Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 14

Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 14
Ég er eins árs á Satúrnusi Sævar Helgi Bragason hefur verið kallaður „Sólmyrkva-Sævar“ eftir óeigingjarnt starf við að gera íslenskum börnum kleift að njóta sólmyrkvans. Sævar á sjálfur fjögurra ára son en eitt fyrsta orðið sem hann lærði var „tungl.“ Sævar hefur frá unga aldri verið heillaður af himingeimnum og segir einstakt að sjá Satúrnus í gegn um sjónauka. Hann er í sömu sporum og svo margir ungir Íslendingar að vera í hinum mestu erfiðleikum við að kaupa eigið húsnæði. Sævar er þrítugur í jarðarárum sem jafngildir því að hann sé eins árs á Satúrnusi. É g hef haft áhuga á stjörnu-fræði frá því ég man eftir mér,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnu- skoðunarfélags Seltjarnarness. „Fjögurra ára gamall var ég uppi í sumarbústað í Brekkuskógi með mömmu, pabba, ömmu og afa, og fór út að horfa á stjörnurnar. Ég varð alveg heillaður og spurði hvað þetta væri eiginlega á himninum. Sex ára gekk ég í skólann á morgn- ana og horfði meira á stjörnubjart- an himininn en gangstéttina. Ég var átta ára þegar ég kíkti í gegn um sjónauka í fyrsta skipti og sá Satúrnus með öllum hringjunum í kring. Þetta var það flottasta sem ég hafði nokkurn tímann séð. Svona horfir maður beinlínis inn í annan heim. Ég mæli með því að allir upplifi það minnst einu sinni á ævinni að sjá sólmyrkva og skoða Satúrnus í gegn um sjónauka.“ Sævar hefur verið kallaður Sólmyrkva-Sævar í kjölfar þeirrar óeigingjörnu vinnu sem hann og félagar hans í stjörnuskoðunar- félaginu lögðu í til að færa börnum þessa lands þá upplifun að sjá sól- myrkva, og í sumum af þeim kveðj- um sem sjást á Facebok-síðunni hans leggur fólk til að hann verði valinn maður ársins. Sævar segist auðmjúkur ekki vera mikið fyrir titlatog. „Það dýrmætasta var að fá myndir frá skólastjórum um land allt af börnum með sólmyrkva- gleraugu að horfa á sólmyrkvann,“ segir hann. Hafnað af stórfyrirtækjum „Ég hef ekki haft undan að svara kveðjum á Facebook og held að þær nemi hundruðum. Sú áhrifa- mesta er sennilega kveðja frá móðir tveggja langveikra barna sem sendi mér skeyti þar sem hún þakkaði fyrir að hafa fengið sólmyrkvagleraugu í leiksóla barnanna sinna því það er ekki vitað hvort þau lifi þar til næsti sól- myrkvi verður. Það var erfitt að fá þessa kveðju en líka mjög gleðilegt og ég hreinlega táraðist,“ segir Sævar. Hann ákveður að taka strax fram að hann tárist nú ekki oft, en hann lýsti því yfir á Twitter eftir sólmyrkvann að hann hefði tárast þá um morguninn þegar hann sá hversu heiðskýrt var og því ljóst að markmiðið væri orðið að raunveru- leika - að sýna tugum þúsunda ís- lenskra barna sólmyrkva. „Það var búið að vera svo mikið að gera, svo gríðarlega mikið áreiti, þakklæti en líka hörð gagnrýni að ég bara táraðist þegar ég vissi að þetta myndi allt ganga upp. Ég táraðist þegar sonur minn fæddist, ég táraðist þá og ég táraðist þegar ég fékk þessa kveðju frá móðurinni,“ segir hann. Hugmyndin að því að gefa öllum skólabörnum sólmyrkva- gleraugu kviknaði fyrir um ári. „Það var eina andvökunóttina en ég fæ oft mínar bestu hug- myndir, að mínu mati, þegar ég er andvaka. Mér datt í hug að finna leið til að fá heilt land til að velta sér upp úr sólmyrkva og vísindum og náttúrunni í heila viku. Ég sendi styrkumsóknir um allt og fékk ýmist neitun eða ekkert svar. Þetta kom mér mjög á óvart. Án þess að nefna nein nöfn þá sendi ég umsóknir til íslenskra stór- útbúa glæsilegustu stjörnuskoð- unastöð landsins, og ég starfa þar við að fræða ferðamenn um