Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.03.2015, Page 70

Fréttatíminn - 27.03.2015, Page 70
Friðrik Friðriksson í hlutverki sínu í Ofsa. Hann tekur sér nú frí frá leiklistinni og sest í stól fram- kvæmda- stjória.  Leikhús Friðrik Friðriksson ráðinn tiL sjáLFstæðu Leikhúsanna Leikarinn verður framkvæmdastjóri Leikarinn Friðrik Friðriksson var í vikunni ráðinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna. Fráfarandi framkvæmdar- stjóri, Gunnar Gunnsteinsson, flutti sig til Akureyrar þar sem hann gegnir starfi fram- kvæmdarstjóra Menningarfélags Akur- eyrar. Þrettán einstaklingar sóttu um og var Friðrik ráðinn og hefur nú þegar hafið störf. „Ég er mættur á skrifstofuna í Tjarnar- bíói og þetta leggst mjög vel í mig, þótt ég sé enn að ná áttum,“ segir Friðrik. „Hér í húsinu er svo gríðarlega lifandi starf og mikið af skemmtilegu fólki svo mér á ekki eftir að leiðast. Sjálfstæðu leikhúsin halda utan um alla þá sjálfstæðu leikhópa sem starfa á landinu. Það eru fjölmargir hópar og leikhús um land allt sem heyra undir okkur. Misvirkir þó,“ segir Friðrik. „Ég mun byrja á að taka það saman hversu margir þetta eru og ná utan um þetta. Svo mun ég ásamt stjórninni mynda stefnu og sýn í kringum þetta og fyrst og fremst þétta raðirnar innan félagsins,“ segir Friðrik sem hefur tekið sér frí frá leiksvið- inu um tíma. „Ég lék síðast í Ofsa í Þjóð- leikhúsinu en set leikinn aðeins til hliðar þennan veturinn þar sem ég er líka í MBA námi í HR,“ segir Friðrik Friðriksson fram- kvæmdarstjóri Sjálfstæðu leikhúsanna. -hf Julio Cesar sigraði Gullklippurnar á síðasta ári. Hann mætir að sjálfsögðu aftur til leiks á Kex Hostel á laugardag.  skemmtanir rúningskeppnin guLLkLippurnar á kex hosteL Julio frá Hávarsstöðum hitar upp fyrir heims- meistaramótið Rúningskeppnin Gullklippurnar verður haldin á Kex Hosteli á laugardag. Allra augu verða á Julio Cesar sem sigraði keppnina í fyrra. Hann er frá Úrúgvæ en hefur verið búsettur hér á landi í tvo áratugi. Julio fer á heimsmeistaramótið í sauðklippum í Bretlandi í sumar. k exland og Landsamband sauð-fjárbænda heldur rúningskeppn-ina Gullklippurnar 2015 á laugar- daginn á Kex Hostel. Þar mun færasta rúningsfólk landsins mæta og keppa um Gullklippurnar. Keppendur eru af báðum kynjum og mun sá sem framkvæmir sneggstu og bestu rúninguna standa uppi sem sigur- vegari. Meðal keppenda í ár eru núver- andi Íslandsmeistari Hafliði Sævarsson, Gavin Stevens frá Skotlandi, Englend- ingurinn Foulty Bush og Julio Cesar, fyrrum sigurvegari Gullklippanna. Julio er frá Úrúgvæ og hefur búið hér á landi í um tvo áratugi. „Ég kom til Íslands vegna þess að ég kynntist íslenskri konu, sem er konan mín,“ segir Julio sem er bóndi að Hávars- stöðum í Hvalfjarðarsveit. „Ég er alinn upp í sveit og hér er ég með um hundrað kindur og slatta af hrossum,“ segir Julio sem er tamningamaður. „Ég var Íslands- meistari í rúningi fyrstu þrjú árin og tók svo pásu, og keppti aftur í fyrra og varð annar. Sauðklippukeppnin á KEX er mjög skemmtileg og það var gaman að vinna og ég stefni auðvitað á það að vinna aftur í ár,“ segir Julio. „Þetta fer meira eftir gæðum en hraða,“ segir Julio. „Ég var ekki fyrstur en ég var með bestu rúninguna. Tíminn skiptir auðvitað máli, en gæðin meira.