Allt um íþróttir - 01.12.1951, Qupperneq 32
„Það er rétt.“
„Jæja, hver sem heldur að ég
ætli með honum,“ segir Alex æfur
af reiði, „honum skjátlast hrapar-
lega.“
„Fyrirskipun frá Chapman",
svarar Tom rólega. Alex hélt um
borð.
Mér er vel Ijóst, hve ríkan þátt
James átti í þeijn árangri, sem ég
náði sem vinstri útherji. Það var
hreinasta unun að leika við hlið
hans. Við skildum hvom annan
næstum til hlítar. Ég átti auðvelt
með að skilja fyrirætlanir hans,
þótt aðrir samherjar hans ættu
örðugt með það, eftir því sem Alex
sagði mér. Hann hélt sig langt
inni á velli og gaf mér með því
rúmgott athafnasvæði. Lengst af
var hann á hnotskóg eftir lausum
sendingum á hægri vallarhelmingi,
meðan ég var einn um hituna okk-
ar megin og hélt mig um 15 m.
frá hliðarlínunni. Um leið og Alex
fékk knöttinn, sendi hann hann
yfir til mín og lék honum stytztu
leið í áttina að marki andstæð-
inganna, eins hratt og ég komst.
Hann breytti oft um og lék
knettinum með hámákvæmri send-
ingu inn fyrir bakvörðinn og ætl-
aði mér að hlaupa inn fyrir og
ná knettinum.
Alex var snillingur í að skipta
leikum milli sóknararmanna, og
þess vegna fékk hægri útherjinn
næstum jafnmargar sendingar frá
honum og ég. Þversendingar hans
yfir til hægri voru einnig ótrúlega
nákvæmar. Ég hef séð hann taka
við markspymu í um metra hæð
og senda knöttinn umsvifalaust
fyrir fætur hægri útherja hinum
megin á vellnium.
James vissi nákvæmlega hve
lengi hann átti að halda knettin-
um áður en hann sendi hann frá
sér, en það er eiginleiki, sem flest-
ir leikmenn vita ekki hvað er, því
að þeir annað hvort senda knött-
inn strax til samherja, áður en
þeir hafa dregið að sér andstæð-
ing, eða leika knettinum of lengi
og missa hann síðar um síðir. Að
auki var Alex einn fljótasti leik-
maður, sem ég þekkti á 10 m.
sprettum. En hvort hann hefði
haldið út 100 metra, er mjög vafa-
samt. En það eru stuttu sprettirn-
ir, sem skipta mestu máli og þar
var hann ekkert lamb að leika
sér við.
Alex er fæddur í Bellshill í Skot-
landi og var aldrei svo lánsamur
að njóta verulegrar undirstöðu-
menntunar. Enda þótt hann hafi
skapað sér ódauðlega frægð sem
knattspyrnumaður, er mér nær að
halda, að honum hefði orðið meir
úr þeim tækifærum, sem honum
buðust, hefði hann hlotið slíka
menntun.
En hvað um það, hins litla, óút-
reiknanlega og snjalla leikmanns í
síðu buxunum með flöktandi erm-
arnar verður minnzt svo lengi sem
knetti verður spyrnt.
390
IÞRÓTTIR