Allt um íþróttir - 01.12.1951, Síða 31
en þar eð hann var rúmum áratug
eldri en ég, gerði ég ráð fyrir, að
röðin mundi að lokum koma að
mér. Að við mundum um síðir
leika saman á vinstra sóknararmi,
flaug mér ekki einu sinni í hug,
er ég á fyrstu æfingunni á High-
bury hitti fyrir lágvaxinn mann,
sem kynnti sig á hinni lítt skiljan-
legu skozku mállýzku sem Alex
James. Enda þótt á vellinum hafi
komizt á ágætur skilningur og
samvinna með okkur, hefur mér
ávallt þótt James heldur torskilinn
utan vallarins!
Það fyrsta, sem ég varð var við
í fari James, var hið óumræðilega
sjálfstraust hanns. Enginn hafði
meiri trú á hæfileikum Alex James
en Alex sjálfur — ekki einu sinni
Herbert Chapman. Og hann þurfti
alls sjálfstrausts með fyrstu mán-
uðina á Highbury, því að hann
var lengi að venjast þar. Chapman
vildi gera hann að skipuleggjara
og taktiker liðsins, þar sem Alex
hafði aftur á móti hjá Preston
skapað sér orð sem markaskytta.
Um síðir varð hann þó eins og
alkunna er, einn bezti uppbyggjari
sem nokkurt lið hefur átt — laun
sjálfstrausts hans og framsýni
Chapmans.
Sjálfstraust hans á leikvelli kom
fram í hinum sífelldu hrópum hans
eftir knettinum. Alex gerði sér
engar grillur út af getu sinni og
hæfileikum. Honum var vel ljóst,
að strax og hann kæmist yfir
knöttinn, mundi honum beitt eins
og bezt varð á kosið. Samt skyldi
enginn ætla, að hann hafi verið
sjálfbyrgingslegur. Hann var
þvert á móti.
Alex var „individualisti“ eins og
þeir gerðust mestir á 19. öld. Ut-
an vallar vildi ég sagt hafa, en
ekki innan. Þegar Arsenal átti að
leika á norðurhéruðunum og liðið
hélt til á hótelum, var það undan-
tekning, ef hann var kominn á
fætur fyrir hádegi daginn, sem
átti að leika. Enginn annar fékk
slík sérréttindi. En við töldum
ekki eftir hina löngu bóllegu hans,
því að við gátum ekki ætlazt til
að snillingar hagi sér eins og hverj-
ir aðrir leikmenn. Og að auk var
Alex vel vaknaður, þegar leikur
skyldi hafinn.
Margar og margvíslegar eru
þær sögur, sem af honum eru sagð-
ar. Eina ætla ég að láta nægja að
sinni. Eitt sinn á starfsskeiði Alex
hjá Arsenal, ákvað Herbert Chap-
mann, að Alex þyrfti loftslags-
breytingu, þvi að hann væri úr æf-
ingu. Hann tilkynnti honum því,
að hann mundi sendur í sjóferð á
kostnað félagsins. Alex kom strax
í hug Queen Mary eða önnur fljót-
andi hótel með hljómsveitum,
sundlaugum og kvikmyndasölum.
Skömmu eftir að söguhetjan
fékk þessa gleðifregn, er hún stödd
á hafnarbakka ásamt þjálfaranum,
Tom Whittaker, sem falið hafði
verið að kveðja hana. „Með hvaða
skipi á ég að fara?“ spurði Alex.
„Þessu þama“, svaraði Whit-
taker.
Alex virðir það fyrir sér. Hann
skoðar það aftur. „Hvað, með þess-
um skítuga, litla flutningadalli?“
IÞRÓTTIR
389