (9) Til samanburðar er athyglisvert að líta á kenningar um val- kyrjur en 21 þeirra er þekktar. Valkyrjur leggja líka stund á hamskipti. Eina dýra- kenningin sem nefnd er felur í sér hrafn, sem vísar til starfa þeirra í valnum. Aðrar kenningar fela allar í sér orrustu eða vopn (öxi, sverð, skjöld, brynju) (Price 2002, bls. 344 o.áfr.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.