Allt um íþróttir - 01.12.1951, Side 46

Allt um íþróttir - 01.12.1951, Side 46
tvo riðla. Voru Ármann, K.R., Vík- ingur og Fram í A-riðli, en Í.R., Valur og Þróttur í B-riðli. Var keppnin milli þriggja sterkustu fé- laganna í A-riðli, Ármanns, K.R. og Víkings, mjög jöfn og tvísýn, og endaði með því, að þau voru öll jöfn að stigum, en þar eð K.R. og Ármann höfðu betri markatölu en Víkingur og alveg hnífjafna, urðu þau að leika aukaleik, sem endaði með sigri K.R., 4:3, eftir tvíframlengdan leik. — B-riðilinn unnu ÍR-ingar of léku þeir því úr- slitaleikinn við K.R., sem endaði með sigri K.R., 4:3. KR-liðið er skipað mjög jöfnum og góðum leikmönnum, og er vafamál, hvort betra II. fl. lið hefur sézt að Há- . logalandi. Úrslit í riðlunum urðu þessi: A-riðill: 1. K.R. 3 2 0 1 14:8 4 2. Ármann 3 2 0 1 21:12 4 3. Víkingur 3 2 0 1 15:13 4 4. Fram 2 0 0 3 9:25 0 B-riðill: 1. Í.R. 2 2 0 0 18:9 4 2. Valur 2 1 0 1 15:14 2 3. Þróttur 2 0 0 2 9:19 0 í sambandi við keppnina í þess- um flokki er rétt að geta þess, að í tveim leikjum í A-riðli komu þau atvik fyrir, að mörk voru skoruð í enda leiks, þ. e. eftir að tíma- vörður blés til leiksloka, en áður en dómari endurtók merkið. í annað skiptið var markið dæmt löglega skorað, en í hitt skiptið ekki. Hefði verið farið rétt að í bæði skiptin og hvorugt markið dæmt löglega skorað (mörkin komu ekki upp úr auka- eða víta- kasti), hefði Ármann unnið A-rið- ilinn og þar með líklega mótið. III. flokkur karla. Fimm félög tóku þátt í HI. fl. karla: Ármann, Fram, K.R., Val- ur og Víkingur. Voru lið fjögra fyrsttöldu félaganna ágæt, en lið Víkings lélegt. K.R. bar sigur úr býtum, þrátt fyrir það, að Ármann „burstaði" það með 5:0. Úrslit í þessum flokki urðu ann- ars þessi: 1. K.R. 4 3 0 1 15:10 6 2. Fram 4 3 0 1 14:14 6 3. Valur 4 2 0 2 16:8 4 4. Ármann 4 2 0 2 22:11 4 5. Víkingur 4 0 0 4 7:31 0 Vel dæmt mót. Það er mál- manna, er fylgdust með þessu móti, að það hafi ver- ið bezt dæmda handknattleiksmót, sem haldið hefur verið um langan tíma. Ber vissulega að fagna því og sérstaklega vegna þess, að margir nýir, ungir og efnilegir dómarar komu þarna fram í fyrsta sinn. Er hér um að ræða árangur af nýloknu dómaranámskeiði. Handknattleiksráð Reykjavíkur sá um mótið og tókst það vel. 404 IÞRÖTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.