“ Julio fer til Bretlands í sumar að keppa á heimsmeistaramótinu í sauðklippum og er það í annað sinn sem hann tekur þátt. „Við kepptum í fyrra í keppninni á Írlandi og enduðum um miðju, en það voru rúm- lega hundrað lið sem tóku þátt,“ segir Julio Cesar Gutierrez bóndi og sauð- klippumeistari. Gullklippurnar eru fjölskylduvæn skemmtun og verður haldin í portinu fyrir aftan Kex Hostel klukkan 14 á laugardag og er hún opin öllum, ungum sem öldnum. Á meðan keppni stendur verður boðið uppá tvíreykt sauðakjöt, kúmenbrennivín, harmonikkuundirleik og fleira. Sauðféð kemur frá Hraðastöðum í Mosfellsdal og kemur það í fylgd dýra- læknis sem sér um að allt fari mannúð- lega fram. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Á meðan keppni stendur verður boðið uppá tvíreykt sauðakjöt, kúmenbrenni- vín, harmon- ikkuundirleik og fleira.HVÍ T A H Ú S IÐ /S ÍA Dásamlegur á brauðið og hentugur fyrir heimilið Engin fyrirhöfn ms.is TILBOÐ25 sneiðar Kanarnir hrifnir af Kaleo Hljómsveitin Kaleo er um þessar mundir stödd í Austin í Texas þar sem hún spilaði á tónlistarhátíðinni „South by South-West.“ Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum og kom hljómsveitin fram alls 8 sinnum á 5 dögum. Fyrir hátíðina valdi tímaritið „Esquire“ Kaleo sem eina af hljómsveitunum til að fylgjast með á hátíðinni en eins og áður hefur komið fram samdi Kaleo við plöturisann Atlantic Records síðasta haust. Sveitin verður á ferð og flugi á næstunni og koma meðlimir hennar við í bæði Dallas og Kansas City áður en þeir fara á tónleikaferðalag með Vance Joy sem að hefst í Seattle þann 9. apríl. Dúnúlpur fyrir Vín María Ólafs og StopWaitGo hópurinn birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í vikunni íklædd glæsilegum úlpum frá Cintamani fataframleiðandanum. Fyrirtæki hafa alltaf hengt sig á flytjendur í Eurovision og í ár er engin breyting þar á. María var glæsileg í úlpunni með drengjunum í StopWaitGo. Líklegt er þó að hitastigið í Vín í vor verði aðeins of hátt fyrir dúnúlpur. Lítið hefur farið fyrir komum erlendra kvikmyndagerðarmanna hingað að undanförnu eftir ekki varð þverfótað fyrir þeim um tíma. Nú heyrist að breyt- ing verði á, þótt ekkert hafi enn fengist staðfest og fólk í bransanum vilji ekkert segja. Frægt varð að teknar voru senur í væntanlegar Star Wars-myndir hér í fyrra, þótt ekkert af þekktustu leikur- unum hafi komið hingað. Tökurnar voru mestmegnis svokallaðar plate-tökur, eða bakgrunnstökur. Nýlega var skipt um leikstjóra og Rian Johnson hefur tekið við af JJ Abrahms. Hefur nýi leikstjórinn fyrirskipað frekari tökur og mun tökulið vera væntanlegt hingað innan tíðar. Eins og í fyrra skiptið er þó ekki búist við að þekktir leikarar verði með í för. Einnig er vonast eftir því að bakgrunns- tökur verði hér fyrir þriðju myndina í Captain America-flokknum; Captain America: Civil War. Stóra verkefnið sem fólk í kvikmyndaheiminum bindur vonir við að rati hingað er svo framhaldið af King Kong. Sú mynd á reyndar að gerast í Detroit á áttunda áratugnum svo ekki er ljóst hversu mikið Ísland getur nýst við tökurnar. Stórmyndir á leiðinni? 70 dægurmál Helgin 27.-29. mars 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.