Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Page 47

Fréttatíminn - 27.03.2015, Page 47
G uðný Eva fermdist síðastliðinn sunnu-dag í Lindakirkju í Kópavogi. Athöfnin var fjölmenn og sáu þrír prest- ar um að ferma. Sá fjórði bættist svo við þegar kom að Guðnýju Evu, en þar var á ferðinni afi hennar, séra Önundur Björnsson, prestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. „Mig langaði alltaf að afi myndi ferma mig. En mig langaði líka að fermast með vinum mínum og þá stakk afi upp á því að hann myndi bara hoppa inn í athöfn- ina,“ segir Guðný Eva. Sóknarpresturinn, Guð- mundur Karl Brynjarsson, var þó búinn að tilkynna söfnuðinum að gesta- prestur myndi ferma eitt fermingarbarnið, svo það kom engum á óvart þegar meðlimur safnaðarins steig upp að altarinu með prestakraga um hálsinn. Önundur þjónaði einnig undir altarisgöngunni ásamt hinum prestunum og tók því virkan þátt í at- höfninni. Presturinn spilaði á ukulele Guðný Eva segir að at- höfnin hafi verið fjörug og skemmtileg og tekur faðir hennar, Eiríkur Önunds- son undir. „Það er töluvert langt síðan að ég hef farið í fermingarmessu og formið var frjálslegt og skemmtilegt. Kór safn- aðarins hélt uppi stuðinu með gospelsöng og stóð einnig fyrir keðjusöng með öllum gestunum í kirkjunum.“ „Guðmundur Karl spilaði líka á ukulele, hann hefur gert það líka í fermingarfræðslunni sem var mjög gaman,“ bætir Guðný Eva við. Fann flæðið og rappaði fyrir gestina Í veislunni bauð Guðný Eva gesti velkomna með því að rappa. Það verður að teljast mikið afrek, sérstaklega í ljósi þess að flest fermingarbörn eiga erfitt með að bjóða gesti sína velkomna í örfáum orðum. „Hún vildi ekki vera með þessa hefð- bundnu ræðu sem alla krakka kvíðir fyrir,“ segir Eiríkur. „Ég ætlaði alltaf að halda ræðu en fannst það ekki jafn skemmti- legt. Mamma stakk þá upp á því að ég gæti rappað. Ég settist svo niður með pabba og við sömdum texta. Þar þakk- aði ég öllum fyrir hjálpina, sérstaklega þeim sem bökuðu kökurnar og svo auðvitað mömmu,“ segir Guðný Eva, en hún fann „beat“ á netinu sem hún notaði undir. „Svo fann ég bara flæðið.“ Guðný Eva er að stíga sín fyrst skref í rappheiminum, en hún lítur mikið upp til rapp- og söngkonunnar Sölku Sólar. „Hún er góð í að rappa og syngja og er með flotta rödd.“ Það verður án efa gaman að fylgjast með þessari ungu og upprennandi rapp- stjörnu, en myndbandið af fermingarappinu má sjá á vef Fréttatímans, fretta- timinn.is. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Fermingin er eins konar ungmennavígsla og sem slík er hún sennilega jafn gömul mannlegu samfé- lagi. Félagshópar, fjölskyldur og þjóðfélög aðgreina stöðu og hlutverk einstaklinga á margvíslegan hátt með siðum og venjum til þess að tryggja félagslega reglu og samhæfða verkaskiptingu. Unglingavígslan tengist kynþroskatímabilinu og táknar það að einstaklingurinn er ekki lengur barn heldur ungmenni sem mætir viðfangsefnum hinna fullorðnu og öðlast bæði réttindi og skyldur. Það er eins og innbyggt sé í samfélög manna að þessi tíma- mót verði eftirminnileg. Alvaran sem fylgir vígslun- um undirstrikar félagslegt mikilvægi þeirra en þeim fylgir einnig hátíð og samfagnaður sem fjölskyldan og samfélagið sem slíkt á aðild að. Upplýsingar af Vísindavef HÍ fermingar 47Helgin 27.-29. mars 2015 UPPrUni fErMingar Gefðu sparnað í fermingargjöf Gjafakort Landsbankans er góður kostur fyrir þá sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 6.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn. Kortið er gjöf sem getur lagt grunn að traustum fjárhag í framtíðinni. Það er í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.