Allt um íþróttir - 01.12.1951, Page 44

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Page 44
voru sterkari og áttu skilið að vinna. Annar var leikurinn prýði- lega leikinn af beggja hálfu. Þegar hér var komið höfðu öll félögin tapað leik, og var ekki annað sýnna en að markatalan mundi gera út um það, hver yrði Reykjavíkurmeistari. En enginn veit sína æfina fyrr en öll er. 4. kvöld: Ármann—Fram 14:4. Ármenn- ingar sýndu algera yfirburði, eins og markatalan ber með sér. Valur—Víkingur 14:10. Víking- ar höfðu yfir nær allan leikinn, eða þar til 3—i mín. voru eftir, en þá gáfust þeir hreinlega upp. Vörn Vals var mjög opin í þess- um leik og máttu Valsmenn hrósa happi yfir að vinna. 5. kvöld: Ármann—K.R. 10—7. KR-ing- um veitti betur í byrjun leiks, en Ármenningar héldu jafnvæginu og smásigu á. Fram—Valur 7:6. Þessi úrslit komu öllum á óvart, en Valsliðið var sundurlaust og baráttuviljinn enginn. Er þá ekki við miklu að búast. (Valur þurfti 8:2 eða svip- uð hlutföll til að vinna mótið). Ármenningar urðu því Reykja- víkurmeistarar, en lokastaðan varð þessi: 1. Ármann 4 3 0 1 36:25 6 2. Valur 4 2 0 2 32:28 4 3. K.R. 4 2 0 2 25:23 4 4. Víkingur 4 2 0 2 31:30 4 5. Fram 4 1 0 3 18:36 2 Það, sem færði Ármenningum sigur að þessu sinni, var fyrst og fremst það, að þeir hafa „dempað“ hjá þeim að hreka sem hraðast, án alls öryggis og tilagngs, og réði þá tilviljun ein, hvar knötturinn hafnaði. Nú hefur þeim loks skil- izt, að sú leikaðferð er ekki happa- drjúg til stórsigra og því lagt hana á hilluna. Valsmenn sýndu allgóða leiki framan af mótinu og hefði líklega unnið það, ef þeir hefðu ekki feng- ið þá flugu í höfuðið að skipta um leikaðferð (taktik) í miðju móti. KR-ingar sýndu yfirleitt jafna og góða leiki í mótinu. Þó eiga þeir enn erfitt með Ármann og Val, en með þeim efnivið, sem fyr- ir hendi er hjá félaginu í öllum karlaflokkum, verður vafalaust ekki langt að bíða þess, að þeir verði meistarar. Víkinga vantar meiri keppnis- reynslu. Þeir eru enn og ungir og veigalitlir, til þess að hægt sé að búast við miklu af þeim. Þeir eru þó í mikilli framför og leikur þeirra er léttur og skemmtilegur, sérstaklega sóknarspilið, sem er oft hreinasta snilld. Framarar voru nú með lélegasta móti, enda hafa þeir misst marga hraðann. Áður virtist aðalatriðlð góða leikmenn eins og t. d. Birgi og Kristján Odds. Meistaraflokkur K.R. Þátttaka í meistarafl. kvenna var allgóð, eða frá 4 félögum: Ár- manni, Fram, K.R. og Val. Fram-stúlkumar báru sigur úr býtum að þessu sinni, og voru vel að honum komnar, þó stundum skylli hurð nærri hælum, eins og ÍÞRÓTTIR 402

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.