Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 66

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Qupperneq 66
 ekki nema rétt rúmlega 300 frá u.þ.b. 150 ára tímabili. Það er varla nokkur spurning að þessi fjöldi er aðeins hluti hins raunverulega fjölda. Mjög líklegt er að menn hafi þegar til forna rofið kuml í leit sinni að fjársjóðum, vopnum eða öðru því sem áhugavert gat talist og viðkomandi haft grun, og jafnvel vitneskju, um að kynni að finnast þar. Slíkt er vel þekkt í nágrannalöndum okkar. Í þjófabálki Jónsbókar segir: „Nú brýtur maður haug eður grefur jörð maður að ólofi þess er á til fjár, færi þeim er jörð á slíkt er hann fann og leggi á landnám og jarðarspell þeim er jörð á“ (Jónsbók 2004, bls. 246). Þetta bendir óneitan- lega til þess að margir hafi talið að kuml kunni að hafa geymt eitthvað fémætt og landeigendur því talið nauðsynlegt að standa vörð um þessi „hlunnindi“. Kumlarannsóknir á Íslandi fóru hægt af stað og segja má að kuml hafi skipt talsvert minna máli í störfum fornleifafræðinga á Íslandi miðað við önnur Norðurlönd. Ástæðan er í fyrsta lagi sú að íslensk kuml eru tiltölulega fá, einföld að gerð og finnast ekki svo auðveldlega, og hins vegar að ritaðar heimildir hafa þótt gefa mun gleggri mynd að samfélagi því sem hér ríkti á víkingaöld. Þó hér verði ekki farið nánar út í samanburð á þessu tvennu, skal bent á að sú mynd sem fræðimenn sumir hverjir hafa dregið upp af íslensku víkingaaldarsamfélagi, fæst ekki alveg staðfest af kumlum (sjá Bjarni F. Einarsson 1995, bls. 63). Kannski er ástæðan sú að við höfum ekki lært að spyrja réttra spurninga við kumla- rannsóknir og að sú mynd sem við höfum úr rituðum heimildum hefur byrgt mönnum sýn, nema hvort tveggja sé. Bein áhrif mannfélagsfræðinnar á íslenska fornleifafræði hafa aldrei orðið merkjanleg og það kann að útskýra eitthvað. Fyrsta þekkta samantektin á ís- lenskum kumlum mun vera óbirt ritgerð Jóns Ólafssonar Grunnvíkings frá því um 1753 (Adolf Friðriksson 1994, bls. 76). Ritgerð þessi birtist svo í Antiq- variske Annaler 1815 (Jón Ólafsson 1815). Jón telur upp um 40 kuml á u.þ.b. jafn mörgum stöðum og notar þar heitin haugur, leiði og dys jöfnum höndum. Athyglisvert er að í Eyja- fjarðarsýslu, kumlaríkustu sýslu lands- ins, telur Jón aðeins upp tvo hauga, Skiphól í Svarfaðardal og nafnlausan haug í Grímsey (1815, bls. 36-37). Í báðum haugunum fundust skírnarfontar (Jón Ólafsson 1815, bls. 191-192). Stuttu síðar tók Finnur Magnússon saman skrá um tillögu sína að friðun fornleifa á Íslandi fyrir hina dönsku fornleifanefnd (Frásögur um fornaldar- leifar 1983, bls. 615-639). Gerði hann þetta áður en nefndin sendi formlegar fyrirspurnir til íslenskra embættismanna nokkrum árum síðar. Ritgerð Jóns Ólafssonar liggur til grundvallar við skrá Finns þegar kemur að haugum eða kumlum. Finnur telur upp tæplega 50 hauga eða kuml sem oft bera nöfn þeirra sem þar eiga að vera heygðir, alveg eins og Jón gerði. Sumt af því er greinilega seinni tíma dysjar, annað trúlega önnur mannvirki og enn annað náttúrunnar smíð. Merkilegt er hve margir haugar eða kuml eru taldir vera í Ísafjarðarsýslu, eða um tólf haugar og tíu í Húnavatnssýslu. Þetta er talsvert á skjön við þá vitneskju um dreifingu kumla í dag. Í svörum íslenskra embættismanna __________ 66 Kuml og samfélag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.