Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 43

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 43
 þræði sem byggja á sögulegum raun- veruleika? Annað vandamál í þessu samhengi tengist skilgreiningum á hinum norræna heiðna átrúnaði en það lýtur að uppnefni hans sem „forns siðar“ og þar með sem „úreltum lifnaðarháttum“. Hinn forni siður felur með öðrum orðum í sér átrúnað en í íslenskum skáldskap miðalda kemur lítið sem ekkert fram sem í raun má tengja heiðnina við trúariðkun af einhverju tagi. Upplýsingar um heim ásanna eru nægar en þær eru engu að síður mjög takmarkaðar um það hvernig manneskjan tengdist þeim. Lengi vel hefur lausnin á þessum aðferðafræðilegu vandamálum verið sú að bera íslensku textana við aðrar sambærilegar heimildir og hefur það leitt í ljós að lýsingar á norrænum mönnum eru þær sömu í latneskum jafnt sem arabískum heimildum, s.s. örnefnum, rúnatextum og annarri orð- sifjafræði. Þetta staðfestir þar með að margt í íslensku textunum er ekki úr lausu lofti gripið, heldur er það á ýmsa vegu tengt norrænni fortíð úr heiðni. Engu að síður liggja önnur vandamál falin í samanburði sem þessum, vegna þess að hin sameiginlega mynd af átrúnaði norrænna manna á sér þröngan bakgrunn í tíma og rúmi og það eitt getur leitt til þess að hún verður of einsleit. Merking sögulegra skilgrein- inga felur það einnig í sér að tungu- málið sé mikilvægari en landfræðileg nærvera. Hin fjölmörgu indóevrópsku tungumál verða þannig sjálfkrafa að bakgrunni rannsókna á norrænum átrúnaði, óháð landfræðilegri staðsetn- ingu. Aftur á móti er oft, en þó ekki alltaf, litið framhjá tengslum við meira nærliggjandi byggðir Sama og Finna, þrátt fyrir að samskipti við þá hafi verið umtalsverð. Annað úrræði til þess að skoða nánar túlkun íslenskra miðaldatexta á nor- rænum átrúnaði felst í rannsóknum á áþreifanlegri efnismenningu frá heið- num tíma í Skandinavíu. Í þessu sam- hengi ber helst að nefna myndir, lík- neski og aðrar leifar frá átrúnaði en einmitt þessir hlutir hafa samt oft ekki verið nýttir sem skyldi, vegna þess að íslensku textarnir hafa verið í forgrunni. Þrátt fyrir að hlutirnir búi yfir bæði lýsandi og skýrandi upplýsingum af hinum norræna átrúnaði hafa þeir sjaldan gegnt afgerandi hlutverki við þess konar rannsóknir. Lengi hafa verið þekkt margvísleg vandamál varðandi íslensku mið- aldatextana en fyrir nokkrum áratugum komu upp á yfirborðið hugmyndir um það hvernig hægt væri að fást við þau á nýjum forsendum. Ástæðan var sú að þá komu fram ný sjónarhorn á trúna innan trúarbragðasögu, á sama tíma og efnis- menningin var litin öðrum augum innan fornleifafræði. Farið var að líta á trúna sem síbreytilega iðkun, í stað guðstrúar eingöngu. Afrakstur þessara breytinga var sá að hætt var að flokka helgisiði sem goðsagnir en í stað þess voru þeir meðhöndlaðir sem formlegar og merk- ingafullar athafnir. Með sama hætti breyttust viðhorf til efnismenningar innan fornleifafræðinnar. Áður var efnismenningin meðhöndluð sem óvirkar leifar um tækni, fjárhag og félagsleg samskipti, auk þess sem litið var á helgisiði sem hið óútskýranlega. Þegar breytingin á sér stað er farið að líta á hlutinn sem virkan þátt í sífelldum og síbreytilegum samskiptum fólks. Hluturinn býr nefnilega yfir merkingu sem getur kallað fram mjög flóknar hugmyndir. Eins og í mörgum öðrum __________ 43 Anders Andrén
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.