Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 68

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Blaðsíða 68
 Hann hafði mörgum árum áður skrifað mjög þýðingarmikla bók um norsk kuml, Vestlandske graver fra jern- alderen (Schetelig 1912). Það var fyrsta allsherjar úttektin á kumlum í þessum landshluta í Noregi og hafði gríðarleg áhrif á þekkingu fræðinga á kumlum. Þess má geta að þá voru engin kuml, eða því sem næst, þekkt úr Norður- Noregi. Schetelig nefnir ekki fjölda kumla á Íslandi en rekur helstu einkenni þeirra og lýsir að nokkru leyti haugfé. Trúlega er hann fyrstur, eins og að framan greinir, til að draga félagslegar ályktanir af gerð kumlanna en hann segir: Að ytra útliti eru dysjarnar frá heiðni ætíð óálitlegar. Grafirnar eru luktar litlum grjóthrúgum og grasþökum, og eru nefndar dysjar á Íslandi, en oft eru slíkar dysjar að eins lágar, steinlagðar hvirf- ingar, sem eru naumast hærri en svæðið umhverfis; eða grafirnar geta verið blátt áfram grafnar niður í jarðveginn undir flötu yfirborði. ...Íslendingar hafa í því tilliti verið alveg lausir við allan metnað, og má segja, að hin einfalda, hógværlega gerð á dysjunum sje einkennandi þáttur í þessu nýja þjóðfjelagi þeirra allan fyrsta hlutann af lýðveldistíma- bilinu (Schetelig 1939, bls. 7-8). Vel má taka undir fyrri hluta kaflans en varla þann hluta hans sem varðar metnaðarleysið. Um það gætu allt önnur lögmál hafa gilt, eins og þau sem reifuð hafa verið hér að ofan. Í stað íburðar í sjálfum kumlunum gat íburðurinn verið lagður í eitthvað annað, t.d. erfidrykkju, fórnir eða athafnir nærri kumlinu, svo eitthvað sé nefnt. Það er skemmtileg tilviljun að einmitt árið sem grein Scheteligs kom í Árbókinni 1939, tók Kristján Eldjárn þátt í sínum fyrsta uppgrefti á Íslandi, á Stöng í Þjórsárdal. Áður hafði hann verið á Grænlandi með Aage Roussell, hinum sama og gróf á Stöng. Hugsan- lega kveikti grein Scheteligs áhuga Kristjáns á því að kanna íslensk kuml frekar. Telja má mjög líklegt að Kristján hafi haft bók Scheteligs, Vestlandske graver fra jernalder sér til fyrirmyndar þegar hann skrifar Kuml og haugfé. Í Kumli og haugfé hefur fjöldi kumla aukist verulega frá yfirliti Kålunds eða í 246 kuml á 123 stöðum (Kristján Eldjárn 1956, bls. 8, 194). Í annarri útgáfu Kumls og haugfjár árið 2000 voru kumlin orðin 316 á 157 stöðum (Kristján Eldjárn 2000, bls. 255). Næsta dæmi um heildaryfirlit yfir kuml er að líkindum námsritgerð (fil. kand.) Margrétar Hallgrímsdóttur frá árinu 1986. Þá er fjöldi einstakra kumla 314 og staðir með kumlum 158 (1986, bls. 6). Í ritgerð Margrétar er reynt að vinna talsvert mikið með kumlin á tölfræðilegan hátt en gröf og skýringa- myndir notaðar í mun ríkara mæli en áður hafði sést í íslenskum kumla- rannsóknum. Sjálfur fjallaði höfundur mjög stutt- lega um kumlatalið íslenska árið 1989 og nokkuð ítarlegar 1995. Þá er fjöldi kumlastaða einnig 158 og heildarfjöldi einstakra kumla 304 (Bjarni Einarsson 1995, bls. 53). Ástæða ósamræmisins í fjölda kumla og kumlastaða er mis- munandi skilgreiningar á því hvenær fundur telst til kumla og hvenær ekki. Einnig hefur höfundur fjallað um sambandið á milli bæjar og kumls í __________ 68 Kuml og samfélag (6) Það má þó ætla að yfirlit yfir öll þekkt kuml á Íslandi hafi verið í meistararitgerð Kristjáns frá 1944.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.