stjörn- urnar og norðurljósin öll heiðskír kvöld,“ segir hann. Um tíma stóð hreinlega til að Sævar myndi nota sitt eigið sparifé í verkefnið þar sem hann hafði einstaka ástríðu fyrir því en af varð að þeir pönt- uðu aukaupplag af sólmyrkvagler- augum sem þeir seldu til að eiga fyrir því að gefa skólabörnunum gleraugu. „Þetta heppnaðist stór- kostlega og ég vona að við höfum sýnt þessum stórfyrirtækjum sem neituðu okkur um styrk í tvo heima í bókstaflegri merkingu,“ segir hann kankvís. Síðustu tvær vikurnar fyrir sólmyrkvann voru gríðarlega annasamar hjá Sævari. „Síminn byrjaði að hringja fyrir klukkan átta á morgnana og þrátt fyrir að vera í símanum allan dag- inn var ég með allt að 70 ósvöruð símtöl á hverjum einasta degi. Þetta var fólk sem vildi nálgast gleraugu, fólk sem vildi fá upp- lýsingar og einstaka aðilar sem skömmuðu okkur fyrir að hafa ekki útvega nóg af gleraugum,“ segir hann og rifjar upp að hann hafi verið sakaður um mannrétt- indabrot með því að útvega ekki öllum leikskólabörnum gleraug- um. „Þetta var svakalegt. En sem betur fer voru flestir ánægðir,“ segir hann. Bók á leiðinni Sævar er þrítugur en fagnar 31 árs afmælinu þann 17. apríl. „Ég er eins árs á Satúrnusi,“ segir hann og ég hvái. Hann útskýrir: „Sat- úrnus er 30 ár að fara í kring um sólina. Ég er 15 ára á Mars og rétt rúmlega hálfs árs á Júpíter. Fólk sem hefur áhyggjur af aldrinum getur fara miðað sig við aðrar reikistjörnur.“ Hann er einhleypur, á fjögurra ára son og er í góðu sambandi við barnsmóður sína. „Við fluttum saman til Svíþjóðar og ætluðum að fara í nám en svo slitn- aði upp úr þessu hjá okkur. En við eigum þennan yndislega son sam- an. Hann er núna hjá mér á pabba- helgum en mamma hans er að fara að flytja nær okkur í Hafnarfirði og þá verðum við með hann sitt- hvora vikuna,“ segir hann. Eftir að Sævar flutti aftur heim frá Svíþjóð hafði hann ekki efni á að kaupa sér íbúð og flutti aftur heim til pabba og mömmu, og er á fullu að safna sér fyrir íbúð. „Ég er í sömu spor- um og flestir ungir Íslendingar á mínum aldri sem eiga erfitt með að safna sér fyrir íbúð. Og þótt ég hefði sannarlega eytt sparifénu í að kaupa þessi sólmyrkvagleraugu þá er ég samt ánægður með að ég þurfti þess ekki,“ segir hann. Ástríða Sævars er ekki aðeins himingeimurinn heldur að miðla þekkingu sinni, en hann starfar á verkfræði- og náttúruvísinda- sviði Háskóla Íslands, tekur þátt í Vísindasmiðju, Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og öðrum verkefnum. Sonur Sævars hefur ekki farið varhluta af fræðsluþörf föðurins en eitt fyrsta orðið sem hann lærði að segja var „tungl“ og tveggja ára gamall var hann farinn að benda leikskólafélögunum á tunglið. „Hann sá líka sólmyrkv- ann og ég er þakklátur fyrir það,“ segir Sævar. Þessa dagana er hann að hefja vinnu við vísindabók með Vilhelm Antoni Jónssyni, sem hefur sent frá sér bækur undir heitinu Vísinda-Villi. „Þetta er mjög spennandi verkefni og von- andi kemur bókin út fyrir jólin,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Sævar Helgi Bragason man eftir sér fjögurra ára gömlum að horfa upp í stjörnubjartan himininn algjörlega heillaður. Átta ára sá hann Satúrnus í gegn um sjónauka og ekki varð aftur snúið. Ljósmynd/Hari fyrirtækja sem tengjast menntun, vísindum og tækni. Þau sögðu öll nei. Á endanum var það aðeins Friðrik Pálsson á Hótel Rangá sem lagði til fjórðung af því sem við þurftum en þar er nýbúið að 14 viðtal Helgin 27.-29. mars 2015 www.rekstrarland.is Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 43 14 1 Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.