Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Side 32

Fréttatíminn - 27.03.2015, Side 32
U m miðjan september 2007 voru bankastjórar Landsbankans, stjórn og æðstu yfirmenn á ferð í Mílanó á Norður-Ítalíu, með völdum hópi velstöndugs fólks - að því er talið var á þeim tíma. Sumir höfðu nýverið efnast stórum á því að selja hlut sinn í Actavis; aðrir höfðu selt kvóta eða lítið fjölskyldufyrirtæki inn í einhvern auðhring- inn. En hvað um það; eitt kvöldið sat þessi hópur í veislu og borðaði margrétta máltíð; allt það besta sem Mílanó og nærsveitir hafa upp á bjóða. Og þar á meðal hið víðfræga ris- otto zafferano e foglia d’oro, sem myndi út- leggjast á íslensku sem hrísgrjónagrýta með saffrani og gullþynnu. Þessi gullþynna gerði útslagið með að þessi máltíð í Mílanó varð ein best kynnta máltíð Íslandssögunnar, einskonar nútíma útgáfa af veislunni í Hruna og dansinum sem á eftir fylgdi. Eftir hrun Landsbankans og íslensks efna- hagslífs haustið 2008 varð þetta gullát í Míl- anó að táknmynd óhófs og sjálfstignunar góðærisáranna; merki um veruleikafirringu fólks sem hélt að það væri auðugt og snjallt og yfir allt og alla hafið; búið að rífa sig svo upp um stétt - ekki bara í nútímaskilningi; heldur miðaldaskilningi; komið í stall með aðlinum á tíma Loðvíks 14. eða ráðamönnum í Róm á tímum Nerós. Fólk sem gat ekki lengur borðað mat eins og almúginn heldur sat til borðs og snæddi gull! Gullæturnar - kölluðu bloggararnir þetta fólk. Ég ætla ekki að fjalla um stöðu Lands- bankans á þessum tíma eða háskamerkin sem sáust víða um stöðu íslensks efnahags- lífs heldur halda mig við matinn. Þessi réttur: risotto zafferano e foglia d’oro er nefnilega merkilegur í sjálfum sér. Hann er listræn og menningarleg niðurstaða deiglu í ítölsku mannlífi á tilteknum tíma og tilteknum stað - og hann er merk varða í höfundarverki eins fremsta matreiðslumanns Ítalíu: Gualtiero Marchesi. Aftur til upphafsins Gualtiero Marchesi fæddist 1930 inn í mikla matarætt; var listfengur sem barn; spilaði á hljóðfæri en varð ungur bergnuminn af matar- gerðarlistinni. Eftir hefðbundið nám á heima- slóðum í Mílanó og nærsveitum hélt Marchesi til Parísar og vann og lærði á mörgum frá- bærum veitingastöðum. Og ekki bara í París heldur líka í Dijon og Roanne. Hann snéri aftur heim rúmlega fertugur; fullskapaður listamaður eldhússins; ekki bara fullnuma á allri tækni heldur altalandi á þá menningar- legu orðræðu sem öll góð matargerðarlist er í raun og veru. Á Frakklandsárunum hafði Marchesi tek- ið þátt í einni af þeim bylgjum endursköpun- ar sem reglulega ríða yfir franska eldhúsið. Að stofni til er það sem við köllum franskt eldhús; hirðeldhús. Það mótaðist við ógnar- fjölmenna hirð Frakkakóngs í nokkrar aldir; sótti hráefni langt að úr víðfeðmu ríki kon- ungs, byggði á og sameinaði tækni mismun- andi héraða og skóp eitthvað nýtt og áður óþekkt; hefð sem var svo kostnaðarsöm og þurftafrek að hún verður ekki til nema við alveg sérstakar aðstæður. Í raun eigum við bara fáeinar matarlistarstefnur sem byggja á svipuðum meið; Japanska hirðeldhúsið, það Suður-kínverska og það Thailenska. Eins og franska eldhúsið einkennast þessi eldhús af óvenju fjölbreytilegum aðferðum, hráefn- um, tækjum og tólum sem önnur landsvæði höfðu ekki aðstæður til að safna saman og þróa. En þótt franska eldhúsið sé mótað við hirð- ina þá sækir það hjartað og sálina út í héröðin. Og það getur ekki lifað án þess að sækja þang- að endurreisn og endursköpun með reglulegu millibili. Í því fólst bylting Escoffier í lok þar síðustu aldar og í því fólst líka gagnrýni ungra matreiðslumanna í Frakklandi uppúr 1960; bylgju sem seinna var kölluð nýja eldhúsið - eða nouvelle cuisine. Ungu mennirnir beittu sömu gagnrýni á stöðnun franska eldhússins og Escoffier hafði sjálfur gert á eldhús sér eldri manna; og skipti þá engu þótt það eld- hús sem ungu mennirnir sögðu staðnað og stofnanavætt væri einmitt sprottið af stefnu og aðferðum Escoffier. Í sjálfu sér er þetta ekkert skrítið; heldur saga allra lista. Hún hefur