Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 44

Fréttatíminn - 27.03.2015, Síða 44
44 fjölskyldan Helgin 27.-29. mars 2015  Bækur SyStkinin Freyja og Fróði lenda í ýmSum ævintýrum Nýjar bækur fyrir leikskólabörn „Kristjana er bráðfyndinn höfundur, skrifar aðgengilegan og skemmti- legan texta sem er ekki bara auðvelt heldur gaman að myndskreyta,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari. Þær Bergrún og Kristjana Friðbjörns- dóttir voru að senda frá sér tvær barnabækur um þau Freyju og Fróða þar sem Kristjana skrifar textann en Bergrún teiknar myndirnar. Í annarri bókinni fara Freyja og Fróði í sund með pabba sínum á meðan mamma er að vinna, og í hinni fara þau í sína fyrstu heimsókn til Mörtu tannlæknis og fá töfraduft á tennurnar. Bergrún segir að þær Krist- jana hafi kynnst á bókamessunni í Ráðhúsinu jólin 2012. „Við Kristjana Friðbjörnsdóttir kynntumst á bókamessunni í Ráðhúsinu jólin 2012 og náðum strax vel saman. Við vorum því meira en til í sam- starf þegar Sigþrúður, ritstjóri barnabóka hjá Forlaginu stakk upp á því að við myndum vinna saman að barnabókaseríu fyrir leikskólabörn,“ segir hún en þessar tvær bækur eru aðeins byrjunin. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Freyja og Fróði eru söguhetjur í nýjum bókaflokki fyrir leikskólabörn, og í fyrstu tveimur bókunum fara þau í sund og til tannlæknis.  FjölSkyldan FyrStu 1000 dagarnir í líFi Barna Skipta Sköpum Á fyrsta árinu byrja foreldrar þó á því að búa til venjur sem verða grunnur að góðum aga Höfundur bókarinnar Árin sem enginn man - Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir - hefur sent frá sér nýja bók um fyrstu þúsund dagana í lífi barns, frá getnaði til tveggja ára aldurs. Sæunn segir stærstu áskorun foreldra að setja sig í spor barnsins og skynja hvernig því líður. Hún gagnrýnir hversu stutt fæðingarorlof er hér á landi og leggur áherslu á að foreldrar beiti aga til að börn upplifi ekki öryggisleysi. Þ að er samfélagslegt verkefni að koma barni til manns. Ef við ætlum foreldrum að gera það vel þá verðum við líka að halda vel utan um þá,“ segir Sæunn Kjart- ansdóttir, höfundur bókarinnar „Fyrstu 1000 dagarnir“ sem er ný- komin út. Um er að ræða aðgengi- lega handbók fyrir foreldra um fyrstu þúsund dagana í lífi barns - frá getnaði til tveggja ára aldurs en rannsóknir sýna að þessir dagar hafa afgerandi áhrif á þau til fram- tíðar. Sæunn er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi með- ferð foreldra og ungbarna, hún hef- ur sinnt sálgreiningu í aldarfjórð- ung. Sæunn er höfundur bókarinnar „Árin sem enginn man“ sem kom fyrst út fyrir sex árum og hefur notið mikilla vinsælda. Hún segir hugmyndina að nýju bókinni hafa komið í kjölfar fjölda áskorana um að skrifa bók um svipað efni sem höfðaði meira til þeirra sem hefðu ekki tíma eða áhuga til að lesa mik- ið fræðilegt efni. „Þetta eru einfald- ir og stuttir kaflar þannig að fólk getur valið kaflana eftir því hvað höfðar til þess. Dæmi um kaflaheiti eru: Grátur ungra barna; Samvisku- bit foreldra; og Þegar mamma og pabbi eru ekki par. „Stærsta áskorun foreldra er að setja sig í spor barnsins og skynja hvernig því líður, og það er ýmis- legt sem getur haft áhrif á hvernig það tekst til. Manns eigin reynsla af því að vera barn skiptir máli jafnvel þótt við munum lítið eftir henni,“ segir hún. Of skjótur aðskilnaður Sæunn gagnrýnir harðlega hversu stutt fæðingarorlof er á Íslandi vegna þess að börn séu alls ekki tilbúin fyrir að- skilnað frá foreldr- um sínum stóran hluta úr degi fyrr en í fyrsta lagi eins og hálfs árs eða jafnvel tveggja ára. „Auð- vitað er ekki hægt að alhæfa og það skipt- ir líka máli hvort barnið fer til aðila sem þykir vænt um það og er ekki upp- tekinn við annað, eða hvort barnið fer í hóp annarra barna þar sem fátt er um starfsfólk. Það sem okkur vantar sárlega hér á landi er sveigj- anlegri vinnumarkaður þegar kemur að þörfum barna þannig að foreldrar geti dregið úr vinnu án þess að það komi niður á frama þess. Það er mik- il skammtímahugsun að fá foreldra aftur til vinnu sem allra fyrst ef þeir eru ósáttir og líður illa að vera fjarri ungum börnum sínum. Þeir eru því ekki jafn góður starfskraftur og þeir sem fá tíma til að fylla tankana hjá sér og sínu barni,“ segir hún en sér- staklega er fjallað um aðskilnað í bókinni. Flýtum okkur um of Agi skiptir miklu í uppeldi barna en Sæunn bendir á að það sé ekki fyrr en eftir fyrsta árið sem barn er tilbúið til að skilja agabeitingu. „Á fyrsta árinu byrja foreldrar þó á því að búa til venjur sem verða grunn- ur að góðum aga. Oft tekur tíma að beita aga því það þarf að út- skýra og fylgja eftir, og taka við reiði barnsins þegar það fær ekki það sem það vill. Agaleysi er mikið vandamál því börn sem ekki hafa skýr- an ramma geta fundið fyrir ör- yggisleysi. Við erum oft að flýta okkur allt of mik- ið,“ segir hún. Sérstakt mál- þing er haldið í dag, föstudag, í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins milli klukkan 14-16 í tilefni af útkomu bókarinnar þar sem Sæunn er með erindi auk Sigrúnar Júlíusdóttur prófessors, Maríu Helenu Sarabiu dagforeldri, Svövu Björg Mörk leikskólastjóra, Michael Clausen barnalækni og Guðbrandi Árna Ísberg sálfræð- ingi. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Öryggislaus án aga Sæunn Kjartansdóttir er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð foreldra og ungbarna, og hefur sinnt sálgreiningu í aldarfjórðung. Mynd/Hari Fyrstu 1000 dagarnir eru handbók fyrir foreldra sem byggir á sálgreing- ingu, tengslakenningum og nýjustu rannsóknum í taugavísindum. PÁSKAEGG M EÐ TVEIMUR SANDLEIKFÖ NGUM HÆGT AÐ BREYTA Í FÖTU 2850 kr PÁSKAEGGIN Leikfangg frr KÍKTU Á VEFVER SLUN KRUMMA.IS /krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 www.krumma.is – N Ú Á T I L B O Ð I – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Hvannadalsh núkur Árleg hvítasu nnuferð FÍ Hvannadalshnúkur 23. maí, laugardagur Árleg hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnúk, 2110 m. Gengin Sandfellsleið. Hækkun um 2000 m. 12-15 klst. Jöklabúnaður er nauðsynlegur. Gisting á eigin vegum. Undirbúningsfundur: Miðvikudaginn 29. apríl kl. 20:00 í sal FÍ. Fararstjóri: Örlygur Steinn Sigurjónsson. Sjá nánar á www.fi.is Nánari upplýsingar og skráning er í síma 568 2533 eða í netpóst fi@fi.is Skráðu þig in n – drífðu þig út gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.