Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Qupperneq 37

Fréttatíminn - 27.03.2015, Qupperneq 37
Gunnar Smári Egilsson. Ránið í Seðlabankanum undirbúið Gunnar Smári Egilsson bloggar reglulega á vef Fréttatímans. Vinsælasta færsla hans í vikunni fjallaði um fyrirheit stjórnvalda að fjölga Seðlabankastjórum í þrjá. Ástæðan fyrir að stjórnarflokkarnir vilja hafa þrjá Seðlabankastjóra er að sú skipan hentaði þeim vel – þótt hún hafi reynst almenningi ákaflega illa. Hagsmunir þessara tveggja, al- mennings annars vegar og Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks hins vegar, hafa sjaldan farið saman. Segja má þvert á móti að flokkarn- ir hafi verið helsta hindrunin fyrir því að lífskjör almennings á Íslandi gætu orðið sambærileg og þau eru í nágrannalöndunum. Áhersla Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokksins á eigin hagsmuni umfram hagsmuni almennings hef- ur eitrað íslenskt samfélag á marg- víslegan máta. Flokkarnir hafa skipað sitt fólk í mikilvægar stöður innan ríkiskerf- isins þótt það hafi lítið til brunns að bera til að geta sinnt starfinu. Stofnanir sem ætlað er að gæta hagsmuna almennings hafa þann- ig verið lamaðar vegna getuleysis stjórnenda. Þegar á reynir velja þeir ætíð hagsmuni ríkisvaldsins fram yfir hagsmuni almennings. Hags- munir ríkisvalds á Íslandi eru fyrst og fremst hagsmunir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þetta á við um fjölmargar ríkis- stofnanir en einnig dómskerfið. Þar sitja fulltrúar stjórnarflokk- anna í dómarasæti og gæta þess að í öllum málum séu hagsmunir flokk- anna teknir fram yfir hagsmuni al- mennings. Af þeim sökum hafa ís- lenskir dómstólar ekki varið rétt almennings gagnvart ríkisvaldinu og stjórnmálaflokkum. Almenningi hefur í nokkrum tilfellum tekist að sækja réttlæti til erlendra dómstóla. Án þeirra væru réttindi almennings enn verr varin á Íslandi. Hagsmunir Framsóknar- og Sjálf- stæðisf lokks hafa ekki einvörð- ungu stjórnað ríkiskerfinu heldur einnig atvinnu- og viðskiptalífinu – sem flokkarnir hafa mótað með tökum sínum á ríkisvaldinu. Yfir svo til öllum geirum atvinnulífsins drottna fyrirtæki sem segja má að hafi verið hluti af Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir vernduðu yfirburðastöðu fyrirtækj- anna á markaði og fyrirtækin héldu uppi starfsemi flokkanna með fjár- magni. Þetta fyrirkomulag hindr- aði frjálsa samkeppni, hækkaði verð og svipti almenning helstu kostum markaðsbúskapar, eins og hann var stundaður í nágrannalöndunum.“ Nánar á www.frettatiminn.is Það ætlaði allt um koll að keyra á Twitter á miðvikudag og fimmtudag vegna #FreeTheNipple. Á meðan unga fólkið átti sviðið þar klóraði eldra fólkið sér í hausnum á Facebook. Ég gat ekki ímyndað mér að einhver hefði áhuga á sjá geirvörtur mínar í lausagangi og varð því ákaflega hissa í morgun þegar ég var rukkuð um myndina yfir morgunkaffinu á Kaffifélaginu. ?#?FreeT?­ heNipple. Marta María Jónasdóttir Smartlandsstýra. Einu litningagallarnir sem ég hef áhyggjur af eru kvenfyrirlitningakallarnir. Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. Ég vissi ekki að geirvartan væri í ánauð ... Alltaf að læra. Friðrika Benónýsdóttir bókmenntagagnrýnandi. Það býr einhver ofurmannlegur kraftur í fólki sem er 10­15 árum yngra en ég. Skrítið að feisa það en ég grenja af aðdáun. ?#?FreeTheNipple? Hildur Lilliendahl Viggósdóttir baráttukona. Farið með mig á öldrunarstofnun. Ég er ekki að ná þessu. Erum við ekki nýbúin að vera að messa yfir unglingunum okkar um að setja ekki hvað sem er á snapchat eða aðra samfélagsmiðla því netið gleymir engu og myndirnar geta elt viðkomandi um aldur og ævi? Margrét Tryggvadóttir fyrrum alþingiskona Ískalt á geirvörtudeginum. Reynir Traustason blaðamaður sem birti myndband af sér í sjósundi. Biggi lögga botnar ekki í frelsun frelsun geirvörtunnar. Ég botna ekki í Bigga löggu. Botnar yfir­ leitt nokkur í neinum einasta hlut á þessum síðustu og verstu? Kjartan Guðmundsson útvarpsmaður. Frelsum geirvörtuna­dagurinn er alveg hámark plebbismans Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir borgarfulltrúi. Hvert er álit Þor­ steins Pálssonar á freethenipple? Helgi Seljan sjón- varpsmaður. Heitustu kolin á Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri 533 2220 lindesign.is Dúnsængurnar eru hannaðar og framleiddar af Lín Design fyrir íslenskar aðstæður 10 ára afmælistilboð 96% eigenda ánægðir Kíktu á könnunina lindesign.is með dúnsængina. Við fögnum 15.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risa afmælistilboði á öllum dúnsængum sem gildir fram að páskum. Stærð 70x100 Tilboð 7.788 kr Verð 12.980 kr 200 grömm dúnn Stærð 100x140 400 grömm dúnn Verð 16.980 kr Tilboð 10.194 kr Stærð 140x200 790 grömm dúnn Verð 39.990 kr Tilboð 23.990 kr Léttar og hlýjar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull. . . . . Sendum frítt lindesign.is 40% afsláttur fram að páskum TAKMARKAÐ MAGN á afmælistilboði UNGBARNA BARNA FULLORÐINS Helgin 27.­29. mars 2015 viðhorf 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.