Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 20
Álitsgjafar fréttatímans svona spÁ spekingar fréttatímans að lokastaðan í pepsi-deild karla verði í haust. p epsi-deild karla hefst á sunnudaginn og þar með lýkur lengsta undirbúningstímabili í Evrópu og jafnvel heiminum öllum. Liðin í Pepsi-deildinni hafa notað veturinn til undir- búnings og hafa undirbúningsmótin verið mjög skemmtileg og gefið góða hugmynd um það hvern- ig liðin munu líta út á vormánuðum. Leikmanna- markaðurinn hefur verið fjörugur og hafa FH-ing- ar verið hvað duglegastir á þeim vígstöðvunum. Því kemur ekki á óvart að flestir spái þeim sigri á Íslandsmótinu. Hér er spá álitsgjafa Fréttatímans og er greinilegt að það verður spenna bæði á toppi og á botni deildarinnar. Alfreð Finnbogason, leikmaður Real Sociedad, Auðunn Blöndal skemmtikraftur, Birna Ósk Hansdóttir, framleiðslustjóri á RÚV, Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Dagný Brynj- arsdóttir knattspyrnukona, Edda Sif Pálsdóttir fjölmiðlakona, Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net, Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona, Felix Bergsson fjölmiðlamaður, Friðrik Dór Jónsson söngvari, Hallgrímur Ólafsson leikari, Hannes Þór Halldórsson knattspyrnumaður, Haraldur Freyr Gíslason pollapönkari, Haukur Harðarson íþróttafréttamaður, Henný María Frímannsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Airwaves, Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður, Hildur Einarsdóttir markaðsstjóri, Hjörtur Hjartarson íþróttafréttamaður, Kjartan Guðmundsson útvarpsmaður, Kristjana Arnarsdóttir, nemi og blaðamaður, Logi Bergmann Eiðsson fjölmiðlamaður, Mist Edvardsdóttir knattspyrnukona, Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari hjá HK, Pétur Már Ólafsson útgefandi, Siggi Hlö auglýsingafrömuður, Sigurvin Ólafsson lögfræðingur, Snorri Már Skúlason fjölmiðlafulltrúi, Sverrir Ingi Ingason, leikmaður Lokeren í Belgíu, Tanja Tómasdóttir, lögfræðingur í Leikmannasamtökum Íslands, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Þórður Helgi Þórðarson dagskrárgerðarmaður og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður. 12 stig voru gefin fyrir efsta sætið en eitt stig fyrir botnsætið. Þ etta verður gríðarleg flott sumar og mér líst vel á þetta,“ segir Guðmundur. „Margt spennandi í kortunum. Það eru þó fjögur lið sem eru áberandi sterkust, að mér finnst, sem hafa meira fjármagn en fyrir nokkr- um árum, sérstaklega FH, KR og Stjarnan,“ segir Guðmundur. „Það er samt ekki hægt að kvarta yfir því, þau hafa unnið fyrir þessu. Það hafa fleiri lið haft möguleika á því að vera í þessum sporum. Stutt síðan Valur hefði getað tekið skrefið sem og Skagamenn sem voru í kjörstöðu fyrir nokkrum árum, en klúðruðu því sjálfir. Þessi lið, ásamt Breiða- bliki, eru vel skipulögð félög sem hafa veðjað á rétta hesta.“ Baráttan um titilinn Aðspurður um þau lið sem munu berjast um titilinn er Guðmundur á því að FH sé sigurstranglegast. „FH er klárlega að ná í titil, miðað við mannskap,“ segir Guðmundur. „Kannski er FH að spenna bogann of hátt, það hefur gerst áður hjá ís- lenskum félögum. KR er líka með hörkumannskap og komið með leik- menn sem þekkja þessa deild, sem og Stjarnan. Blikarnir eru með mjög skemmtilegt lið og ég er hrifinn af Arnari Grétarssyni þjálfara þeirra. Hann er búinn að læra mikið í gegn- um tíðina og það er mikil virðing borin fyrir honum í Kópavoginum og Blika langar að vera með í topp- baráttu,“ segir Guðmundur. „Liðin sem koma þarna á eftir eru Víking- arnir, en það er pressa á þeim eftir síðasta sumar. Þurfa núna að tækla Evrópukeppni og verður fróðlegt að sjá. Svo eru það Valur, Keflavík og Fylkir sem eru öll svolítil spurning- armerki. Það er aldrei að vita hvað þau gera.