Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 52

Fréttatíminn - 01.05.2015, Side 52
hjólreiðar Helgin 1.-3. maí 201552 T RI verslun er innflutnings- og smásölufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjón- ustu á reiðhjólum frá Cube. Einn- ig er boðið upp á ýmis önnur merki þegar kemur að fylgihlutum fyrir hjól, svo sem hjálmum, fatnaði og öðrum aukahlutum fyrir hjólreiðar. „Cube er þýskt hjólreiðamerki og hefur það stækkað mjög ört á hinum alþjóðlega hjólreiðamarkaði síðast- liðin fimm ár. Við höfum því vaxið með merkinu hérna heima á sama tíma og merkið hefur vaxið erlend- is,“ segir Valur Rafn, markaðsstjóri hjá TRI. Framleiðendur Cube eru framarlega á sviði keppnishjóla en eru einnig að bæta við sig í fram- leiðslu, til dæmis í hjólum fyrir þá sem vilja cyclocross eða hybrid reið- hjól. „Merkið er að fá mjög góða dóma á heimsvísu og hefur einnig reynst mjög vel við íslenskar að- stæður,“ segir Valur. Veldu rétta hjólið TRI verslun hefur verið að auka við vöruúrvalið upp á síðkastið og býður nú í fyrsta skipti upp á sér- stakan aukahlutapakka frá Cube. „Við erum til dæmis aða selja Cube hjálma í fyrsta skipti og erum einn- ig að fá mikið af nýjum hjólaskóm, bakpokum, ljósum og fatnaði. Sam- hliða aukningu á vöruúrvali býður TRI verslun upp á mælingu fyrir þá sem vilja kaupa rétta hjólið. „Það þarf að huga að mörgu við kaup á hjóli. Í mælingunni tökum við tillit til þátta eins og hvert viðkomandi ætlar að fara á hjólinu og í hvaða til- gangi,“ segir Valur. „Ertu að fara að hjóla í bænum, á hjólastígum eða úti á landi? Á að nota hjólið til að keppa í reiðhjólakeppnum eða á að nota reiðhjólið sem líkamsræktartæki?“ Starfsfólk TRI hjálpar viðskiptavin- um að svara þessum spurningum og finna rétta hjólið. „Ef þig vantar upp- lýsingar um hjólreiðar getur þú haft samband við starfsfólk TRI,“segir Valur. Menningarhlutinn í kringum hjólin skiptir okkur einnig miklu máli. „Með auknu vöruúrvali viljum við stuðla að aukinni og bættri hjóla- menningu hér á landi. Komdu endi- lega við hjá okkur og fáðu þér kaffi það kostar ekkert!“ #cube_your_life TRI verkstæði TRI verslun er á Suðurlandsbraut 32 og þar er einnig að finna verk- stæði. „Við tökum á móti hjólum af öllum tegundum, stærðum og gerðum,“ segir Valur. Boðið er upp á þjónustu í nokkrum flokkum og nú stendur yfir sérstök sumarþjón- usta þar sem viðskiptavinir fá mik- ið fyrir lítið. „Með því að velja sum- arþjónustu tökum við nagladekkin af hjólinu og setjum sumardekkin undir. Þar að auki fær hjólið léttan þvott, stillingu á gírum og brems- um, keðjan er smurð og yfirfarin, auk þess sem farið er yfir dekk og gjarðir.“ Þýsk gæði á góðu verði Á heimasíðu TRI, www.tri.is má finna allar nánari upplýsingar um Cube hjólin og aðrar vörur. Einnig er hægt að finna TRI verslun á Fa- cebook, Twitter og Instagram undir nafninu #TRIVERSLUN Unnið í samstarfi við TRI verslun Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt Betra blóðflæði Meiri orka, þrek, úthald WE BEET THE COMPETITION 1 skot 30 mín. fyrir æfingar / keppnir. Blandað í 100 - 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka 30 mín. eftir inntöku. Fæst í öllum Heilsuhúsum - Heilsuveri og sumum apótekum. Upplýsingar í síma 896 6949. vitex.is BE ET EL IT E l ey nd ar m ál þe irr a s em sk ar a f ra m úr . - w ww .ne og en iss po rt. co m Cube hjá TRI Verslun #TRIVERSLUN / #TEAMCUBE / #TRI.IS / #BIKEFITTING Sér ekkert neikvætt við hjólreiðar Tómas Ingi Ragnarsson hefur notað hjól sem samgöngutæki í 25 ár. Ástæðuna segir hann ekki vera flókin vísindi. Að hjóla í vinnuna er hollt, ódýrt, um- hverfisvænt og síðast en ekki síst þá er það gaman. Tómas lítur ekki á hjólreiðar sem sport og mun því aldrei fara í span- dexgalla. É g byrjaði að hjóla þegar ég flutti frá Blönduósi í bæinn á framhaldsskólaldri,“ segir Tómas Ingi Ragnarsson sem hefur hjólað allar götur síðan. „Það komu reyndar þarna tvö ár þar sem ég tók nokkur letiköst og freistaðist til að nota bíl en fyrir utan það þá hef ég alltaf notað hjól til að ferðast á milli staða.“ Tvisvar verið keyrður niður Tómas, eða Tommi, hjólar 9 kíló- metra á dag til og frá vinnu. Alla daga, allan ársins hring í hvaða veðri sem er. En hann hefur aldrei keypt sér hjólaföt eða spandexgalla. „Ég fer aldrei þangað því ég lít ekki á hjólreiðar sem sport. Fyrir mér er þetta samgöngumáti. Þetta snýst bara um að komast frá A til B og til þess þarf maður ekki ný föt. Maður passar sig bara að hjóla á temmi- legum hraða svo maður svitni ekki,“ segir Tommi sem notar þó alltaf hjálm, af fenginni reynslu. „Ég hef oft komist í hann krappan og hef ver- ið keyrður niður tvisvar sinnum. Það var sem betur fer ekki alvarlegt, ég meiddi mig ekkert mikið heldur fékk bara nokkrar skrámur og marbletti.“ Gaman að hjóla í slabbi „Það er svo margt sem er skemmti- legt við hjólreiðar. Mér finnst mjög gaman að fá smá hreyfingu á blóðið á morgnana, þetta er gott fyrir heils- una og svo er þetta miklu ódýrara en að keyra bíl, og umhverfisvænna. Ég get bara ekki séð neitt neikvætt við hjólreiðar.“ Ekki einu sinni íslenska veðráttu? „Nei, mér finnst gaman að slabb- inu. Þá setur maður bara naglana á dekkin og fer í pollagalla. Það er gott að hafa bara gallann í töskunni því maður getur átt von á hverju sem er á Íslandi.“ -hh Tommi býr í Eikju- vogi en hjólar í Guð- rúnartún á hverjum degi þar sem hann vinnur sem grafískur hönnuður. Hann er á hybrid-hjóli sem er blanda af fjalla- og götuhjóli. Mynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.