Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 01.05.2015, Qupperneq 28
17. júní í Reykjavík 2015 Dagskráratriði óskast Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Í tilefni af afmæli kosningaréttar kvenna eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum 17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 8. maí Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@reykjavik.is B jarni Harðarson og Elín Gunnlaugsdóttir eru bæði fædd og uppalin í Laugarási í Biskups- tungum en bjuggu í Reykjavík, á Eyrarbakka og í Hollandi áður en þau komu sér fyrir á Selfossi. „Ég hef alltaf litið sem svo á að við séum á leiðinni að flytja aftur upp í Biskupstungur en það er nú bara minn skilningur á þessari vegferð,“ segir Bjarni. „Þetta er bílabær, svona upp á ameríska mátann, en það er vel hægt að stoppa hér og eyða drjúgum tíma í að fara í margar skemmtilegar búðir. Þetta er ekki bara „drive-trough“ bær,“ segir Elín sem þarf að þjóta að sinna erindum en Bjarni situr eftir og deilir með lesendum nokkrum af sínum uppá- haldsstöðum á Selfossi. Verslanir „Lindin“ er áratugagömul tísku- vöruverslun með kvenfatnað sem mjög gaman er að heimsækja. Ekki spyrja mig út í línur eða lag á fötum en það eru mjög flottar mæðgur sem reka verslunina og það er alltaf rífandi traffík hjá þeim. Svo er „Alvöru búðin“ handavinnubúð með allskonar handavinnuvörur. Þetta er reyndar líka konubúð svo ég kann ekki alveg að nefna allt þar inni. Það eru reyndar vissir hlutir sem ég kann á í konubúðum en ekki þegar kemur að fötum. Hér er líka nytjamarkaður sem fékk nýlega stærra húsnæði við hring- torgið við inngang bæjarins. Þar er mikið líf og skemmtilegt úrval af allskyns dóti, og bókum, sem gaman er að skoða.“ Ísbúðin Huppa „Þetta er afbragðs ísbúð sem gaman er að stoppa í en það er strákur ofan úr Haga í Gnúpverja- hreppi sem rekur hana. Huppa er einmitt frægasta mjólkurkýr lands- ins og var Sunnlendingur. Allar mjólkurkýr eru komnar undan Huppu á Kluftum sem átti afa sem var huldunaut. Og þetta flokkast ekki undir þjóðsögu heldur undir staðreyndir úr dýraríkinu hérna á Suðurlandinu. Það eru til mjög nákvæmar frásagnir af því þegar það átti að leiða ömmu hennar Huppu undir naut, en þá fékk hún með huldunauti á leiðinni. Bændur þekkja þetta vel, þegar kýr er að fá hjá nauti, og það sáu allir hvað var að gerast. Enda vildi hún svo ekkert með hitt nautið hafa því kýr Selfoss er ekki bara bílabær Hnakkar, huldunaut, tíska og traktorar eru meðal þess sem ber á góma í kaffispjalli á Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Á bókakaffinu, sem tónskáldið Elín Gunnlaugsdóttir og rithöf- undurinn Bjarni Harðarson hafa rekið í níu ár, skapa sumar- húsaeigendur og borgarbörn traffík á laugardögum en heimamenn koma í kaffi á virkum dögum. Þau segjast vera bókaormar í bílabæ og líkar það vel, enda hafi Selfoss upp á margt annað að bjóða en bara bíla. Hjónin segja sumarhúsaeigendur og borgarbörn sækja þau heim um helgar en heimamenn komi líka við. Þegar blaðamann bar að garði voru gestir í öllum hornum að glugga í bækur, sötra kaffi og í sófahorninu sátu heimamenn og spjölluðu um daginn og veginn. Ljósmynd/Halla eru mjög nægjusamar þegar kemur að kynlífi, þegar þetta er búið þá er ekkert meir. Okkur þætti þetta sennilega súrt en svona er það hjá kúnum.“ Veitingastaðir „Ég elda nú mikið sjálfur heima hjá mér en fer samt stundum út að borða. Ef maður er á hraðferð og vantar mat en ekk- ert endilega eitthvað stórkostlega fínt þá eru staðir eins og „Kaktus“ og „Menam“ mjög góðir. „Menam“ er austurlenskur en þar er samt líka hægt að fá íslenskan mat, kótilettur og svoleiðis. Það sama á við um „Kaktus“, það er smá suður-amerísk áhersla en það er hægt að fá allskonar mat þar. En svo eru líka verulega fínir staðir hér, eins og til dæmis „Tryggvaskáli“ sem er nýjasti staðurinn hér. Og það er nú upplifun að koma þangað því það er elsta húsið í bænum, frá 1890. Þetta er ekki gömul byggð hér á Selfossi, húsið sem ég bý í er frá 1935 og það er tíunda húsið í þorpinu. Svo það gerðist nú mjög lítið hér Bókaormar í bílabæ. Elín og Bjarni hafa rekið bókakaffið í níu ár en kaffihúsið er einnig bókaútgáfa. Í dag, föstudaginn 1. maí, gefa þau út fimmtu prentun af Jómfrú Ragnheiði eftir Guðmund Kamban. Ljósmynd/Halla Þegar Elín er ekki að afgreiða í bókakaffinu vinnur hún heima við tónsmíðar eða við tónlistar- kennslu í Reykjavík. Ljósmynd/Halla Ég er sam- mála honum Jóni í Össuri sem sagði eitt sinn að djúpt í sálarlífi hvers karl- manns lúri draumurinn um að eign- ast traktor. Það er bara eitthvað kikk við að keyra traktor. fram undir 1929, þegar mjólkurbúið opnaði.“ Hnakkar og bílar „Þetta er auðvitað mjólkurbær en þetta er líka hnakka- og bílabær. Meira að segja bókapésar eins og ég geta haft gaman af bílum. Ég hef til dæmis ógurlega gaman af því að keyra um bílasölur og á Selfossi eru einhverjar öflugustu bílasölur landsins. Þær eru allar í hnapp utan við á og þar er alltaf eitthvað að skoða. En svo ættu þeir sem eru „hard-core“ bílaáhugamenn að kíkja í hinn enda bæjarins, á Jötun- vélar þar sem notaðir og nýir trakt- orar til sölu. Ég er sammála honum Jóni í Össuri sem sagði eitt sinn að djúpt í sálarlífi hvers karlmanns lúri draumurinn um að eignast traktor. Það er bara eitthvað kikk við að keyra traktor.“ Bobby Fischer „Menn hafa verið að ræða vöntun á söfnum hér en það er nú komið Bobby Fischer-safn sem allir skák- áhugamenn ættu að hafa gaman af. Svo er hann jarðsettur hérna rétt utan við bæinn, við Laugardæla- kirkju, fallega og pínulitla sveita- kirkju við golfvallarsvæðið, sem er líka gaman að heimsækja. Ég veit að skákáhugamenn leggja leið sína að gröf hans í stórum stíl.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 28 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.