Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 81

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2007, Page 81
 njóta þeirra og notkun eins rýrir möguleika annars á nýtingu. Flestar vörur á markaði eru einka- vörur. Það er ekki gerlegt að fella allt í menningu undir hrein al- mannagæði því margt í menningu eru einkavörur eins og tónleikar og listsýningar. Slíkir menningarlegir atburðir eru ófullkomin almanna- gæði (Ágúst Einarsson, 2005). Eitt sinn voru Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands undir sama hatti og stundum hafa skil á milli listaverks og forngrips verið óljós. Listaverk fellur í senn undir mat á verði og virði. Lista- verk getur flokkast undir þjóðarger- semar. Sífellt fleiri telja að kaup á listaverki sé einnig fjárfesting. Eigandi listaverkasafns getur auðgast verulega á sölu þess. Oft hefur það verið gagnrýnt að bankar taki illseljanlega fasteign framyfir slíkt safn þegar lántakandi þarf að útvega veð vegna peningaláns; í augum auðhyggjunnar sé steinsteypa eða landspilda eina raunverulega fjár- festingin (8). En hvernig tengist þetta forngripum? Listaverk má hver sem er kaupa og þau eru gjarnan framleidd með það í huga að þau verði seld. Siðferðisumræða varðandi þau snýst að mestu leyti um upprunaleika. Oft er því fleygt að hollenski listamaðurinn Van Gogh hafi einungis selt eina mynd í lifanda lífi. Engu að síður hafa myndir eftir hann gengið kaupum og sölum í gegnum tíðina. Ekki hefur þótt ástæða til að staldra við og velta fyrir sér hvort listamaðurinn hafi viljað að óseldu verkin yrðu söluvara; flestir telja verk Van Gogh einfaldlega ekki hafa verið metin að verðleikum af samtíðar- mönnum hans. Margir forngripir eru smíði handverksmanna. Málmgripurinn í moldinni var ef til vill upphaflega keyptur á markaðstorgi og var söluvara rétt eins og listaverkið. Uppruninn, eða eigendasagan, er einungis glataður; smíðagripurinn hvarf úr sögunni en verður aftur hluti af henni sem fornleifar. Listin verður að þjóðmenn- ingu. Einkavaran verður almannagæði. Vald, verð og virði Getur virði grips verið jafn umdeilan- legt og verð? Menningarleg og þjóðleg tákn hafa mun skýrari tengingu við vald en þjóðþekkt listaverk. Þess eru mörg dæmi að fornleifar hafi verið notaðar í þeim tilgangi að vekja þjóðerniskennd eða réttlæta hernað gegn annarri þjóð eða þjóðfélagshópum. Gripir geta orðið þjóðartákn (Müller-Wille, 1996; Layton et al., 2006). Sé hægt að ímynda sér þjóðmenningarlegan valdapýramída hér á landi þá tróna fornleifar þó líklega ekki á toppnum, heldur hlutir sem í senn eru forngripir, smíðagripir, lista- verk og bækur. Hlutir sem lærðir menn keyptu af almenningi fyrir reiðufé en urðu seinna ómetanlegir. Heimkomu handritanna er viðhaldið sem einum merkasta atburði Íslandssögunnar. Hið þjóðmenningarlega tákn verður ekki metið til fjár. Gildi þess er annað og meira, það er hluti af minni þjóðarinnar. Minni á stóran þátt í sköpun og viðhaldi þjóðar og þannig geta minni og pólitískt vald haldist í hendur (sjá Steinunn Kristjánsdóttir, 2004). Í veröld þar sem siðferðisleg gildu réðu alfarið ferðinni þætti líklega ekki réttlætanlegt að meta ætlaðar þjóðar- gersemar til fjár. Gripir, sem margir myndu flokka sem þjóðardýrgripi, eru hins vegar falir um víða veröld, bæði eftir löglegum og ólöglegum leiðum. Hlutast hefur verið til um að kaupa íslenska gripi – þjóðargersemar - og Dagný Arnarsdóttir __________ 81 (8) Hér er einungis vitnað í lífsseigan almannaróm.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.