Allt um íþróttir - 01.12.1951, Síða 2

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Síða 2
Bréf frá Fáskrúðsfirði: Ritið fékk nýlega bréf frá les- anda, sem nefnir sig ,,Z“. Hann ræðir um íþróttastarfsemina í sínu héraði, og skulum við gefa honum orðið: Ég ætla að verða við beiðni rits- ins og senda því nokkrar línur um íþróttastarfsemina á Fáskrúðs- firði frá upphafi. Raunverulega var lagður grundvöllur að íþrótta- starfsemi hér þegar núverandi íþróttahús var vígt, 1. desember 1938. Gunnar Ólafsson íþrótta- kennari varð fyrstur til að vekja áhuga á útiíþróttum, þó einkum skíðaíþróttinni, og gekkst meðal annars fyrir stofnun skíðafélags. Næsta skrefið var stigið með stofn- un Umf. Leiknir seint á árinu 1940. Nokkru seinna var afgirtur íþrótta- völlur fyrir innan kauptúnið og þar með lagður grundvöllur að frjálsíþróttastarfseminni og knatt- spyrnunni. Næsta framfaraskrefið var stigið, er sundhöll Fáskrúðs- fjarðar var byggð, en hún tók til starfa árið 1948, var það mikil bót, því áður höfðu skólabörnin alltaf orðið að fara upp að Eiðum til að læra sund. Síðustu tvö, þrjú árin hafa svo frjálsar íþróttir ver- ið iðkaðar af áhuga og kappi, og er nú svo komið, að Fáskrúðs- fjörður á fleiri og betri frjáls- 360 íþróttamenn en nokkur annar stað- ur á Austurlandi. Til sönnunar þessu er hægt að nefna mörg dæmi. Tökum t. d. frjálsíþróttamót Aust- urlands 1950, sem fór fram á Eski- firði, þar sigraði Umf. Leiknir, hlaut 51 stig, annað í röðinni var Umf. Austri, Eskifirði með 38 stig. Frjálsiþróttamót Austurlands 1951 sigraði Leiknir, hlaut 53 stig. En hvað knattspyrnu viðvíkur, þar erum við veikari, en Austurlands- meistari er Austri. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Z. Landsleikir í knattspyrnu í haust. 3. okt. í London: England 2 — Frakkland 2. 6. okt. í Belfast: Ulster 0 — Skotland 3. 10. okt. í Genf: Sviss 1 — Frakkland 2. 11/. okt. í Brússel: Belgía 1 — Austurríki 8. 21. okt. i Kaupmannahöfn: Danmörk 3 — Svíþjóð 1. 17. okt. í Dublin: Eire 3 — V.-Þýzkaland 2. 20. okt. t Cardiff: Wales 1 — England 1. 28. okt. í Amsterdam: Holland 4 — Finniand 4. 1. nóv. í París: Frakkland 2 — Austurríki 2. J/. nóv. í Luxemburg: Luxemburg 3 — Finnland 0. 11. nóv. í Florens: Italía 1 — Svíþjóð 1. 11/. nóv. í Birmingham: England 2 — Ulster 0. llt. nóv. í Glasgow: Skotland 0 — Wales 1. 15. nóv. í Istanbul: Tyrkland 1 — Svíþjóð 0. 18. nóv. i Buda-Pest: Ungverjaland 8 —• Finnland 0. 28. nóv. í London: England 2 — Austurríki 2. ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.