Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 49

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 49
 ríkisins. Með sama hætti hafa sumir fræðimenn lagt til að skandinavíski skáldskapurinn, með sínar flóknu myndlíkingar og bragarhætti, gæti hafa orðið til vegna fyrirmynda úr latneskum lofkvæðum. Svipaðar staðbundnar umbreytingar á rómverskum fyrirmyndum má greina innan trúarlega geirans, til dæmis varðandi skapgerð goðanna eða með tilkomu nýrra mynda goðlíkra vætta. Óðinn var goðlegt afl, vegna þess að hann er skilgreindur sem slíkur svo snemma sem árið 98 af rómverska söguritaranum Tacitus. En Óðinn bjó yfir mjög samsettum skapgerðar- einkennum og þess vegna hefur lengi verið rætt um það að rómverskar fyrirmyndir geti hafa blandast átrúnað- inum á hann. Sumir fræðimenn telja að rómverska keisaradýrkunin hafi verið fyrirmyndin að baki hugmyndinni um Óðinn sem æðri öðrum goðum, á meðan aðrir fræðimenn benda á Miþras- átrúnaðinn sem mögulega fyrirmynd hinna hrifnæmu og leyndardómsfullu þátta í skapgerð Óðins. Þessi framandi áhrif þýddu að táknmyndin Óðinn og sögurnar í kringum hann fóru að líkjast þeim frásögnum sem til eru varðveittar í yngri gerðum íslenskra fornbókmennta. Tákn Óðins voru hestur hans, spjót og tveir hrafnar en öll þessi séreinkenni má rekja til mynda frá 5. og 6. öld. Jafnvel er hægt að greina myndir af öðrum goðum, eins og Tý og Baldri, frá þessum tíma, sem sýna að yngri frásagnir í goðafræðinni byrja að mótast þegar á 5. og 6. öld. Sjálft fram- setningarformið í norrænni goðafræði varð einnig augljóslega fyrir áhrifum frá rómverskum myndum. Fyrirmyndirnar voru bronsstyttur og myndir á myntum og heiðursmerkjum, sem bárust til Skandinavíu á tímabilinu frá 2. öld til 6. aldar. Jafnvel helstu og algengustu helgi- siðirnir breyttust við samfundinn við Rómaveldi. Hinir hefðbundnu staðir umfangsmikilla helgisiða í Skandinavíu voru einkum mýrar og vötn. Að leggja gripi í votar grafir af þessu tagi er þekkt að minnsta kosti allt frá yngri steinöld, ca. 4500 f. Kr., og til loka víkingaaldar, ca. 1100 e. Kr. Slípaðar steinaxir, leir- ker, verkfæri, bronsgripir, vopn, dýr og í stöku skipti manneskjur hafa á ólíkum tímum verið lagðar í mýrar og vötn. Birtingarmyndir slíkra fórna eru mis- munandi eftir tímabilum og svæðum, auk þess sem innihald þeirra er mis- munandi. Hefðin fyrir stórum fórnum hverfur eftir stigvaxandi aukningu mjög stórra fórna með vopnum í grunnum vötnum í suðurhluta Skandinavíu 150- 450 e. Kr. Á einum 30 stöðum hafa vopn heilla herja fundist en svo virðist sem að þau hafi verið vísvitandi eyðilögð í trúarlegum tilgangi, jafnvel endurtekið á sömu stöðunum. Eitt ítarlega rannsakað dæmi um slíkt er Illerup í Ådal á miðju Jótlandi en þar hafa fundist tíu þúsund vopn frá ca. 200 e. Kr, öll saman á einum stað. Hefðina fyrir þess konar vopnafórnum, reyndar hinar minni gerðir þeirra, má rekja aftur á yngri bronsöld og eldri járnöld en stærri gerðir vopnafórna má augljóslega tengja við rómverskar herferðir, þar sem vopn sigraðra herja voru lögð í votar grafir sem helgidómar. Vopnafórnir aflögðust um 450 e. Kr. en um leið urðu aðrar fórnir af þessu tagi almennt dreifðari og færri. Á sama tíma birtist ný gerð helgisiðastaða með byggingum sem ætlaðar voru trúar- iðkunum, sk. blóthús (s. kulthus). Elsta þekkta dæmið um slíka byggingu er __________ 49 Anders Andrén
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.