Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Qupperneq 33

Fréttatíminn - 01.05.2015, Qupperneq 33
Tökumst óhrædd og meðvituð á við kynferðislegt ofbeldi gegn börnum Tökum vel á móti sölufólki Blátt áfram dagana 27. apríl - 3. maí. g ra fi k .i s - kaupum ljósið! Verum upplýst líkur til þess að kokkar sem gluða svörtu ediki yfir matinn þinn span- deri í þig nokkrum þúsundköllum, nema þá á fáránlega dýrum veit- ingahúsum. Korsíkumenn eru heldur ekki þeir einu sem svindla á skinku. Þótt engum sé heimilt að fram- leiða Parma-skinku nema þeim sem búa í sveitunum kringum þá ágætu borg hafa menn fundið leið- ir til að anna eftirspurn sem svínin í sveitinni geta ekki staðið undir. Skinka sem sögð er frá Parma er sjaldnast af dýri sem alið var á mysu af parmigiano-ostagerð á bæ í nágrenni Parma. Líklegra er að hún sé af dýri sem flutt var á bíl alla leið frá Póllandi eða Úkraníu til slátrunar í Parma. Matartíska og eftirspurn frá fólki, sem þekkir ekki raunveruleg gæði en treystir aðeins á vörumerki, getur því ekki aðeins raskað hefð- og staðbund- inni vinnslu heldur líka farið illa með dýr að óþörfu. Upprunamerkingar í Frakk- landi eru mun stífari en á Ítalíu. Reglur á Ítalíu bjóða ætíð upp á hjáleiðir svo selja megi þeim sem lítið vita ómerkilega vöru með eftirsóknarverðu nafni. Sagt er að Ítalir hneykslist á nágrönnum sínum fyrir gagnsæjar og harðar reglur sem hindra allt svindl. Hvers vegna að leyfa útlendingum, sem hvort eð er hafa ekkert vit á mat, að kaupa upp allt það besta, – spyrja Ítalir. Blessun og bölvun ferðamanna En svínin eru ekki flutt inn til Kor- síku til að uppfylla alþjóðlega eftir- spurn. Lang mest af afurðunum er neytt innanlands. Þetta misvægi í framboði og eftirspurn er afleið- ing hnignunar fjallabúskapar og ofvaxtar í ferðamennsku. Korsíka er landbúnaðarland. Fólkið bjó upp í fjöllunum í sval- anum og frjóseminni en síður niðri við ströndina. Hingað kom iðnbylt- ingin aldrei. Þau sem ekki vildu eða gátu komið undir sig fótunum í þorpunum í fjöllunum fluttu burt. Í dag búa 320 þúsund manns á Korsíku. En talið er að um 800 þúsund manns af korsneskum uppruna búi í Frakklandi og þar af um 200 þúsund í Marseille. Utan Frakklands er síðan hátt í ein og hálf milljón Korsíkumanna til viðbótar, dreifð um heiminn. Af tveimur á hálfri milljón Krosíku- manna býr því aðeins tíundi hlut- inn á Korsíku. Þetta segir allt um hvurslags útkjálki Korsíka hefur verið á síðustu öldum. Aukinn ferðamananstraumur stöðvaði þessa hnignun. Á hverju ári koma um þrjár milljónir ferða- manna til Korsíku, mest Frakkar. Korsíkumenn eru svo til jafn- margir Íslendingum eða um 322 þúsund. Ferðamannastraumurinn er hins vegar þrefalt meiri. Ferða- menn standa undir um 31 prósenti af landsframleiðslu eyjarinnar og heldur henni um miðbik franskra sýslna. Án ferðamannastraumsins væru Korsíkumenn bláfátækir. Landsframleiðsla á Íslandi er 25 prósent meiri en á Korsíku. Þar af má rekja um 15 prósent til ferða- manna. Að sumu leyti ber Korsíka þennan ferðamannastraum vel. Hér eru ekki stór hótel og stærsti hluti strandlengjunnar er ósnort- inn sem og fjöllin og fjalladal- irnir. Gististaðir og veitingahús eru smá og leggja áherslu á mat og menningu heimamanna. En að öðru leyti er augljóst hvernig ferðamannaiðnaðurinn er að kæfa suma hluta eyjarinnar. Ferðamenn sækja einkum á strandlengjuna utan stærstu bæjanna og leggja undir sig þorpin þar. Kringum þau eru síðan byggð hverfi smáhýsa fyrir túrista. Fjöldi ferðamanna er slíkur að sú menning og sá matur sem seldur er túristum verður æ útþynntari og endurtekningasam- ari; einskonar sviðsetning og leik- Systkinin Henri og Delphine reka saman veitingastaðinn L’archivolto í ferðamanna- og fyrrum virkis- bænum Bonifa- cio. Þau opna í byrjun apríl og loka um miðjan október. Þau voru vön að ferðast um heiminn á veturna en Delp- hine segir þau nú orðin of gömul til þess. Maður verður heimakær með aldrinum, segir hún. tjöld líkt og Íslendingar þekkja frá sinni ferðamennsku. Það getur verið kúnst að finna hina raunverulegu Korsíku á Korsíku. Það er ef menn vilja ekki fallast á að ferðamannalandið sé hin raunverulega Korsíka. Það er hins vegar þess virði, ekki síst fyrir mataráhugamenn. Það eru ekki bara svínin sem gera korsískan mat spennandi heldur líka sauðir og geitur, kast- aníuhnetur og hunang, olívuolía og vín, skógarber og sveppir. Allt tengist þetta ræktun og vinnslu á mörkum hins villta og mann- gerða. Og mig langar að segja ykkur meira af því í næstu viku. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is matartíminn 33 Helgin 1.-3. maí 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.