Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.08.2015, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 21.08.2015, Qupperneq 18
Sjómannslíf að vera tökumaður í Hollywood Um helgina verður kvikmyndin Hitman: Agent 47 frumsýnd um allan heim. Myndin er framhald kvikmyndarinnar Hitman frá árinu 2007 og eru báðar myndirnar byggðar á tölvuleiknum Hitman. Kvikmyndatökumaður myndarinnar er Íslendingurinn Óttar Guðnason, sem hefur starfað við tökur á kvikmyndum og auglýsingum um árabil. Hann ætlaði að verða rafeindavirki en sumar- starf á Stöð 2 breytti lífi hans. Ó ttar Guðnason er kvik-myndatökumaður sem starf-ar mestmegnis erlendis, en býr alltaf á Íslandi þó það hafi oft komið upp í hugann að flytja. Hann segir þó Ísland vera staðsett á milli tveggja heimsálfa, sem gerir fjarlægð- ina ekki svo mikla. Hitman: Agent 47 er stærsta verkefni sem hann hefur tekið þátt í og hann segir ferlið hafa verið langt og skemmtilegt. „Tökurnar kláruðust í maí á síðasta ári,“ segir Óttar. „Svo hefur hún verið í kringum 14 mánuði að skolast til í klippi og eftirvinnslu. Þetta er fram- hald myndarinnar Hitman frá árinu 2007, og er byggt á samnefndum tölvuleik. Þetta er einn af þessum stóru tölvuleikjum og fyrri myndin gekk gríðarlega vel fjárhagslega. Svo stóð til að gera ákveðið vörumerki úr þessari mynd, sem gekk ekki alveg eftir svo það liðu sjö ár þar til að ráðist var í að gera aðra, sem er þessi mynd sem er tilbúin núna,“ segir Óttar. Frumsýnd í 6.500 kvikmynda- húsum Óttar var einn af nokkrum kvik- myndatökumönnum sem þóttu koma til greina fyrir myndina og segir hann að hann hafi hreppt hnossið af nokkrum ástæðum. Konan og börnin eru í sínum verk- efnum hér heima og mér finnst alltaf notalegt að lenda í Kefla- vík og labba landganginn eftir verkefni úti. „Það er óvenjulegt að mynd sé frumsýnd í báðum heimsálfum í einu og hún er að fara í fjögur þúsund kvikmyndahús í Ameríku og 2500 hús í Evrópu sem er brjálæðislega mikið,“ segir Óttar Guðnason sem var tökumaður í Hitman: Agent 47. Ljósmynd/Hari Veldu f lot tustu Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri. Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 Skoðaðu úrvalið af flo um DELL tölvum fyrir skólann á advania.is/skoli, verð frá 69.990 kr. una „Leikstjóri myndarinnar, Alexand- er Bach, er pólskur, og hefur ein- göngu unnið við auglýsingar und- anfarin ár,“ segir Óttar. „Ég hafði aldrei unnið með honum en við eigum marga sameiginlega vini. Hann gerði lista með þremur töku- mönnum sem hann hafði heyrt af, og ég var einn af þeim. Svo byrjaði hálfgert umsóknarferli. Myndin er stúdíómynd, sem þýðir að það er eitt af stóru kvikmyndaverunum, 20th Century Fox, sem framleiðir hana. Þeir vilja ganga úr skugga um að tökumaðurinn sé fær, vinni hratt, sem sparar þeim pening og tíma og að hann sé samvinnuþýður og þess háttar,“ segir Óttar. „Um leið og Fox gaf grænt ljós á mig, þá hófust tökur. Um helgina er kvikmyndin frumsýnd á sama tíma í Evrópu og Bandaríkjunum og hún fær mikla dreifingu, sem þýðir að það eru miklar vonir bundnar við hana. Það er óvenjulegt að mynd sé frumsýnd í báðum heimsálfum í einu og hún er að fara í fjögur þús- und kvikmyndahús í Ameríku og 2500 hús í Evrópu sem er brjálæðis- lega mikið,“ segir Óttar. „Mér var boðið út á frumsýninguna í Berlín, þar sem allir verða viðstaddir. Ég hreinlega nenni því ekki þar sem myndin er döbbuð á þýsku þar,“ segir Óttar. Byrjaði 17 ára á Stöð 2 Óttar hefur starfað sem kvik- myndatökumaður frá því hann var á menntaskólaaldri, en það stóð samt aldrei til að fara í þá iðn. Hann seg- ist hafa sogast inn í bransann, eins og margir gera. „Ég byrjaði 17 ára gamall á Stöð 2 og átti bara að vera eitt sumar,“ segir hann. „Mér var bara grýtt í djúpu laugina og var strax kominn í það að mynda fréttir og íþróttir og allt það sem þarf að mynda á sjón- varpsstöð. Ég var stundum fimm daga vikunnar uppi á sendibíl að mynda fótboltaleiki. Um haustið ætlaði ég að fara aftur í Iðnskólann þar sem ég hafði verið að læra raf- eindavirkjun. Ég heillaðist samt svo Framhald á næstu opnu 18 viðtal Helgin 21.-23. ágúst 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.