Fréttatíminn - 01.05.2015, Page 34
Það getur
enginn keypt
regnbogann
Rúrí hefur miðlað
hugmyndum sínum
um náttúruna og
veru okkar á jörðinni
í hina ýmsu miðla
síðastliðin fjörutíu
ár. Hún hefur fegrað,
hneykslað og vakið
til umhugsunar með
verkum sem oftar
en ekki hverfast um
vatnið og hinar ýmsu
birtingarmyndir þess.
Hún vakti heimsat-
hygli með verki um
íslenska fossa á
Feneyjatvíæringnum
en á Íslandi eru hún
kannski þekktust fyrir
regnbogana sína, sem
henni finnst svo fal-
legir því enginn á þá
og því geti allir notið
þeirra. Rúrí frumflytur
nýjan gjörning fyrir
Listahátíð í Reykjavík
þann 16. maí næst-
komandi í Norður-
ljósasal Hörpu.
T enging mín við náttúruna byrj-aði mjög snemma því við vorum svo lánsöm að eyða öllum okkar
sumrum við Ísafjarðardjúp þaðan sem
faðir minn er ættaður. Þar upplifðum við
yndislegt og fullkomið frelsi í nánd við
fossa, sjó, fjöll og dali án þess að nokkuð
truflaði því það var ekki enn komið raf-
magn. Ætli þessi náttúrutenging sé ekki
bara í blóðinu,“ segir listakonan Rúrí
sem mun frumflytja gjörning í Norður-
ljósasal Hörpu á Listahátíð þann 16. maí
næstkomandi.
Gjörningurinn mun snerta vatnið,
mannkynið og jörðina en það eru við-
fangsefni sem hafa verið Rúrí hugleikin
frá upphafi ferils hennar. „Svo bjó ég í tvö
ár úti í Flatey á Breiðafirði og það hafði
líka mjög mikil áhrif á mig og tengingu
mína við náttúruna,“ segir Rúrí en hún
starfaði þar sem kennari og skólastjóri
í Flatey eftir að hafa lært myndlist við
Mynd- og handíðaskólann í Reykjavík og
járnsmíði í Iðnskólanum. „Frá Flatey fór
ég svo beint í framhaldsnám til Hollands
og það voru dálítið harkaleg umskipti.“
Listin er dýpri en mammon
Listsköpun Rúríar hverfist oftar en ekki
um jörðina og hverfulleika náttúrunnar.
Hún er líka oft á tíðum beinskeitt og póli-
tísk. Gjörningur hennar frá árinu 1974
er mörgum minnisstæður en þá rústaði
hún gyllta Benz-bifreið á Lækjartorgi
við hneykslan og forundran margra.
Reykvískir góðborgarar urðu ekki síður
hneykslaðir ári síðar þegar hún klædd-
ist þjóðbúningi úr ameríska fánanum á
17. júní.
„Myndlistin hefur alltaf verið hluti af
þessum kapítalíska heimi en það er ekki
það sem myndlistin snýst um. Hún snýst
um önnur gildi sem eru miklu dýpri en
peningar og mammon. Listin á að snúast
um huglæg gildi eins og tilfinningar, ást
og umhyggju. Siðferði og gagnkvæma
virðingu, til dæmis gagnvart náttúrunni,
öðru fólki og öðrum þjóðum.“
Rúrí segir gjörningaformið hafa hentað
sér vel, kannski að hluta til vegna þess
hversu illa það passar inn í markaðsvæð-
ingu listarinnar. „Ég fann fljótt að gjörn-
ingaformið hentaði mörgum af mínum
hugmyndum vel, þó ekki öllum,“ segir
Rúrí sem aldrei hefur bundið sig við einn
miðil. Uppsprettu verka hennar er alltaf
að finna í hugmyndinni sem mótar þau.
