Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 64

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 64
 breytingar og þróun, klætt þau í keisarans föt og kallað skapnaðinn þróunarhyggju, dreifihyggju eða virkni- hyggju. Truflandi og oft á tíðum ósýnilegir þættir, og af þeim sökum órannsakanlegir, gátu t.d. verið til- viljunarkenndar ákvarðanir einstaklinga í valdastöðum. Slíkar ákvarðanir gátu haft gríðarleg áhrif á samfélagið og þróun þess. Hér er þó á engan hátt verið að lýsa því yfir að nota eigi hinn þjóðfræðilega efnivið gagnrýnislaust og sem sannanir fyrir félagslegum ferlum á forsögulegum tímum, öðru nær. Þó ekki sé hægt að benda nákvæmlega á hvar vandinn liggi, felst lausnin líklega í frekari þróun kennilegrar nálgunar og aðferðarfræðilegrar þróunar og að- lögunar. Að þessu leyti er contextual fornleifafræði á réttri leið. Jankavs vísar til rannsókna Hodders í Afríku þar sem Hodder telur hinar þjóðfræðilegu-fornleifafræðilegu niður- stöður eigi ekki að nota við beinan samanburð, heldur sem aðferðafræði- lega tilraun til að sjá hvernig vissar tegundir af gripum og skreyti þeirra eru notaðir til að viðhalda valdi eða til að breyta félagslegum tengslum (Jankavs 1987, bls. 79). Hér er gengið út frá því að Hodder telji að eigin niðurstöður séu nýtanlegar á fornleifafræðilegan efni- við. Í raun er verið að tala um lög eða reglur og með því er Hodder fórnarlamb eigin gagnrýni sem hann hefur haft um Nýju fornleifafræðina, sem leitaði einmitt almennra reglna eða laga um fortíðina, laga sem ekki eru til skv. Hodder. Mannfélagsfræðin fæst við ástand eða augnabliksmyndir, hún rannsakar samfélag sem er í status quo ástandi. Breytingar í tíma eru ekki hluti af hugarheimi mannfélagsfræðinnar. Þar er fornleifafræðin hins vegar á heima- velli. Hún fæst við tímabil og breyt- ingar á þeim. Þessi skilgreining hefur verið sæmilega viðurkennd og í ljósi hennar talið að ákveðin þversögn liggi í þessum skilgreiningum og ákveðin andstaða væri til staðar milli þessara tveggja póla. Gröf eða kuml er að vissu marki ákveðin augnabliksmynd af ákveðnum atburði og til þess að gefa því dýpt í tíma þarf að bera það saman við kuml frá öðrum tíma, sem einnig eru ákveðnar augnabliksmyndir. Þannig geta tvær augnabliksmyndir gefið mynd af ferli í tíma og þar með þróun. Við þetta kemur nýtt vandamál upp á yfirborðið varðandi aldursgreiningar kumla. Þau mega ekki vera samtíða en gæta þarf að því hversu stórt þarf bilið að vera og hversu öruggar aldurs- greiningarnar eru. Er eitthvað vit í því t.d. að bera saman stórsteinagröf frá yngri steinöld og kuml frá víkingaöld? Margt efnilegt og gjöfult kann að leynast í mismuninum á fornleifa- og mannfélagsfræðinni. Mannfélagsfræðin hefur sýnt fram á hve óhemju marg- breytilegir greftrunarsiðir kunni að vera á ákveðnum tíma, nokkuð sem forn- leifafræðin ræður ekki við og hún horfir því gjarnan fram hjá. Ef hvert eitt augnablik er söguleg niðurstaða og lesa mætti hina ýmsu kóða augnablikanna og sjá samhengi þeirra í tíma og rúmi, hlyti það að hafa afar góðar afleiðingar í för með sér fyrir fornleifafræðina sem svo oft vantar marga af þessum atriðum. Atriði sem gátu hafa verið til staðar í upphafi en eru yfirleitt horfin þegar rannsókn hefst. Hér er átt við gripi sem hafa horfið, eða breytt samhengi gripa, tíðni þeirra og annað sem horfið hefur í tímanna rás, t.d. mannvirki eða hluti þeirra. __________ 64 Kuml og samfélag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.