Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 14.08.2015, Qupperneq 6
Fyrir þínar bestu stundir Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Þú finnur bæklinginn á dorma.is MEIRA Á dorma.is JACKPOT tungusófi Aðeins 99.900 KR. Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite. Hægri og vinstri tunga. Fullt verð: 119.900 JACKPOT horntungusófi Aðeins 129.900 KR. Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite. Hægri eða vinstri tunga. Fullt verð: 159.900 JACKPOT U-sófi Aðeins 149.900 kr. Slitsterkt áklæði, grátt eða antrasite. Hægri eða vinstri tunga. Fullt verð: 189.900 kr. 20 3 cm 276 cm 197 cm 23 0 c m 208 cm 15 0 c m Skráð atvinnuleysi í júní var 2,6%, en var 3,2% á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumála- stofnunar um stöðu á vinnu- markaði í júní 2015. Að meðaltali voru 4.757 manns atvinnulausir í júní 2015 og fækkaði þeim um 0,3 pró- sentustig frá því í maí. Atvinnuleysi á höfuð- borgarsvæðinu var 2,9% en 2,1% á landsbyggðinni. Mest var atvinnuleysið á Suður- nesjum, 3,1%, en minnst á Norðurlandi vestra, 1,2%, og 1,5% á Austurlandi. 14,5% allra atvinnulausra í lok júní voru á aldrinum 18-24 ára, eða 740 manns, sem er töluverð fækkun frá því í maí þegar 845 manns á þessu aldursbili voru skráð atvinnulaus. Á sama tíma í fyrra var fjöldi atvinnu- lausra á sama aldursbili 952 manns og hefur því fækkað um 212 milli ára í þessum aldurshópi. Skráð atvinnu- leysi 18-24 ára reiknast 2,6% miðað við áætlaðan mannafla 18-24 ára. Alls voru 979 erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok júní eða um 19% atvinnulausra, þar af 590 pólskir ríkisborgarar eða um 60% erlendra ríkisborg- ara sem voru á skrá í lok mánaðarins. Flestir voru síðast starfandi í gistingu- og veitingagreinum, 151 í ýmissi sérhæfðri þjónustu, 124 og 116 í iðnaði og hrá- efnavinnslu.  Vinnumarkaður SkýrSla VinnumálaStofnunar Atvinnuleysi mest á Suðurnesjum  fjölmiðlar mikilVægaSti efniSSamningur í 15 ára Sögu SkjáSinS Skjár einn hefur gengið frá samningi við risann Twentieth Century Fox. Stöðin mun sýna nýjustu þáttaraðir Fox og margir vinsælir eldri þættir verða aðgengilegir í streymisþjónustu stöðvarinnar. Sífellt meiri eftirspurn er eftir sjónvarpsefni í streymisþjónustum. Þ etta er stærsti og mikil-vægasti efnissamningurinn í fimmtán ára sögu Skjás eins,“ segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins. Skjár einn hefur gengið frá samn- ingi við risann Twentieth Century Fox og verða nýjustu þáttaraðir fyr- irtækisins á dagskrá stöðvarinn- ar frá haustmánuðum. Skjár einn mun bæði sýna nýja þætti auk þess sem eldra efni verður aðgengilegt í streymisþjónustu stöðvarinnar. „Við verðum með meira fram- boð af nýjum sjónvarpsþáttum en nokkru sinni fyrr. Auk þessa samn- ings er Skjárinn með fasta samn- inga við Disney og CBS Television um dreifingu á besta sjónvarpsefn- is sem völ er á,“ segir Pálmi enn- fremur. Eins og fjallað hefur verið um í Fréttatímanum hefur sjónvarps- neysla landsmanna breyst hratt að undanförnu og sífellt fleiri nýta sér streymisþjónustur. „Við erum klár- lega að koma til móts við breyttar kröfur,“ segir Pálmi en meðal eldri þátta Fox sem verða í boði eru New Girl, The Americans og Homeland auk eldri þáttaraða á borð við 24, Prison Break og How I Met Your Mother. Margir þessara þátta hafa verið til sýninga hjá samkeppnisað- ilum Skjás eins. Á annan tug nýrra þáttaraða frá Fox verða frumsýndar á Skjá einum í vetur og hefjast sýningar strax í haust. Þar á meðal eru Minority Re- port, Scream Queens, The Bastard Executioner og American Crime Story. Þeirrar síðastnefndu er beð- ið með mikilli eftirvæntingu en þar leika John Travolta, Cuba Gooding Jr. og David Schwimmer aðalhlut- verkin og umfjöllunarefnið eru fræg glæpamál á borð við réttarhöldin yfir O.J. Simpson. Auk þess má nefna gamanþættina The Grin- der með Rob Lowe, Life in Pieces með Colin Hanks og Baskets með Zach Ga- lifianakis. „Svo snúa tveir gamlir og vinsælir þættir af tur, Twin Peaks og Prúðuleik- ararnir. Það ætti nú að gleðja einhverja,“ segir Pálmi. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Skjárinn semur við 20th Century Fox John Travolta, Rob Lowe og fleiri verða á Skjá einum í vetur en í streymisþjónustum verður hægt að nálgast vinsæla þætti á borð við New Girl og Homeland. Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, segir að nýr samningur stöðvarinnar við Fox komi til móts við breyttar kröfur neytenda. 6 fréttir Helgin 14.-16. ágúst 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.