“ Fallbaráttan Þegar Guðmundur er spurður út í fallbaráttuna er hann smeykur um Vestmanneyinga. „Það er erfiðast að lesa í ÍBV,“ segir hann. „Það er óreyndur þjálfari hér á landi og nokkrir leikmenn sem maður veit ekki hvar standa. Jonathan Glenn þarf að raða inn mörkum til þess að halda þeim uppi,“ segir Guð- mundur. „Skagamenn eru líka að bjóða hættunni svolítið heim. Þeir eru nánast með sama mannskap og féll úr deildinni fyrir tveimur árum og eru brothættir. Þeir eru búnir að vera ágætir í vetur en hafa verið það áður. Fjölnir og Leiknir eru svo líka spurningarmerki. Ég er þó á því að það sé einhver stemning í Breið- holtinu og þar vinna allir saman að því að láta þetta ganga upp, svo það verður spennandi að fylgjast með þeim,“ segir Guðmundur. Evrópukeppni Gengi íslenskra liða í Evrópu- keppni undanfarin ár hefur orðið til þess að önnur lið eru farin að horfa til Evrópu. „Menn eru farnir að sjá að þetta er hægt,“ segir Guð- mundur. „Sumarið er bara mikið skemmtilegra ef maður er í Evrópu. Það er líka auð- veldara að sannfæra leik- menn um að koma ef liðið er að taka þátt í Evrópu- keppni, það er bara allt ann- að sumar.“ Marka- kóngur Guðmund- ur þekkir það að skora og hefur því sterka skoðun á því hver verður marka- kóngur. „Hann verður breskur,“ segir Guðmundur og hlær. „Ég hallast mjög að Steven Lennon í FH. Hann kom sterkur inn í fyrra og kann þetta. Gary Martin í KR er líka líklegur, enda finnst ekki mar- kagráðugri maður. Skagamaðurinn Arsenij Buinickij er svo leikmaður sem fólk ætti að skoða. Ég held að hann verði verðmætur fyrir Skaga- menn. Það er oft þannig hjá liðum sem eru að berjast fyrir sæti sínu að þar er maður sem skorar bróð- urpart marka liðsins,“ segir Guð- mundur. „Hvað varðar nýjar stjörnur þá horfi ég á leikmenn eins og Arnar Má Guðjónsson hjá Keflavík, sem er leikmaður sem hefur vaxið gríð- arlega undanfarin ár, sem og Hall- grímur Már sem kom til Víkinga frá KA. Ég held að þeir minni vel á sig í sumar. Svo eru alltaf spenn- andi leikmenn í Breiðabliki, eins og undanfarin ár,“ segir Guðmundur sem styður sína menn í Keflavík í allt sumar. „Auðvitað vil ég sjá Keflavík á toppnum, en hoppa hæð mína ef þeir komast í Evrópusæti. Það er eitt- hvað sem vantar aftur í Keflavík. Bikarkeppnin gæti verið góð leið til þess að komast þangað í ár,“ segir Guðmundur Steinarsson. Fjögur lið áberandi sterkust Sérfræðingur Fréttatímans er Guðmundur Steinarsson, markahrókur og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur. Guðmundur Steinarsson. Mynd/Víkur- fréttir FH með langbesta liðið í Pepsi- deildinni 1. 4. 7. 10. 2.-3. 5. 8. 11. 2.-3. 6. 9. 12. 368 stig 309 stig 189 stig 102 stig 319 stig 245 stig 157 stig 96 stig 319 stig 203 stig 106 stig 78 stig FH og KR munu heyja blóðuga baráttu um Íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu í sumar. Auk þeirra munu Stjörnumenn og Blikar blanda sér í baráttuna, samkvæmt niðurstöðu álits- gjafa Fréttatímans. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson 20 fótbolti Helgin 1.-3. maí 2015 niðurhal einfalt ótakmarkað 6.990 ljósleiðari ljósnet vortex.is 525 2400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.