„Ég lít á listina sem heimspeki og hlut-
verk listamannsins er að túlka heim-
spekina eða hugmyndina í efni. Það er
grunnforsendan hjá mér, að finna rétta
efnið eða tæknina fyrir hverja hugmynd.
Ég náttúrulega dauðsé eftir því að hafa
sett mér þetta markmið til að byrja með,“
segir Rúrí og hlær, „því ég þarf stöðugt
að vera að læra, stöðugt að vera að kynna
mér aðrar aðferðir til að vita hvort hug-
myndin geti gengið upp í hverjum miðli.
Þetta er mikil rannsóknarvinna.“ Afurð
rannsóknarvinnu síðastliðinna fjörutíu
ára er fjöldinn allur af gjörningum, skúlp-
túrum, vídeó-verkum, innsetningum,
hljóðverkum, kvikmyndum, bókverkum
og ljósmyndum svo fátt eitt sé nefnt.
Vatnið er hrífandi og mikilvægt
„Þetta er fyrsta myndavélin mín en
ég fékk hana þegar ég var ellefu ára,“
segir Rúrí og tekur fram forláta rúss-
neska myndavél sem leynist innan um
gömul hnattlíkön á vinnustofunni. „Ég
var næstum dottin ofan í foss þegar ég
var nýbúin að fá hana og enn að venjast
því að ganga og horfa ofan í linsuna á
sama tíma,“ segi Rúrí og hlær. Hún hefur
greinilega heillast snemma af fossum en
vatnið og ýmsar birtingarmyndir þess er
leiðarstef í gegnum allan hennar feril.
„Það eru svo margir fletir á vatninu,“
segir Rúrí aðspurð um hvað það sé sem
heilli hana við vatnið. „Það er til dæmis
yndisleg samlíking við tíma og svo er
það undirstaða lífsins. Við erum ekki án
vatns, yfir 60% af líkamanum er vatn. Það
liggur í augum uppi að vatn er mjög mik-
ilvægt. Vatn er líka mjög hrífandi og þá
dettur mér Flatey aftur í hug. Flatey að
vetrarlagi, þegar snjór liggur yfir en flóð
og fjara gera það að verkum að klapp-
irnar verða berar á mjóu belti yfir sjávar-
máli, svartar, og yfir liggur sinnepsgulur
Rúrí mun flytja
gjörninginn Lindur-
Vocal 7 í Norður-
ljósasal Hörpu
laugardaginn 16.
maí. Verkið tekur
um 40 mínútur í
flutningi. „Ég veit
að þetta verður
heilmikið sjónar-
spil. En gjörningar
eru þess eðlis að
það er áhorfand-
inn sem upp-
lifir svo við skulum
ekki taka það frá
honum með því að
segja of mikið.“
Sama dag og Rúrí
flytur gjörninginn
í Hörpu verður
opnun á sýning-
unni Icelandic Art
– Then and now, í
Nordiska Aquarelle
Museet þar sem
Rúrí sýnir stóra
vídeó-innsetningu,
sem byggir á
5 metra háum
vídeó-verkum í
360° hring í 150
fermetra skála.
Mynd/Hari
Rúrí fékk fyrstu myndavélina sína þegar hún
var ellefu ára gömul.
34 viðtal Helgin 1.-3. maí 2015
RIGA Í LETTLANDI
FRÁBÆRT TILBOÐ TIL
14. -17. MAÍ Á SÍÐUSTU SÆTUNUM
Verð aðeins kr. 69.900.-
Innifalið: flug frá Keflavík og Akureyri, 4★ hótel á besta stað með
morgunmat, rúta frá flugvelli og íslenskur fararstjóri.
Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast
saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn
sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er
menningin - söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með
allt það nýjasta á góðu verði - þá finnur þú það í Riga. Í Riga má finna eitt
mesta samsafn af Art Noveau eða Jugend byggingalist. Þá er næturlíf
Riga orðið þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.
Framhald á næstu opnu