Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Side 26

Fréttatíminn - 27.03.2015, Side 26
á viðtalinu stendur. Glódís er með það sem kallast tvíþættur vandi, hún er fíkill með geðsjúkdóm, en mikið hefur verið kallað eftir sérstökum úrræðum fyrir þennan hóp ung- menna. Í geðhvörfum er Glódís oftar í maníu en þunglyndi, en hefur þó ítrekað fengið sjálfsvígs- hugsanir þegar hún er sem mest niðri. „Ég fékk ekki greiningu á geðhvörfunum fyrr en í janúar 2012. Það er líka mjög erfitt að greina geðsjúkdóma þegar fólk er í mikilli neyslu því þetta eru jafnvel sömu einkennin. Ég fór þá upp á bráðamótttöku geðdeildar og var kominn á þann stað að ég vildi einfaldlega drepa mig.“ Hún á fimm ára son sem þarna var þriggja ára og hún útskýrir að í mesta þunglyndinu virðist sjálfsvíg einfaldlega vera besta leiðin. „Þetta er bara rörsýn á að sjálfsvíg sé eina lausnin því ástandið sé ekki að fara að lagast. Þegar ég fór í þetta skipti upp á bráðamóttöku var ég búin að skaða sjálfa mig með því að skera í fótleggina á mér og var öll í sárabindum. Ég var edrú á þessum tíma en mundi samt ekkert eftir að hafa skorið mig. Læknirinn vildi þá láta athuga hvort ég væri með geðhvörf. En ég var samt ekki lögð inn heldur send heim og sagt að hafa sam- band ef ástandið versnaði.“ Þreif alla íbúðina um miðja nótt Hún byrjaði að reykja hass þegar hún var í 8. bekk og nálgaðist botninn á hraðbyr. Glódís bjó í Bökkunum í Neðra-Breiðholti og gekk í Breiðholtsskóla en var sett í sérdeild og síðan í sér- stakan skóla fyrir börn með hegðunarerfiðleika og neyslu- vanda, Bjarkarhlíð, en svo vildi til að þar lenti hún í bekk með þeim tveimur stúlkum sem hún var í hvað mestri neyslu með en þær höfðu báðar verið reknar úr sínum skólum. „Ég byrjaði fljótt að neyta sterkari efna. Á virkum dögum var ég mest að reykja hass en um helgar fengum við okkur í nefið.“ Glódís segist alltaf hafa átt auðvelt með að eignast vini en henni hafi gengið illa námslega og átt erfitt með ein- beitingu. Eftir á að hyggja segir hún augljóst að hún hafi verið með geðhvörf. „Kærastinn minn tekur stundum dæmi af maní- unni hjá mér þegar ég vaknaði klukkan þrjú um nóttina, þreif alla íbúðina og dró hann og strák sem var að leigja með okkur út í bíltúr. Þeir ætluðu ekki að nenna þessu en ég sagðist bara rétt ætla út í búð. Ég keyrði hins vegar á Þingvöll og við komum ekki aftur fyrr en klukkan átta um morguninn. Þetta var bara fyrir ári síðan. Á átján ára afmælinu mínu fékk ég rúmlega milljón greitt út af söfnunarreikningi sem hafði verið lagt inn á frá því ég fæddist. Á einni viku eyddi ég öllum þessum peningum, ég leigði hótelherbergi og keypti fíkniefni. Planið var að ég myndi nota þennan sjóð sem innborgun í íbúð og ég var á frekar miklum bömmer eftir að hafa eytt þessu öllu í rugl.“ 16 ára vinkona seldi sig Hún segir undirheima Reykja- víkur vera gríðarlega ofbeldis- fulla og margt slæmt sem hún hafi horft upp á. Eitt það alversta segir hún vera að horfa upp á ungar stelpur selja sig fyrir eitur- lyfjum. „Ég bjó um tíma í litlu herbergi í Árbænum. Það sýnir sig hvað standardinn minnkar þegar maður er í neyslu því þetta var svo óhreint, varla hægt að ganga á gólfinu fyrir drasli og lífríki að myndast í glösunum, en mér fannst þetta bara fínt. Ég myndi ekki stíga þarna inn fyrir í dag. En þangað kom vinkona mín stundum í heimsókn þegar hún var að fara að hitta kúnna. Hún var sextán ára sprautufíkill og var að vinna fyrir einhvern við að selja sig. Hún fékk bara lykla að íbúð í Árbænum og tók strætó þangað til að hitta kúnnana. Hún var auðvitað ekki nógu gömul til að keyra og var ekki komin með bílpróf. Ef strætó kom snemma kíkti hún stundum til mín fyrst. Þessi stelpa er enn í neyslu.