Fréttatíminn - 01.05.2015, Síða 48
hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201548
Halldóra Matthíasdóttir þrí-
þrautarkona er mjög ánægð
með Magnesíum Sport spreyið
frá Better You og notar það
eftir allar æfingar. Hún finnur
sérstaklega mikinn mun á
endurheimt vöðva og bata eftir
æfingar.
H alldóra Matthíasdóttir úti-bússtjóri breytti um lífsstíl árið 2008 með því að breyta
algerlega um matarræði. Því næst
tók hún á hreyfingunni og byrjaði á
því að hlaupa. Hún hljóp sitt fyrsta
maraþon árið 2011 og hefur síðan
hlaupið bæði Laugavegshlaupið og
Jökulsárhlaupið ásamt því að hafa
undanfarin ár tekið þátt í Ironman
keppninni bæði í Mexíkó, Frankfurt
og Svíþjóð.
Þreytan hvarf eins og dögg
fyrir sólu
Halldóra æfir að meðaltali níu sinn-
um í viku, þrisvar sinnum í hverri
grein, það er hjólreiðum, hlaupi og
sundi. „Eftir æfingar nota ég allt-
af Magnesíum Sport spreyið því
það hefur hjálpað mér verulega við
endurheimt vöðva og minnkar lík-
urnar á krampa og harðsperrum.“
Í fyrra hljóp Halldóra frekar langt
hlaup eftir að hafa verið frá í nokk-
urn tíma vegna handleggsbrots.
„Eftir hlaupið fékk ég mikla pirr-
ings- og þreytuverki á sköflunga
og í læri. Ég nuddaði vöðvana með
Magnesíum Sport spreyinu og fann
strax þreytuna og pirringinn líða
hjá. Það var eiginlega alveg ótrúlegt
hvað það virkaði hratt. Ég notaði
líka Magnesíum Orginal spreyið á
úlnliðinn, það er svæðið þar sem ég
handleggsbrotnaði og mér finnst
það hafa hjálpað mér verulega í bat-
anum.“
Útsölustaðir
Magnesíum Sport er fáanlegt í
Lyfju, Lyf og heilsu, flestum apó-
tekum, Fjarðarkaupum, Heilsuhús-
inu, TRI verslun, Systrasamlag-
inu, völdum Hagkaupsverslunum,
Þinni verslun Seljabraut, Blómavali,
Garðheimum, Crossfit Reykjavík og
Lyfjaveri/Heilsuveri. Nánari upp-
lýsingar má finna á www.gengur-
vel.is.
Unnið í samstarfi við
Gengur vel
Halldóra Matthíasdóttir þríþrautar-
kona: „Ég mæli eindregið með Magn-
esíum Sport spreyinu því það hefur
hjálpað mér við endurheimt vöðva,
þreytuverki og til að koma í veg fyrir
krampa og harðsperrur.“
„Alveg ótrúlegt
hvað spreyið
virkar hratt“
Frá vanvirkni
til virkni
H jólakraftur er hjólahópur fyrir alla, en er þó sérstak-lega hugsaður fyrir krakka
á aldrinum 12-18 ára, sem finna sig
ekki endilega í hinu hefðbundna
íþróttastarfi. „Við erum með hópa
af ungu fólki og við skiptum hóp-
unum eftir aldri,“ segir Þorvaldur
Daníelsson, forsprakki verkefnis-
ins. Nú eru meðlimir Hjólakrafts í
kringum 50 og eru hópar starfandi
á höfuðborgarsvæðinu, Grindavík
og í Árnessýslu.
Snýst um að sigrast á sjálfum
sér
„Í Hjólakrafti hjólum við og hreyf-
um okkur. Við erum ekki í neinni
keppni hvert við annað, síður en
svo, en við veitum hvert öðru ágætt
aðhald.“ Hópurinn hittist tvisvar,
stundum þrisvar, í viku við Háskól-
ann í Reykjavík við Öskjuhlíð eða
Nauthólsvík. Eitt af markmiðum
hópsins er að taka þátt í WOW-cyc-
lothoninu. „Við viljum helst vera
með mörg lið,“ segir Þorvaldur.
Fyrsta Hjólakrafts-liðið tók þátt
sumarið 2014 og vann þar áheita-
keppnina og hlaut að launum flug-
miða frá WOW-air og fór í nokkurra
daga hjólaferð til Lyon í Frakklandi
í byrjun september 2014.
Hvatning og stuðningur
Þorvaldur segir að hópurinn fylgi
einfaldri hugmyndafræði. „Við
spáum bara í hvað það er sem þátt-
takendur langar til að geta gert og
við spyrjum hvað viðkomandi er
tilbúinn að leggja á sig til þess að
láta það rætast.“ Áhersla er lögð
á jákvætt andrúmsloft, gleði og
hvatningu. „Ef eitthvað sem mað-
ur er að gera er ekki gefandi eða
skemmtilegt þá er óvíst að mann
langi til þess að halda því áfram
mikið lengur, ekki satt? Þess
vegna eru gleðin og hvatningin svo
mikilvægir þættir hjá okkur,“ segir
Þorvaldur. Stuðningur er einnig
mikilvægur þáttur í starfi Hjóla-
krafts. „Foreldrarnir eru mikill og
góður stuðningur við unga fólkið
okkar og hópinn í heild. Við förum
til dæmis af og til saman öll út að
hjóla og gerum eitthvað skemmti-
legt.“
Hjólakraftur
stefnir á WOW
cyclothon-ið í ár
líkt og í fyrra.
„Þegar krakkarnir
kláruðu hringinn í
fyrra sáu þeir og
fólkið í kringum
þá að allt er
mögulegt þegar
unnið er saman.
Við þurfum hvert
á öðru að halda,“
segir Þorvaldur
Daníelsson, for-
sprakki Hjóla-
krafts.
Göngugreining
Pantaðu
tíma
í síma
5173900
Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900
Vandamál sem göngugreining Flexor getur
hjálpað til við að leysa eru til dæmis:
• þreytuverkir og pirringur í fótum
• verkir í hnjám
• sársauki eða eymsli í hælum
(hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.)
• beinhimnubólga
• óþægindi eða verkir í baki
og/eða mjöðmum
• verkir í tábergi og/eða iljum
• hásinavandamál
• óþægindi í ökklum
• þreytu- og álagsverkir
hjá börnum og unglingum