Fréttatíminn - 01.05.2015, Page 70
Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík
sími: 557 9510 - www.patti.is
Opið virka daga kl. 10-18
laugard. 11-16
Torino
ÍSLENSKIR SÓFAR
SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM
Mósel Basel NevadaRoma
10% afsláttur
af öllum sófum / sófasettum
mál og áklæði að eigin vali
*Tilboð gildir til 7.maí
TónlisT lög úr Teiknimyndum í salnum
Söngvararnir og leikararnir Þór Breið-
fjörð, Valgerður Guðnadóttir og Felix
Bergsson hafa fjórum sinnum haldið
tónleika í Salnum í Kópavogi undir yfir-
skriftinni Lögin úr teiknimyndunum. Á
laugardaginn verða þeir fimmtu og þeir
síðustu í bili. „Það er svo mikið að gera
hjá okkur öllum að við sjáum ekki fram á
að gera meira af þessu, í bili,“ segir Þór
Breiðfjörð. „Þetta er ótrúlega skemmti-
legt prógram og það þekkja allir þessi
lög. Sérstaklega börnin sem syngja með
af mikilli innlifun,“ segir Þór.
„Við tökum lög úr öllum helstu mynd-
unum og nær eingöngu á íslensku. Þessi
lög eru ekkert slor og teiknimyndirnar
eru alveg sér kafli í kvikmynda og söng-
leikjasögunni,“ segir Þór. Tónleikarnir
á laugardag eru klukkan 13 og segir
hann að vinsældir Frozen myndarinnar
hafi gert það að verkum að þau bættu
við lögum úr myndinni. „Myndin varð
svo rosalega vinsæl að við bættum við
tveimur lögum úr henni og verða því
þrjú Frozenlög á tónleikunum. Annars
er teiknimyndasagan yfir 80 ára gömul
og allir ættu því að finna eitthvað við sitt
hæfi,“ segir Þór Breiðfjörð.
Miðasala á tónleikana er á www.salur-
inn.is -hf
Frozen fær sitt pláss Felix, Vala og
Þór syngja
lög úr teikni-
myndum í
Salnum á
laugardag.
Þ orsteinn Bachmann fer með eitt aðalhlutverkanna í Endatafli eftir Samuel Beck-ett sem frumsýnt verður í
Tjarnarbíói í kvöld, föstudag. Hann
segir verkið vera eilífa baráttu and-
stæðnanna. „Þetta eru frekar tilvistar-
legar spurningar sem Beckett spyr í
þessu verki,“ segir Þorsteinn. „Það er
mikið tekið á hringrás lífsins, upphafi
og endi og sömu stefin og tilbrigðin
endurtekin í sífellu. Verkið er skrifað
eins og tónverk. Það er að leikgerðin
er nánast grafin í stein hjá Beckett.
Það er allt fyrirskipað í handritinu,
hvert einasta skref, og það er hans
stíll,“ segir Þorsteinn. „Það er gríðar-
leg nákvæmni. Það er eitthvað frelsi
innan rammans, en ramminn er mjög
stífur,“ segir hann. „Þetta er fyrir
leikara eins og að spila Píanókonsert
nr 3 eftir Rachmaninoff.“
Aðrir leikarar í sýningunni er þau
Þór Tulinius, Stefán Jónsson og Harpa
Arnardóttir. Leikstjóri er Kristín Jó-
hannesdóttir. „Þó rammi Becketts
sé þröngur þá leggur Kristín til alla
myndrænu hlið verksins og hún sér
þetta með sínum augum,“ segir Þor-
steinn. „Hún er mjög myndrænn
leikstjóri og þetta er mjög spennandi
útfærsla. Mikið listfengi,“ segir hann.
„Það er gríðarlega gefandi að vinna
með henni. Verkið er mikið drama en
samt gríðarlega kómískt,“ segir Þor-
steinn. „Beckett sagði alltaf að ekkert
væri jafn hlægilegt og óhamingjan,
sem er kannski rétt.“
Verkið er sýnt í Tjarnarbíói og fyrir-
hugaðar eru tíu sýningar í maí. Þor-
steinn er annars nýkominn úr tökum
á sjónvarpsseríunni Ófærð og er
nýbyrjaður í annarri. „Ég var að klára
Ófærð, já, og er að byrja í Rétti. Það
er alltaf nóg að gera, segir hann. Ég
kenni líka á milli verkefna og svo á ég
von á barni,“ segir Þorsteinn Bach-
mann leikari.
Allar nánari upplýsingar um Enda-
tafl má finna á www.tjarnarbio.is
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
leiklisT samuel BeckeTT í TjarnarBíói
Frelsi innan rammans – en ramminn er stífur
Leikhópurinn Svipir
frumsýnir leikritið
Endatafl eftir Samu-
el Beckett í Tjarnar-
bíói í kvöld, 1.maí.
Í kynningartexta
segir að betur og
sterkar en nokkur
önnur leikverk fjalli
Endatafl um fánýti
tilverunnar með
hjartanlegri kímni
og djúpri hlýju. Einn
leikara sýningar-
innar, Þorsteinn
Bachmann, segir
leikritið fjalla um
lífið sjálft og allar
þær spurningar sem
það veki. Beckett
taki á því hlutverki
að vera manneskja
og hvað hún geri til
þess að takast á við
tilvist sína.
Þorsteinn
Bachmann í
hlutverki sínu
í Endatafli
eftir Samuel
Beckett.
70 menning Helgin 1.-3. maí 2015