Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 56

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Síða 56
 fjölskylduna eftir dauðann. Í byrjun 20. aldar komu nýjar hugmyndir fram frá frönskum félags- og mannfélagsfræðingum. Þessir frönsku fræðimenn gagnrýndu hug- myndir og túlkanir Tylors. Í stað þess að líta á trúarlegar hugmyndir í tómarúmi litu þeir á þær sem hluta af öðrum þáttum samfélagsins. Einn þessara frönsku fræðimanna var R. Hertz (1960) (1). Hann taldi trúna á líf eftir dauðann vera einskonar lausn á þversögninni um umbreytingu frá náttúru yfir í samfélag eða menningu. Með öðrum orðum fól dauðinn í sér að hið félagslega og menningarlega varð aftur hluti af náttúrunni. Van Gennep (1960) (2) var annar franskur fræðimaður sem m.a. rann- sakaði þróun í tíma ákveðins samfélags og með samanburðarfræðum komst hann að þeirri niðurstöðu að hægt væri að flokka trúarlegar athafnir eða helgisiði í þrjá flokka, eða helgisiði aðskilnaðar, umbreytingar og samruna. Allt lífið var háð þessum helgisiðum (f. les rites de passage). Fæðing, gifting og dauði eru nokkrir þeirra. Að athöfnum tengdum dauðanum væri hægt að skipta í nokkra flokka; dauða og greftrun með tilheyrandi aðskilnaðar-helgisiðum, sorg með tilheyrandi umbreytingar- helgisiðum og að lokum samruna-helgi- siðum, þegar hinn syrgjandi var aftur tekinn inn í samfélagið. Emil Durkheim (1964) (3) afneitaði algerlega hugmyndum Tylors um aðskilnað líkama og sálar og uppruna helgisiðanna í draumum og því að forfeðradýrkun væri hin upprunalega trú. Durkheim skipti líkama og sál út fyrir heilagar og veraldlegar athafnir í rannsóknum sínum. Hinn látni var þá heilagur á meðan á greftrun stóð og á meðan sorgarferlið stóð yfir, en hinir eftirlifandi voru veraldlegir. A. R. Radcliffe-Brown (1965) (4) var á meðal þeirra fyrstu sem afneitaði kenningunni um að rekja mætti uppruna hinna ýmsu greftrunarsiða til með- fæddrar hræðslu við lík. Við dauða hvers manns missti samfélagið hluta af sjálfu sér og ákveðið jafnvægi fór úr skorðum en náðist aftur, t.d. með hjálp helgisiða tengdum greftrun. Radcliffe- Brown var sammála Van Gennep og Emil Durkheim um að greftrunarsiðir endurspegluðu samfélagslega og trúar- lega skoðun til varnar eða viðhalds samfélaginu (sjá Radcliffe-Brown 1965, bls. 157). Radcliffe-Brown var býsna hrifinn af kínverska heimspekingnum Hsün Tzû sem uppi var á 3. öld fyrir Krist. Tzû sagði m.a. í bók sinni Book of rites: „Ceremonies are the bond that holds the multitudes together, and if the bond be removed, those multitudes fall into confusion“ (Radcliffe-Brown 1965, bls. 159). Radcliffe-Brown gerði þetta að sínum orðum. Við erum í raun háð trúarbrögðum í hvaða formum sem þau kunna að birtast okkur. Boris Malinowski (1948) leit öðru- vísi á hlutina. Hann tengdi greftrunar- siði við sjálfsbjargarviðleitnina, lífræna galla og tilfinningalega upplifun. Að allt sem tengdist dauðanum væri ævin- lega tengt sálfræðilegum truflunum hjá hinum eftirlifandi. Hann taldi að til væri meðfædd hræðsla við lík og dauðann. Jack Goody (1962) hélt kenningunni um andstæðurnar líkama og sál og tengslin við draumana á lofti. Hann útskýrði mun á greftrunarsiðum með mun á félagslegum tengslum innan fjölskyldunnar sem átti rætur sínar að rekja til arfsreglna og valdahlutfalla í samfélaginu (Goody 1962, bls. 434 __________ 56 Kuml og samfélag (1) Ritgerðin sem vís- að er til kom fyrst út á frönsku árið 1907. (2) Upphaflega kom bókin út á frönsku 1909. (3) Bókin kom fyrst út á frönsku 1912. (4) Upphaflega flutt sem fyrirlestur 1945.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.