“ Glódís segir þá sem ekki hafa verið í neyslu oft eiga erfitt með að skilja hvað það getur verið erfitt að hætta. „Mörgum finnst erfitt að hætta að reykja eða fara í megrun en að hætta í neyslu þýð- ir að þú ert að yfirgefa þitt fyrra líf, hættir að umgangast alla sem þú varst að umgangast og byrjar einn á eigin fótum, og það er allt til viðbótar við fráhvörfin. Afi spurði mig stundum af hverju ég hætti bara ekki og fannst þetta vera aumingjaskapur. Þess vegna er svo dýrmætt að geta leitað til annarra fíkla og alkóhólista í 12 spora samtökum því þar er fólk sem skilur mann.“ Fór á „bangsadeildina“ á Vogi Fréttir þar sem lýst er eftir ung- um stúlkum hafa verið áberandi síðustu ár og hefur lögreglan lýst yfir sérstökum áhyggjum af því að stúlkur séu í slagtogi með full- orðnum karlmönnum sem jafnvel halda þeim uppi á fíkniefnum. Glódís segir að yngri systir sín sé ein af þeim stelpum sem var lýst ítrekað eftir en hún átti í sam- bandi við sér eldri mann. „Hún er fædd 1996 en hann fæddur 1980. Þau kynntust í neyslu en það var ekki síður hún sem leitaði í hans félagsskap. Oft er þetta sett upp þannig að þetta séu vondir karlar en yfirleitt held ég að þetta sé brotið fólk sem leitar hvert í annað. Þessi maður var búinn að vera lengi í neyslu og þau voru bara á sama þroskastigi.“ Þegar Glódís fór fyrst í meðferð á Vog var hún á svokallaðri „bangsa- deild,“ deild fyrir þá sem eru undir 18 ára aldri. „Við hittum samt alveg fullorðnu fíklana og mér finnst ekki bara mikil- vægt að kynjaskipta meðferðinni heldur líka aldursskipta. Ungar stelpur á Vogi sækja líka í þær sem eru eldri og læra af þeim.“ Glódís hefur verið edrú síðan í janúar 2013 en hún var einnig edrú á árunum 2009-2011 og það var þá sem hún eignaðist eldri son sinn. „Ég og pabbi hans gerðum með okkur samning því við vorum bæði fíklar í bata. Samningurinn var á þá leið að ef annað okkar dytti í það þá myndi sá aðili fara út af heimilinu. Síðan hættum við saman og þá breytt- ist samningurinn í að ef annað okkar fellur þá myndi hitt taka barnið. Á árum áður drakk ég aldrei mikið áfengi og taldi mér trú um að ég gæti alveg drukkið, hætti að mæta á 12 spora fundi og varð hrokafull. Strákurinn minn var tveggja ára þegar ég var byrjuð að drekka aftur og helgarnar stóðu yfir fram á miðvikudag. Ég sagði barns- föður mínum frá þessu og hann tók strákinn til sín. Þetta er engu að síður það erfiðasta sem ég hef gert, að missa barnið mitt svona. Núna er hann aftur farinn að vera hjá mér aðra hvora viku. Mér tókst að verða edrú á ný og er mjög ánægð í dag,“ segir hún og horfir hlýlega á nýbakaðan soninn. „Þetta gengur allt ef maður gerir það sem maður á að vera að gera, mætir á fundi og er auðmjúkur.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Margfalt minni umbúðir með nýrri, byltingarkenndri prenttækni HP og betri orkunýtingu. Ódýrari í rekstri Fáðu ráðgjöf sérfræðinga Opinna kerfa við val á lausnum sem henta þínum þörfum og umhverfi. Nánar á www.ok.is/ProX Helmingi ódýrari í rekstri en sambærilegir laserprentarar Nýtt hraðamet* í prentun – allt að 70 blaðsíður á mínútu Umhverfisvænn Kynntu þér eiginleika nýju „HP PageWide“ tækninnar HP Officejet Pro X fjölnotaprentarar *Samkvæmt Guinness World Records og prófunum Buyers Laboratory LLC. Sérfræðingar þér við hlið 26 fréttirHelgin 27.-29. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.