Allt um íþróttir - 01.12.1951, Side 33
Heimsmeistarar í skák — VI:
Alexander Alexandrovitch Alekhine.
Á síðustu áratugum 19. aldar
var komið á mjög blómlegt skák-
líf í Rússlandi. Kom þaðan hver
skákmeistarinn öðrum fremri.
Hæst bar Tchigorin, sem háði ein-
vígi við Steinitz um heimsmeist-
aratitilinn 1888, en án árangurs,
Rubinstein, Nimzovitch og Alex-
ander Alekhine.
Alekhine var fæddur 1. nóv. 1892
í Moskvu og af vellauðugum ætt-
um kominn. Hann var ungur sett-
ur til mennta, en jafnhliða vann
hann að því að þroska hina frá-
bæru skákhæfileika sína og 16 ára
var hann viðurkenndur skákmeist-
ari. Aðeins 18 ára lagði hann út í
heiminn til fyrsta alþjóðamótsins,
í Hamborg 1910, og náði góðum
árangri, fékk 8y2 vinning af 16.
Alekhine var nú kominn í „laga-
skóla aðalsmanna“ í St. Pétursborg
og hafði því ekki tíma aflögu til
mikilla skákiðkana. Hann tók þó
þátt í einu stórmóti á ári fram
að styrjöldinni, við sífellt vaxandi
orðstír. Fyrsta sigur sinn í stór-
móti hlaíit hann í Stokkhólmi 1912.
Árið eftir bar hann aftur sigur úr
býtum í sterku móti í Scheven-
ingen í Hollandi og sama ár varð
hann efstur ásamt Nimzowitch í
rússneska meistaramótinu. Hon-
um var því boðið ásamt sterkustu
skákmeisturum heimsins til hins
mikla skákmóts í St. Pétursborg
1914, þar sem hann varð 3. á eftir
Lasker og Capablanca.
Síðla sumars sama ár var hann
á góðri leið með að sigra í móti
í Mannheim í Þýzkalandi, er ófrið-
urinn brauzt út. Hann var hand-
tekinn ásamt öðrum rússneskum
þátttakanda, sem síðar átti eftir
að koma við sögu í skákferli Alek-
hines, en það var Bogoljubov.
Alekhine tókst að flýja til Sviss
og komst heim um Síberíu og gekk
í herinn. Hann hafði særzt tvisvar,
er síðara höggið féll! Sem yfir-
stéttarmaður hafði hann litla von
með að komast heill á húfi í gegn-
um byltinguna, en sagt er að skák-
in hafi bjargað honum yfir það
versta.
Árið 1921 fékk hann leyfi til að
taka þátt í skákmóti í Þýzkalandi,
og hvarf hann aldrei aftur heim
til Rússlands. Hann settist að í
París og tók þátt í hverju stór-
mótinu á fætur öðru, til að vinna
sér rétt til einvígis um heimsmeist-
aratitilinn. Fram að einvíginu við
Capablanca 1927 tók hann þátt í
19 mótum og hlaut í 11 fyrsta sæt-
ið. Jafnhliða stundaði hann laga-
nám í París og tók doktorsgráðu,
sem sýnir ljóslega hina miklu
starfskrafta hans.
Árið 1927 var stofnað til móts
IÞRÓTTIR
391