tilhneigingu til að þorna upp og verða að stofnun; tilgerðaleg endurtekning á gömlum stefum sem fyrir löngu eru orðin innihaldslaus og án erindis. Þá rjúka menn til og sækja endurnýjun annað hvort í söguna, til lágstéttanna eða út í sveit- irnar; snúa eilítið upp á þetta og kynna sem eitthvað alveg nýtt og ferskt. En ég ætla ekki að fara nánar út í þetta; aðeins minna á að á meðan Ítalía gekk í gegnum miklar samfélagslegar byltingar á eftirstríðsárunum var Marchesi staddur í Frakklandi; upptekinn við að fella úr sessi þá heilögustu eldhúskú sem sett hefur verið á stall; franska klassíska eldhúsið að hætti Escoffier. Héraðaeldhúsin hittast Ítalska eldhúsið er ekki hirðeldhús eins og það franska. Ítalía varð aldrei ein ríkisheild eins og Frakkland. Á meðan Frakklandskóng- ar, Napóleon og fyrsta, annað, þriðja og fjórða lýðveldið franska voru að berja fólk úr ólíkum heröðum Frakklands í eina þjóðarheild var Ítalía enn ekki annað en safnhaugur af smá- furstadæmum - líkt og Þýskaland. Að tala um ítalskt eldhús fyrir mannsaldri eða svo; var því álíka merkingarlaust og að tala um þýskt eldhús; það hefði ekki nokkur maður skilið hugtakið. Ítalía varð ekki eitt ríki fyrr en við lok nítjándu aldar og þurfti að ganga í gegnum einkar heimskulegt bernskutímabil; kjána- legan kóng og enn hlægilegri fasistaleiðtoga. Það er því ekki fyrr en eftir seinna stríð sem eitthvað byrjar að verða til sem getur kallast nútímaleg Ítalía. Þá springur út blómatími á Norður-Ítalíu. Norður-Ítalía verður það sem Kína er í dag; deigla og samfélagslegur suðupottur sem byggir á efnahagslegum uppgangi sem aftur byggir á ódýru vinnuafli. Og ódýra vinnuaflið var fólkið að sunnan; úr suðurhéröðum Ítalíu sem flykktust norður til að búa til ódýr heim- ilistæki og bíla. Í borgunum mættist fólk sem var eins ólíkt og hugsast gat. Það nægir að skoða matinn sem það borðaði til að sjá að það var í raun fáheyrð bjartsýni að ætla að gera úr þessu fólki eina samstæða þjóðarheild. Þegar norð- anmenn átu smjör notuðu sunnanmenn olívu- olíu; þegar norðanmenn fengu sér hrísgrjón var pasta í matinn fyrir sunnan; þegar norðan- menn settu þurrkaða svínaskinku í matinn til að gefa bragð notuðu sunnanmenn ansjósur; norðanmenn röspuðu parmesan yfir matinn en sunnan pcorino - og svo áfram endalaust. En þegar afslöppuð lífsafstaða að sunn- an og rann saman við einbeitni að norðan varð til eitthvað nýtt; sem um skamma tíð gaf ungum Ítölum væntingar um nýja bjarta tíð; spennandi, iðandi, smarta og ögrandi. Og það fór svo sem ekki framhjá neinum að eitthvað nýtt og spennandi var í gangi á Ít- alíu. Þaðan komu ekki bara ódýrir Zanussi- ískápar og Fíat lýs, heldur Vespur og Ferrari, smartasta tískan, Fellini og Sophia Loren. Ítalía komst í tísku. Ítalska veitingaeldhúsið verður til Það var í borgum Norður-Ítalíu sem deiglan var mest. Þar blandaðist saman fólk úr öllum deildum Ítalíu. Þar spruttu upp veitingahús sem samræmdu ólík sveitaeldhús og hefðir úr Þegar Íslendingar borðuðu gull Við munum reglulega rifja upp sögu- legar máltíðir úr Íslandssögunni hér í Matartímanum og byrjum á þeirri sem líklega hefur valdið mestum usla í þjóðarsálinni; þegar gestir Lands- bankans sáluga borðuðu risotto zafferano e foglia d’oro í Milanó. Risotto zafferano e foglia d’oro skipar svipaðan sess í Íslandssögunni og kökurnar sem Marie Antoinette vildi að svanga fólkið í París borðaði - og álíka misskilinn. Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Eins og aðrir endur- eisnarmenn sótti Gual- tiero Marchesi aftur í fornar hefðir til að endurnýja ítalska eld- húsið. Hann vildi ýta burt prjáli og óþarfa og hefja einfaldleikann upp á stall. Þess vegna lagði hann gullþynnu yfir soðin hrísgrjón. Á sama tíma og Gualtiero Marchesi hvatti fólk til að horfa aftur til einfaldleikans með matargerð sinni í Míl- anó tók Carlo Petrini til við í Róm að skrifa stefnuyfirlýsingu um það sama og kallaði Slow Food. Gualtiero Marchesi Carlo Petrini 32 matartíminn Helgin 27.-29. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.