Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 01.05.2015, Blaðsíða 42
hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201542 Kia Gullhringurinn er ein aðgengi- legasta hjólakeppni sumarsins. Keppnin samanstendur af þremur hringjum; 45 kílómetra hring, 60 kílómetra hring og 106 kílómetra hring og því geta byrjendur og afreksfólk fundið eitthvað við sitt hæfi. Kia Gullhringurinn hefur því oftar en ekki orðið fyrir valinu sem fyrsta keppni hjólreiðafólks sem er að stíga sín fyrstu skref. Hjólað er frá Laugarvatni í gegnum stórbrotna náttúru og magnaðar söguslóðir uppsveita Árnessýslu. Í lok keppninnar er boðið upp á mat, drykk og skemmtun. Allir vinna Keppnin var fyrst haldin sumarið 2012 og verður því haldin í fjórða sinn í sumar. Mottó keppninnar er „Allir hjóla, allir vinna og allir eru velkomnir,“ og er það vísun í að með þátttöku í keppninni er í raun hálfur sigurinn unninn. Gull- hringurinn er auk þess annálaður fyrir glæsilega brautarvinninga. „Brautarvinningar eru þannig að númer þeirra sem klára keppnina eru dregin út í lok keppninnar og þannig geta allir unnið glæsileg verðlaun þó þeir lendi ekki í efstu sætum og það er það sem gerir Kia Gullhringinn svo aðgengilegan og skemmtilegan,” segir Freyja Leópoldsdóttir, markaðsstjóri Öskju, sem er umboðsaðili Kia Ís- landi, en Askja er helsti bakhjarl keppninnar. Fyrir byrjendur og lengra komna Síðustu tvö ár hefur það haldist í hendur að sigurvegarar í 106 kílómetrunum í karla og kvenna- flokki hafa verið valdir hjólreiða- maður og hjólreiðakona ársins þannig að fremstu hjólarar lands- ins leggja metnað í að sigra í Kia Gullhringnum. Keppnin er þó að sjálfsögðu opin öllum og er ekki hluti af Íslandsmeistararmótinu. Áslaug Einarsdóttir, ein af skipu- leggjendum keppninnar segir að öryggi keppenda sé þeim ofarlega í huga. „Við erum með lækni á vakt í mótsstjórn inni, sex brautarbíla og reynum eftir fremsta megni að hafa umgjörðina sem vandaðasta.“ Skráning er hafin á www.gullhring- urinn.is. „Nú þarf að hafa hraðar hendur því forskráningartilboðið gildir út 2. maí og þá hækkar verðið úr 5.500 krónum í 6.900 krónur. Keppendur fá glæsilega gjafapoka hjá okkur þegar þeir sækja skrán- ingarnúmerin fyrir keppni. Auk þess er fjöldinn allur af frábærum vinningum í boði, ekki bara fyrir efstu sætin,“ segir Freyja. O kkur er líklega best lýst sem hjólanördum. Við höfum verið að vinna að því að byggja upp hjólreiðamenninguna hér á landi og partur af því er að fara í ævintýri erlendis og öðlast reynslu,“ segir Emil Þór Guðmundsson hjólagarpur. Keppnin, sem nefnist Cape Epic, nýtur mikilla vinsælda meðal hjólreiðafólks og árlega taka um 1200 hjólreiðamenn þátt. Þegar opnað var fyrir skráningu í keppnina sem fram fer að ári tók einungis níu sekúndur að fylla öll pláss sem í boði eru. 11 brotin viðbein á fyrsta keppnisdegi „Hópurinn sem ég fór með var búinn að skrá sig fyrir löngu og ég kom inn sem varamaður þegar einn datt út,“ segir Emil. Liðsfélagi Emils var Ingi Már Helga- son. Í hinum liðunum tveimur voru annars vegar Arn- þór Pálsson og Guðmundur Gíslason, og hins vegar Björn Ólafsson og Stefán Ákason. „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að taka þátt og ljúka þessari keppni,“ segir Emil, en það er alls ekki sjálfgefið að klára keppnisdagana átta. „Á fyrsta degi brotnuðu til að mynda 11 viðbein í keppendum,“ segir Emil. Einn íslensku keppendanna þurfti svo að hætta keppni samkvæmt læknisráði á þriðja degi. „Liðsfélagi hans kláraði þó keppnina einn síns liðs, en ég veit að þá langar að fara aftur og klára þetta verkefni saman,“ segir Egill. Hann og Ingi Már enduðu í 106. sæti og eru nokkuð sáttir með þann árangur. „Við fórum ekki í keppnina til að vinna heldur til að klára verkefnið.“ Tour de France fjallahjólanna Cape Epic hjólreiðakeppnin er ein erfiðasta hjóla- keppni í heimi og jafnfram sú lengsta, en alls eru hjólaðir 748 kílómetrar á átta dögum. Báðir liðsmenn hjóla alla leiðina og liggur hjólaleiðin um fjöll og firn- indi. Hjólaleiðin hefst í Cape Town og endar í Durban- ville. „Keppninni hefur verið líkt við Tour de France, en segja má að þetta sé eins konar fjallahjólaútgfáfa af þeirri keppni,“ segir Emil. Það eru ýmis verkefni og vandamál sem geta komið upp á keppnisleiðinni. Emil segir að hitinn hafi helst sett strik í reikninginn hjá þeim félögum. „Við hjóluðum að meðaltali sex klukkustundir á dag og lengst yfir átta stundir, en það var akkúrat heitasti dagurinn. Hitinn fór upp í 42 gráður og við kuldabeltisdýrin erum ekki gerð fyrir þetta,“ segir Emil, en hann líkir þessum degi við að hjóla Laugaveginn fram og til baka, í miklum hita, en þessi hluti leiðarinnar var 130 kílómetrar. Ljón á veginum Emil og félagar hjóluðu í gegnum ýmsa bæi, fjall- garða, eyðimerkur og vínekrur á leið sinni. „Landið er einstaklega fallegt og það var mögnuð upplifun að hjóla þessa leið og ólíkt því sem maður þekkir.“ Í keppninni var hjólað í 40-50 manna hópum á 40-50 km hraða. „Við tölum saman okkar á milli og þeir sem fremstir eru segja hvað er fram undan á veginum. Það óvæntasta var líklega þegar ég heyrði kallað: Ljón! Þá var ljón hægra megin við okkur á veginum,“ segir Emil. Nú tekur við íslenskt hjólasumar en þeir félagar eru þó farnir að huga að næstu keppnum, annað hvort í Brasilíu eða Mongólíu. Erla María erlamaria@frettatiminn.is „Eins og að hjóla Laugaveginn fram og til baka í 40 gráðum“ Gullhringurinn heldur áfram að vaxa Emil Þór Guð- mundsson, hjólagarpur og eigandi hjólareiðaversl- unarinnar Kríu, fór ásamt fimm félögum sínum til Suður-Afríku í mars síðast- liðnum til að taka þátt í Cape Epic, lengstu fjallahjólakeppni heims. Cape Epic er lengsta fjallahjólakeppni í heimi. Alls eru hjólaðir 748 kílómetrar átta dögum við erfiðar aðstæður. Ljósyndir/Emil Þór Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.