Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 8

Fréttatíminn - 21.08.2015, Síða 8
Á umbúðum utan um Maísstubba, Sumarblöndu, Hátíðarblöndu og Sælkerablöndu frá Íslensku meðlæti hf. sem Eggert Kristjáns- son hf. selur og dreifir er með íslenskum fána- litum gefið til kynna að varan sé íslensk. Ljósmynd/Hari  NeyteNdur NeyteNdastofa hefur áður baNNað villaNdi umbúðir Neytendastofa óskar skýringa á villandi merkingum N eytendastofa undirbýr erindi til heildsölufyrirtækisins Eggerts Kristjánssonar hf. vegna umbúða utan um frosið með- læti sem fyrirtækið selur og dreifir undir heitinu Íslenskt meðlæti hf. Sex ár eru síðan Neytendastofa bann- aði sama fyrirtæki að nota umbúðir utan um frosið grænmeti vegna þess að þær töldust villandi þar sem gefið væri til kynna að innihaldið væri ís- lenskt. „Við fengum á sínum tíma ábend- ingu um að þessar merkingar skorti,“ segir Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs- stjóri neytendaréttarsviðs Neytenda- stofu. „Þeir breyttu þá merkingum og við vissum ekki betur en að þetta væri í lagi fyrr en við fengum aftur ábend- ingu nú,“ segir hún. Neytendastofa tekur enga afstöðu að svo komnu í málinu heldur mun óska skýringa frá Eggerti Kristjánssyni hf. og gefa forsvarsmönnum fyrirtækisins færi á að tjá sig. Fréttatíminn náði ekki tali af framkvæmdastjóra fyrirtækisins vegna málsins í gær. Árið 2009 fjallaði fréttastofa 365 ít- arlega um merkingar á matvælum eft- ir að Samtök iðnaðarins hvöttu lands- menn til að velja íslenskt og hafði samband við Neytendastofu vegna umbúða Ís- lensks með- lætis hf. utan um erlent rósa- kál og gulrótar- skífur, og komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að umbúðirnar væru villandi þar sem fyrir tækja - heitið og íslensku fánalitirnir væru áberandi en engar upplýsingar um uppruna- land. Í svari sem Neytendastofu barst þegar hún óskaði skýringa á umbúð- unum segir meðal annars: „Alfarið [er] hafnað af hálfu lögmanns Egg- erts Kristjánssonar hf. að vörumerki Íslensks Meðlætis á umbúðum græn- metisins geti talist villandi upplýsing- ar. Þá sé óþarft að geta þess á umbúð- unum að grænmetið sé innflutt, eða það blandað, vigtað og endurpakkað hér á landi, enda séu það varla upp- lýsingar sem séu til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytanda um að eiga viðskipti.“ Þær vörur sem Neytendastofa hefur nú til skoðunar vegna merk- inga á umbúðum eru Maísstubbar, Hátíðarblanda, Sumarblanda og Sælkerablanda en á engum umbúðanna er tilgreint upp- runaland. Á umbúðum Sumarblöndu og Hátíðarblöndu stendur: „Íslenskt Meðlæti er pakkað og blandað á Ís- landi með þarfir og smekk Íslendinga í huga,“ en mögulega eru það full- nægjandi upplýsingar þar sem ekki er skylt að merkja upprunaland. Þórunn segir að þegar svör berist frá Eggerti Kristjánssyni hf. verði málið skoðað með hliðsjón af fyrra máli. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Neytendastofa skoðar hvort heild- sölufyrirtækið Eggert Kristjánsson hf. hafi aftur gerst brotlegt við eftir- lit með viðskipta- háttum og markaðs- setningu vegna villandi merkinga á umbúðum utan um frosið grænmeti sem fyrirtækið selur og dreifir undir heitinu Íslenskt meðlæti. Sex ár eru síðan Neytendastofa bannaði fyrirtækinu að nota villandi umbúðir þar sem gefið var til kynna að vara væri íslensk en upplýsingar um upprunaland skorti. Úr lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu Viðskiptahættir eru villandi ef ekki er greint frá upplýsingum sem telja má að almennt skipti máli fyrir neytendur eða þeim er leynt og þær eru til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti. 8 fréttir Helgin 21.-23. ágúst 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.