Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Page 6

Fréttatíminn - 14.08.2015, Page 6
Fyrir þínar bestu stundir Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Þú finnur bæklinginn á dorma.is MEIRA Á dorma.is JACKPOT tungusófi Aðeins 99.900 KR. Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite. Hægri og vinstri tunga. Fullt verð: 119.900 JACKPOT horntungusófi Aðeins 129.900 KR. Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite. Hægri eða vinstri tunga. Fullt verð: 159.900 JACKPOT U-sófi Aðeins 149.900 kr. Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite. Hægri eða vinstri tunga. Fullt verð: 189.900 kr. 20 3 cm 276 cm 197 cm 23 0 c m 208 cm 15 0 c m Skráð atvinnuleysi í júní var 2,6%, en var 3,2% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumála- stofnunar um stöðu á vinnu- markaði í júní 2015. Að meðaltali voru 4.757 manns atvinnulausir í júní 2015 og fækkaði þeim um 0,3 pró- sentustig frá því í maí. Atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu var 2,9% en 2,1% á landsbyggðinni. Mest var atvinnuleysið á Suður- nesjum, 3,1%, en minnst á Norðurlandi vestra, 1,2%, og 1,5% á Austurlandi. 14,5% allra atvinnulausra í lok júní voru á aldrinum 18-24 ára, eða 740 manns, sem er töluverð fækkun frá því í maí þegar 845 manns á þessu aldursbili voru skráð atvinnulaus. Á sama tíma í fyrra var fjöldi atvinnu- lausra á sama aldursbili 952 manns og hefur því fækkað um 212 milli ára í þessum aldurshópi. Skráð atvinnu- leysi 18-24 ára reiknast 2,6% miðað við áætlaðan mannafla 18-24 ára. Alls voru 979 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok júní eða um 19% atvinnulausra, þar af 590 pólskir ríkisborgarar eða um 60% erlendra ríkisborg- ara sem voru á skrá í lok mánaðarins. Flestir voru síðast starfandi í gistingu- og veitingagreinum, 151 í ýmissi sérhæfðri þjónustu, 124 og 116 í iðnaði og hrá- efnavinnslu.  Vinnumarkaður SkýrSla VinnumálaStofnunar Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum  fjölmiðlar mikilVægaSti efniSSamningur í 15 ára Sögu SkjáSinS Skjár einn hefur gengið frá samningi við risann Twentieth Century Fox. Stöðin mun sýna nýjustu þáttaraðir Fox og margir vinsælir eldri þættir verða aðgengilegir í streymisþjónustu stöðvarinnar. Sífellt meiri eftirspurn er eftir sjónvarpsefni í streymisþjónustum. Þ etta er stærsti og mikil-vægasti efnissamningurinn í fimmtán ára sögu Skjás eins,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins. Skjár einn hefur gengið frá samn- ingi við risann Twentieth Century Fox og verða nýjustu þáttaraðir fyr- irtækisins á dagskrá stöðvarinn- ar frá haustmánuðum. Skjár einn mun bæði sýna nýja þætti auk þess sem eldra efni verður aðgengilegt í streymisþjónustu stöðvarinnar. „Við verðum með meira fram- boð af nýjum sjónvarpsþáttum en nokkru sinni fyrr. Auk þessa samn- ings er Skjárinn með fasta samn- inga við Disney og CBS Television um dreifingu á besta sjónvarpsefn- is sem völ er á,“ segir Pálmi enn- fremur. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttatímanum hefur sjónvarps- neysla landsmanna breyst hratt að undanförnu og sífellt fleiri nýta sér streymisþjónustur. „Við erum klár- lega að koma til móts við breyttar kröfur,“ segir Pálmi en meðal eldri þátta Fox sem verða í boði eru New Girl, The Americans og Homeland auk eldri þáttaraða á borð við 24, Prison Break og How I Met Your Mother. Margir þessara þátta hafa verið til sýninga hjá samkeppnisað- ilum Skjás eins. Á annan tug nýrra þáttaraða frá Fox verða frumsýndar á Skjá einum í vetur og hefjast sýningar strax í haust. Þar á meðal eru Minority Re- port, Scream Queens, The Bastard Executioner og American Crime Story. Þeirrar síðastnefndu er beð- ið með mikilli eftirvæntingu en þar leika John Travolta, Cuba Gooding Jr. og David Schwimmer aðalhlut- verkin og umfjöllunarefnið eru fræg glæpamál á borð við réttarhöldin yfir O.J. Simpson. Auk þess má nefna gamanþættina The Grin- der með Rob Lowe, Life in Pieces með Colin Hanks og Baskets með Zach Ga- lifianakis. „Svo snúa tveir gamlir og vinsælir þættir af tur, Twin Peaks og Prúðuleik- ararnir. Það ætti nú að gleðja einhverja,“ segir Pálmi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Skjárinn semur við 20th Century Fox John Travolta, Rob Lowe og fleiri verða á Skjá einum í vetur en í streymisþjónustum verður hægt að nálgast vinsæla þætti á borð við New Girl og Homeland. Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, segir að nýr samningur stöðvarinnar við Fox komi til móts við breyttar kröfur neytenda. 6 fréttir Helgin 14.-16. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.