Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 2

Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 2
 TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Ferðaþjónusta 4,6% af landsframleiðslu Beint hlutfall ferðaþjónustu í vergri landsfram- leiðslu hefur aukist úr 3,6% árið 2009 í 4,6% árið 2013. Hlutur ferðaþjónustu í VLF fór úr 56,3 millj- örðum króna árið 2009 í 87,3 milljarða króna árið 2013, eða sem nemur 55% aukningu. Ein af lykil- breytum í útreikningum á hlut ferðaþjónustunnar í þjóðhagsstærðum er hlutfall neyslu ferðamanna af framleiðsluvirði. Sex prósent framleiðsluvirðis komu til vegna ferðaþjónustu árið 2013, borið saman við 4,6% árið 2009. Þetta er yfir 3,9% meðaltali Evrópusambandsins, samkvæmt nýjustu niðurstöðum ferðaþjónustureikninga Evrópsku hagstofunnar (Eurostat) sem birtar voru 2013. Þ etta er hugmynd frá Skarp-héðni Guðmundssyni dagskrár-stjóra RÚV, sem var ekki annað hægt en að taka fagnandi eftir að hafa hlustað á sjálfan sig og félaga sína hvell skræka í hálfmöttum myndgæð- um í rúm 30 ár,“ segir Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður. Vinna við endurbætur á Stuð- mannamyndinni Með allt á hreinu hefur staðið yfir að undanförnu. Bæði hljóð og mynd verða lagfærð og nemur kostnaðurinn um einni milljón króna, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar dagskrárstjóra, þó endanleg tala liggi ekki fyrir. „Þessi mynd er auðvitað barn síns tíma og kostaði aðeins fjórar milljónir í framleiðslu. Við höfum bara ekkert haft löngun eða rænu á að endurnýja það sem margir mundu kalla menning- arverðmæti,“ segir Jakob. „Við höfum alltaf litið á þessa mynd sem bara eitt verkefni af fjölmörgum og höfum yfirleitt lagt meiri áherslu á að einbeita okkur að komandi verkefnum. En þetta er auðvitað frábær hugmynd og löngu tímabær, og ekki hægt að segja annað en að okkur hafi þótt það merkilegt að opinber stofnun skuli hafa átt frumkvæðið að því að ráðast til þessa verks,“ segir Jakob. „RÚV er stundum kallað vagga menn- ingarinnar og kannski er þetta liður þeirra í því að varðveita menningarverðmæti.“ Kvikmyndin sem var í leikstjórn Ágústar Guðmundssonar var unnin af vanefnum og segir Jakob að hljóðið hafi alltaf farið í taugarnar á Stuðmönn- um. „Galli myndarinnar liggur í því að þegar þú færir 25 ramma kvikmynd yfir í 24 ramma þá hraðast á myndinni, sem gerir hljóðið ankannalegt,“ segir hann. „Það hafa eflaust margir haldið að meðlimir Stuðmanna hafi verið svona bjartir og skrækróma, sem var alls ekki raunin. Að þessu leytinu til hefur myndin truflað okkur í gegnum tíðina. Þetta er auðvitað mikil og dýr vinna, sérstaklega fyrir mynd sem er þetta mikið notuð. Þó það sé undar- legt að segja að mynd sé notuð,“ segir Jakob. „RÚV á sýningarréttinn á mynd- inni og kýs að laga það sem hægt er að laga og leggur til þess fé og við getum ekki sagt neitt annað en frábært. Við leggjum vitaskuld eitthvað á móti, og hlökkum til að sjá og heyra.“ Stuðmenn koma fram á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt og segir Jakob prógrammið samanstanda af lögum sveitarinnar sem löngu hafa sannað sig. „Við munum magna saman seið laga úr trílógíu sem við höfum tekið fyrir í Hörpu. Þar sem við fórum í Með allt á hreinu, Tív- olí og svo Sumar á Sýrlandi. Ásamt öðru efni úr fórum sveitarinnar og marka þar lok Menningarnætur í ár, áður en flugeldasýning- in setur svo lokapunkt- inn,“ segir Jakob Frí- mann Magnússon. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  Menningarnótt einar spáir blautu veðri á Morgun Blautt en milt veður á Menningarnótt „Það er smá bleyta í kortunum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur aðspurður um veðrið á Menningarnótt. „Það verður lægðasvæði á hringsóli hér suður og suðvestur af landinu og það verður nánast alveg ofan í okkur á laugardag- inn. Það eru því nokkuð miklar líkur á því að það verði úrkoma með köflum frá því um hádegi og eitthvað fram á kvöldið. Ég spái því að þetta verði um 5-8 mm sem þýðir bleyta en ekki svo mikil úrkoma. Austlæg vindáttin er hagstæð fyrir Reykjavík svo það dregur úr vindi frekar en hitt sem þýðir að þetta verður til- tölulega hæglátt veður, kannski smá gola en alls ekkert rok. Hitinn með þessu verður hátt í 12 gráður svo það verður líka tiltölulega milt,“ segir Einar og tekur það fram að þetta sé bara nokkuð góð spá, það sé alls ekk- ert slagveður í kortunum. „Það er um að gera að vera bara vel búinn til fótanna og mæta í bæinn með regnhlíf eða í góðum jakka.“ -hh Ráðið í stöður RÚV á landsbyggðinni Ráðið hefur verið í þrjár auglýstar stöður frétta- og dagskrár- gerðarmanna hjá RÚV á landsbyggðinni. Tæplega 80 umsóknir bárust um fjögur störf frétta- og dagskrár- gerðarmanna sem auglýst voru á Vesturlandi/Vestfjörðum, Norðurlandi, Suðurlandi og á Austurlandi og greinilegt að margir hæfileikaríkir ein- staklingar hafa áhuga á að starfa hjá RÚV. Þórgunnur Oddsdóttir hefur verið ráðin í starf dagskrárgerðarmanns á Norðurlandi. Hún verður með aðsetur á Akureyri. Halla Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf frétta- og dagskrárgerðarmanns á Vesturlandi og Vestfjörðum. Halla verður með aðsetur á Ísafirði. Samúel Örn Erlingsson hefur verið ráðinn í starf frétta- og dagskrárgerðar- manns á Suðurlandi. Hann verður með aðsetur á Hellu. SÍA II eignast hlut í Kynnisferðum SÍA II, sem er framtakssjóður í eigu lífeyris- sjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, hefur keypt 35% hlut í ferðaþjónustu- fyrirtækinu Kynnisferðum. Hluturinn var keyptur af fjárfestingafyrirtækinu Alfa hf. Þeir Steinn Logi Björnsson, forstjóri flug- félagsins Bluebird, og Benedikt Ólafsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni, koma í kjölfarið inn í stjórn félagsins. Vinnuhópur um framtíð Grímseyjar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í gær, að tillögu forsætisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að settur verði á laggirnar vinnuhópur þvert á ráðuneyti sem skoði stöðu Grímseyjar í samvinnu við aðgerðahóp á vegum Akureyrarbæjar. „Það er brýnt að bregðast við þeirri erfiðu stöðu sem uppi hefur verði í Grímsey síðustu ár. Heimamenn óttast að ef ekkert verður að gert þá leggist útgerð í Grímsey af og jafnvel búseta í framhaldi þess. Ég trúi því ekki að nokkur vilji láta það gerast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vinnuhópurinn skal ljúka störfum eigi síðar en 1. nóvember 2015.  bíó Með allt á hreinu endurbætt ÞreMur áratuguM eftir fruMsýningu Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur mælir með því að fólk mæti vel skóað í bæinn á Menningarnótt. Stuðmenn fá raddir sínar á ný Hljómsveit allra lands- manna, Stuðmenn, og sjónvarp allra landsmanna, RÚV, snúa bökum saman og stuðla að lang- þráðum og löngu tímabærum endur- bótum á kvikmyndinni Með allt á hreinu sem kom út árið 1982 og nánast hver Íslendingur hefur séð oftar en einu sinni. Ný og endurbætt útgáfa myndarinnar verður tilbúin snemma í haust og verður sýnd á RÚV ásamt öðrum Stuðmannamyndum, sem og heimildar- mynd um sögu sveitarinnar. Jakob Frímann Magnússon segir Stuðmenn fagna þessu uppá- tæki RÚV og að þeir muni vonandi hætta að láta ýmsa hluti myndarinnar fara í taugarnar á sér. Með allt á hreinu var frumsýnd árið 1982 og hefur hljóðið í myndinni alltaf farið í taugarnar á Jakobi Frímanni og öðrum Stuð- mönnum. Það verður lagað fyrir sýningu á RÚV – rétt eins og myndgæðin. Jakob Frímann Magnússon 2 fréttir Helgin 21.-23. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.